Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 8
ekki lengi að nota tækifærið til að
stofna til nýrra viðskiptasambanda
þegar ný borg bættist við leiðakerfið.
En nú er WOW air horfið af svið-
inu, eftir að hafa þegar á síðasta ári
byrjað að draga seglin töluvert sam-
an. Tengingum Íslands við umheim-
inn hefur fækkað og ekki hægt að
koma eins miklu magni af ferskum
fiski beinustu leið í hendur kaupenda
erlendis. Markaðsgreinendur hafa
bent á að þetta bitni einkum á fyr-
irtækjum sem selja ferskar sjávaraf-
urðir til Bandaríkjanna, enda eru
þau meira háð flutningum með flugi
en þeir sem selja kældan fisk til Evr-
ópu.
Sindri Már Atlason, sölustjóri
ferskra afðurða hjá HB Granda, tek-
ur undir þetta: „Bandaríkjamark-
aður er drifinn áfram af flutningum
með flugi og er það forsenda þess að
ferskar sjávarafurðir geti haldið
áfram að vaxa á þeim markaði að út-
flytjendur geti gengið að nægri flutn-
ingsgetu hjá flugfélögunum,“ segir
hann og bendir á að árið 2018 hafi
orðið aukning í sölu íslenskra fyr-
irtækja á ferskum fiski vestanhafs.
Að mati Sindra þýðir gjaldþrot
WOW þó ekki að komið sé upp alvar-
legt vandamál fyrir sjávarútveginn
til lengri tíma, þó að missir sé að
flugfélaginu. „Vissulega dregur eitt-
hvað úr framboði á flutningsrými
með flugvélum á leið til Bandaríkj-
anna, og mikilvægt fyrir seljendur að
geta afhent sínar vörur hratt og
hnökralaust. En ef ekki er hægt að
senda fiskinn með beinu flugi til
borgar A má í staðinn fljúga með
fiskinn til borgar B og svo koma hon-
um þaðan á áfangastað með tengi-
flugi eða með flutningabíl,“ segir
Sindri. „Vissulega er beint flug
ákjósanlegra, en þetta er leið fyrir
seljendur til að bjarga sér og leysa úr
því sem vonandi verður bara skamm-
tímavandamál.“
Ekkert má klikka
Heiða Kristín Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Niceland Seafood, hef-
ur svipaða sögu að segja. „Við höfum
náð að finna hentugar dreifileiðir fyr-
ir alla okkar núverandi viðskiptavini,
en við erum að stækka nokkuð hratt
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
G
aman var að fylgjast með
því undanfarin ár hvernig
íslensku flugfélögin juku
umsvif sín jafnt og þétt.
Bæði fylgdu hverjum nýj-
um áfangastað fleiri ferðamenn og
líka nýir viskiptamöguleikar og voru
seljendur íslenskra sjávarafurða
þannig að vinnan við að tryggja
flutningspláss er eitt af okkar dag-
legu verkefnum,“ segir hún og bend-
ir á að þegar verið sé að senda fersk-
an fisk úr landi megi ekkert klikka.
„Við leggjum mikla áherslu á að veita
viðskiptavinum okkar góða þjónustu
og er afhendingaröryggið hluti af
því.“
Niceland er ungt fyrirtæki með
gamla kennitölu, en félagið byggir á
rekstri Viking Fresh sem flutt hefur
út ferskan fisk í marga áratugi. Var
mikil vinna lögð í að þróa Niceland-
vörumerkið og hampa þannig gæð-
um og uppruna vörunnar, og eru t.d.
allar pakkningar merktar með kóða
sem neytendur geta skannað og
fengið upplýsingar um hvernig fisk-
urinn var veiddur með sjálfbærum
hætti og hvernig hann ferðaðist frá
sjómanni til verslunar.
Hefur Niceland m.a. náð ágætri
útbreiðslu á Denver-svæðinu, í Chi-
cago-borg og Minneappolis. Fyrir-
hugað er að fjölga sölustöðum í mið-
ríkjum Bandaríkjanna á næstu
vikum og mánuðum, einkum í Texas
og Flórída. „Við vinnum mikla mark-
aðsvinnu í samvinnu við viðskiptavini
okkar á hverjum stað og nýtum okk-
ur m.a. samfélagsmiðla til að finna
þann hóp viðskiptavina sem við telj-
um að geti haft áhuga á Niceland-
sjávarafurðum, auk þess sem við
vöndum valið á verslanakeðjum og
veitingahúsum þar sem okkar vöru-
merki á vel heima,“ útskýrir Heiða
Kristín.
Henni þykir eftirsjá að flugteng-
ingum WOW til Bandaríkjanna en
þar sem beinna tenginga nýtur ekki
við fari Niceland-fiskurinn með
tengiflugi ýmist í gegnum evrópska
eða bandaríska flugvelli. „Það væri
gaman að sjá önnur flugfélög taka
við keflinu og tengja Ísland t.d. við
Miami-flugvöll allt árið, en hann er
mjög hentugur fyrir dreifingu á
vörum vítt og breitt um Bandaríkin,“
segir hún og bætir við að beinar
tengingar séu alltaf ákjósanlegastar,
bæði svo að varan hafi sem lengstan
endingartíma þegar hún er komin í
hillur verslana og eins til að lág-
marka sótsporið af flutningunum.
„Það eykur líka alltaf flækjustigið ef
fiskurinn þarf að hafa viðkomu á
fleiri stöðum á leið sinni til kúnnans.“
Með meiri áhyggjur af
orðspori en flutningum
Spurð að hvaða marki stækkun leiða-
kerfa flugfélaganna hafi stýrt útrás
fyrirtækja eins og Niceland segir
Heiða Kristín að erfitt sé að segja
hvort hafi komið á undan, hænan eða
eggið. „Við fórum meðal annars inn á
Denver því þar var meira flutnings-
pláss í boði, en mestu skiptir samt að
byggja upp markaði sem vit er í að
sækja inn á – sem í okkar tilfelli
snýst um að einblína á stærstu borg-
irnar og byggðina á vestur- og aust-
urströndinni. Markaðurinn leiðir
ákvarðanirnar, frekar en flutnings-
leiðirnar og eru Bandaríkjamenn öllu
vanir þegar kemur að því að skipu-
leggja vöruflutninga og senda t.d.
ferskan fisk með trukk yfir vega-
lengdir sem okkur gætu þótt allt of
langar við fyrstu sýn.“
Segir Heiða Kristín að hún óttist
ímyndartjón vegna hvalveiða miklu
meira en röskun á flugi. „Það má allt-
af leysa úr óstöðugleika í flutnings-
leiðum, en sama er ekki hægt að
segja um orðspor Íslands og vöru-
merkisins okkar. Þar tel ég yfirvof-
andi áframhald hvalveiða vera óá-
sættanlegan áhættuþátt fyrir
íslenskan sjávarútveg.“
Morgunblaðið/Eggert
Verður vonandi bara skammtímavandamál
Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Banda-
ríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjald-
þroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn
þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs.
Viðskiptavinur skannar kóða á fiski Niceland Seafood til að sjá hvar fiskurinn var veiddur og hvernig hann barst í búðina.
Sindri Már
Atlason
Heiða Kristín
Helgadóttir
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli önnum kafinn
við að raða fiski upp í vél með félögum sínum.
Ferskur fiskur sem seldur er til Bandaríkjanna
verður að fara með flugi.
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum