Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 Loksins fáanlegir aftur á Íslandi www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 LYFTARARNIR Frábær ending Gott verð Á ður en bankahrunið átti sér stað starfaði Hinrik Laxdal hjá fyrir- tæki sem flutti inn vinnuvélar. Í hruninu hrundi sá markaður og því ákvað hann að snúa vörn í sókn og stofnaði fyrirtæki sem sér- hæfir sig í því að gera við vinnuvélar. „Ég fór úr því að selja vinnuvélar yfir í það að þjónusta vinnu- vélar. Sala á gröfum hrundi í hruninu en það vantaði fólk sem kunni að gera við þær,“ segir Hinrik og segir að það hafi gengið vel. Í dag starfa fjórir hjá fyrirtækinu sem gerir ekki bara við vinnuvélar held- ur flytur inn frá fyrirtækjum eins og Hydrema, Sunward og Dehaco svo ein- hver merki séu nefnd. „Að stofna þetta fyrirtæki var tækifæri til að gera eitthvað því ástandið var þannig, það gat ekki versnað. Í dag erum við mikið í viðgerðum á öllum vinnuvélum.“ Vinnuvélar eru eins misjafnar og þær eru margar. Er alltaf hægt að gera við þær? „Já, það er nánast alltaf hægt,“ segir hann og segir að verkefnin séu afar fjölbreytt. Engir tveir dagar séu eins og allt milli himins og jarðar geti gerst. Þegar Hinrik er spurð- ur að því hvað honum finn- ist skemmtilegast að gera í vinnunni kemur eitt nokkuð forvitnilegt í ljós. „Mér finnst skemmti- legast að leysa rafmagns- vandamál. Þau geta tekið á og það er bara svo gaman þegar maður reynir að leysa þau,“ segir hann. Nú eru nýir bílar mikið tölvuvæddir. Er það eins með vinnuvélarnar? „Við erum með mikið af tölvubúnaði til að vinna þann hluta. Það er stöðug þróun sem þarf að fylgjast með þar. Það er samt ekki eins mikið af tölvu- búnaði í vinnuvélum eins og í bílum, það er örlítið minna. Tölvubúnaður hefur þó aukist töluvert í vinnuvélum síðari ár,“ segir hann. Hvernig er vinnuvélabransinn að breytast? „Mér finnst hann ekki mikið vera að breyst. Það er allt mjög svipað og það var í kringum 2005 og 2006. Eina breytingin er kannski að í dag eru verktak- ar með meira af tækjum og tólum til að vinna verkin,“ segir hann. Hvaða vinnuvél er vinsælust þessa dagana? „Það er ekki hægt að tala um vinsælustu vinnuvélina. Við seljum ekki margar Hydrema-gröfur því þær eru dýrar og fjölhæfar. Það er lítill kúnna- hópur að kaupa þær vélar. Við erum kannski að selja tvær til þrjár þannig á ári.“ Hvernig finnst þér þróunin vera í vinnuvélabransanum? „Ég held þetta haldi áfram eins og þetta hefur verið síðustu ár. Það virðist vera nóg að gera hjá öllum og ég held að hrunið hafi gert það að verkum að fólk fer svolítið varlegar núna.“ Sneri vörn í sókn í hruninu Hinrik Laxdal eigandi Íspartar – Vélavit sneri vörn í sókn í bankahruninu og stofnaði fyrirtækið, sem flytur bæði inn vinnuvélar og gerir við þær. Hann segir að byggingarmarkaðurinn hafi ekki tekið neinum stökkbreytingum frá hruni en fólk fari varlegar í dag en það gerði fyrir hrun. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hinrik Laxdal stofnaði fyrirtækið eftir hrun og fór að gera við vinnuvélar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.