Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 M oby Dick-þvottastöðin er svissnesk hágæða hjóla- og undirvagna-þvottastöð sem er fram- leidd af fyrirtækinu Frutiger, en það er með yfir 30 ára reynslu í mengunarvörnum á jarðvinnu- og byggingasvæðum. Þvottastöðin á Landspít- alareitnum er af gerðinni KIT Plus 600 MB-50, 6 metrar að lengd með steyptu plani báðum megin við stöðina. Stöðin er sjálfvirk þar sem vörubílar/vinnuvélar keyra framhjá skynjara sem ræsir vatnskerfið í 30 sekúndur. Fjöldi vatnsspíssa þrífur ryk og drullu af undirvagni og hjólum sem síðan skolast niður í 60.000 lítra vatnstank. Þar setjast jarðefni á botninum sem síð- an er dælt úr tanknum,“ segir Bogi. Hvers vegna er nauðsynlegt að þrífa hjól og undirvagna? „Vörubifreiðar og vinnuvélar á byggingasvæðum vinna í um- hverfi þar sem aur, drulla og ryk er óhjákvæmilegur fylgifiskur framkvæmda. Ef ekkert er að gert til að hamla því að óhreinindi berist frá byggingasvæði út á götur er það ógn við heilsu fólks í formi aukins svifryks svo ekki sé minnst á aukinn kostnað sem hlýst af þrifum á götum og bifreiðum.“ Er dýrt að koma upp svona þvottastöð? „Taka þarf alla þætti inní heildarmyndina þegar skoðuð er kaup á þvottastöð fyrir byggingasvæði. Kostnaður við þvotta- stöð er hverfandi miðað við þann ávinning sem skapast í formi bættrar heilsu og hreinna umhverfi. Hægt er að fá margar stærðir og gerðir af þvottastöðvum sem kosta frá meðal fólksbíl og allt uppí lúxusbifreið,“ segir hann. Gæti Reykjavíkurborg sparað meiri peninga ef það væri skylda að koma upp svona þvottastöð á byggingarsvæðum? „Reykjarvíkurborg, sveitarfélög og fagaðilar sem halda utan um útboð á stærri verkum geta klárlega gert meira í mengunarvörnum með noktun þvottastöðva á byggingasvæð- um. Frá fjölmörgum byggingasvæðum berst nú aur og drulla um götur sem veldur auknum þrifkostnaði borgar og bæjar- félaga. Kostnaður við þrif myndi lækka umtalsvert ef þvotta- stöðvar á byggingasvæðum yrðu notaðar í auknum mæli. Svif- rykið á götunum hefur einnig slæm áhrif á heilsu og það eykur kostnað á heilbrigðiskerfið.“ Hverju hefur þvottastöðin skilað á Landspítalareitnum? „Jarðvinna á Landspítalalóðinni felst meðal annars í upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt allri jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna. Um mikið efnismagn er að ræða sem krefst samræmingar og skipulagn- ingar á umferð til og frá verkstað sem og góðra mengunar- varna. NLSH ohf og ÍAV leggja mikla áherslu á vandaðar um- hverfisvarnir í og við byggingarsvæði nýja Landspítalans við Hringbraut. Þvottastöðin er að skila Landspítalareitnum minna svifryki sem hefur góð áhrif á starfsfólk og sjúklinga Landspítalans sem og nærliggjandi íbúa.“ Hefur þetta jákvæð áhrif á umhverfisvernd? „Þvottastöðin er liður NLSH ohf og ÍAV að leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að betri heilsu landsmanna en svif- ryksmengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk sjö til tuttugu sinnum á ári undanfarin ár samkvæmt upplýsingum Umhverf- isstofnunar. Ryk og óhreinindi á götum borgarinnar hafa í gegnum árin verið íbúum höfuðborgarsvæðisins til ama, þá sér- staklega astma- og lungnasjúklingum sem jafnvel þurfa að halda sig innan dyra. Þvottastöðin mun skila hreinni götum og minna svifryki fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, þá sérstaklega fólki með undirliggjandi öndunarfæra- og hjartasjúkdóma sem er viðkvæmast fyrir heilsuspillandi áhrifum svifryks. Það hefur orðið jákvæð umhverfisvakning fyrirtækja í jarðvinnugeir- anum undanfarin ár sem í grunninn snýr að bættri umgengi við landið okkar og heilsu samborgara.“ Moby Dick þvottastöðina er hægt að flytja á milli bygginga- svæða án mikillar fyrirhafnar. „Það sem skiptir máli er að rétt staðsetning sé valin á vinnu- svæði þar sem stutt er í útkeyrslu af svæðinu.“ Nauðsynlegt að hafa þvottastöð á byggingarsvæði Bogi Auðarson segir að það skipti miklu máli að hafa þvottastöð á byggingarsvæðum til að minnka drullu á götum borgarinnar. Marta María | mm@mbl.is Bogi Auðarson hjá Verkfæri ehf. Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður, sími 565 2727, 892 7502, www.rag.is • RAG Import-Export Fliegl vélavagnar Sérsmíðaðir fyrir Ísland Fliegl Big-Run Push-Off Nýr. Er á staðnum. Mercedes Benz 519 21 manna, Arctic-Edition Nýr. Einn með öllu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.