Morgunblaðið - 16.04.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratug
a
reynsla
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
ramleiðendum þurrkaðra
fiskafurða hér á landi
virðist hafa tekist að laga
sig að þeirri erfiðu stöðu
sem kom upp á nígeríska
markaðinum um mitt ár 2015. Í
tilviki Laugafisks var brugðist við
með samruna og tæknivæðingu og
þannig hagrætt í rekstrinum og
fyrirtækið um leið gert betur í
stakk búið til að geta tekist á við
það ef frekari sveiflur verða í við-
skiptum við Nígeríu.
Svanhildur Guðrún Leifsdóttir
er sölustjóri hjá Laugafiski, dótt-
urfélagi Skinneyjar-Þinganess,
HB Granda og Nesfisks. „Sam-
drátturinn var verulegur á sínum
tíma og lækkaði verðið á þurrk-
uðum fiskhausum um 50%. Í fram-
haldinu var þurrkverksmiðju
Laugafisks á Akranesi lokað.“
Nesfiskur og Skinney-Þinganes
keyptu síðan
fyrirtækið Há-
teigur fisk-
verkun árið 2017
og héldu þar
áfram fram-
leiðslu á þurrk-
uðum afurðum
eins og áður
hafði verið. Árið
2018 keypti HB
Grandi sig inn í
fyrirtækið og var þá ákveðið að
ráðast í nauðsynlegar breytingar
til að auka framleiðsluafköstin.
Einnig var afráðið að nafn félags-
ins yrði Laugafiskur hf. – sama
nafn og HB Grandi hafði notað á
sína þurrkverksmiðju á Akranesi.
Flutningur framleiðslunnar út á
Reykjanes þýddi að störf töpuðust
á Akranesi en á móti losnuðu bæj-
arbúar við lyktina af framleiðsl-
unni sem stundum hafði valdið
heimamönnum ama. Átti það sama
við um framleiðslu Nesfisks í
Garði, og öll framleiðsla beggja
fyrirtækja nú komin á sama stað,
utarlega á Reykjanesi þar sem
engin hætta er á að lyktmengun
nái til byggða. Vinna nú um 25
manns við framleiðsluna.
Gerir störfin léttari
Að sögn Svanhildar fylgdi samein-
ingunni ágætis hagræði og skap-
aðist grundvöllur fyrir aukinni
vélvæðingu. Segir hún vonir
standa til að með sjálfvirknivæð-
ingu megi bæði létta störfin og
framleiða umtalsvert meira magn
með sama fjölda starfsmanna.
„Fram til þessa hefur þurrkunin
farið þannig fram að hausarnir
koma ferskir inn í hús og er sturt-
að í þvottakar. Því næst er þeim
raðað á séstakar grindur úr plasti
og þarf starfsfólkið að stafla
grindunum upp. Þá er grindunum
trillað inn í þurrkklefa og tekur
þar 30-40 klst. að forþurrka haus-
ana,“ útskýrir Svanhildur. „Því
næst þarf að slá hausana af grind-
unum ofan í stóra kassa og þá fer
fram eftirþurrkun og jöfnun þar
sem við stillum rakastigið af með
stýrðu loftflæði og hitastigi. Loks
er hausunum pakkað í 30 kg
strigapoka og saumað fyrir með
gamla laginu.“
Það er ekki bara út af hefðinni
að framleiðendur þurrkaðra fisk-
hausa halda tryggð við strigapok-
ana. „Kaupendur vilja getað opnað
pokann, athugað gæði vörunnar og
svo lokað honum aftur – sem þeir
geta gert þegar pokanum er lokað
með saumi. Þá andar striginn og
„Hljóðið er gott
í viðskipta-
vinum okkar“
Verð er mun lægra en það var þegar best lét
en sala á þurrkuðum fiskhausum til Nígeríu
er í jafnvægi og framleiðendur hafa leitað nýrra
leiða til að hagræða og auka afköst
Ferskir hausar bíða þurrkunar. Með því að tæknivæða framleiðsluna má láta sama fjölda starfsmanna afkasta töluvert meiru. LaunakoSvanhildur
Leifsdóttir