Morgunblaðið - 16.04.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Haraldur Jónsson, oftast
kenndur við Úthafsskip
í Hafnarfirði, segir
frá tilraunaveiðum
sem hafnar eru fyrir
yfirvöld í Óman.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
4
16.04.2019
16 | 04 | 2019
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Skúli Halldórsson
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H́afþór Hreiðarsson
korri@internet.is
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Auglýsingar
Valur Smári Heimisson
valursmari@mbl.is
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Prentun
Landsprent ehf.
„Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög sterka sögu að segja, við
þurfum bara að segja hana með enn sterkari hætti,“ segir Pétur Þ.
Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem rætt er við á síðu
12 í blaðinu. Ljóst er að sögn Péturs að neytendur virðast líklegir
til að taka íslenska vöru fram yfir vöru frá öðrum löndum. Hins
vegar standa Íslendingar frammi fyrir ýmsum áskorunum sem aðr-
ar þjóðir þurfa ekki að eiga við í sama mæli, til að mynda hvað
varðar flutning sjávarafurða frá landinu og á markaði. Brotthvarf
lággjaldaflugfélagsins WOW air varpaði ekki síst ljósi á þetta.
Fjallað er um þessar áskoranir á síðu 8 í blaðinu en einnig á síðu
14, þar sem rætt er við Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóra
DB Schenker á Íslandi.
Segir hann að þegar skoðaður er flutningstími og verð þá séu
Íslendingar undir í samkeppninni miðað við nágrannalöndin. Þetta
og margt fleira í þessu nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Sérstakar áskoranir fyrir íslenskan sjávarútveg
Gjaldþroti flugfélagsins WOW air
fylgja áskoranir fyrir fiskútflytj-
endur. Heiða Kristín Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Niceland Sea-
food, ræðir um þær við 200 mílur
auk Sindra Más Atlasonar, sölu-
stjóra hjá HB Granda.
8
Einar K. Guðfinnsson, sem starfar
að fiskeldismálum hjá SFS, ræðir
um tækifærin sem fram undan eru
í fiskeldi á Íslandi. Kolefnisfótspor
eldisins geti grynnkað enn meira.
16
Gunnar Davíðsson, sjávarútvegs-
fræðingur sem stýrir atvinnuþró-
unardeild Troms-fylkis í Noregi,
segir að skilvirkara ferli þurfi fyrir
fiskeldi í íslenskri stjórnsýslu.
26
Friðrik Mar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar,
segir að ástæða sé til að telja að
loðnustofninn snúi aftur. Hrygn-
ingin núna virðist hafa verið ágæt.
10