Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 8
KÍNA Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping for- seta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplo- mat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herfor- ingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kín- verska hersins, komi til raunveru- legs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kín- verska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamær- um ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skamm- ist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplo- mat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfir- ráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Banda- ríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Banda- ríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjós- anlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Banda- ríkjamanna. Ekkert jafngott tæki- færi býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnar- málagreinandi hjá bandarísku hugveitunni R AND, um málið. thorgnyr@frettabladid.is Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Nauðsynlegt er að fylgjast náið með samskiptum Kína og Víetnam í náinni framtíð. Kínverski herinn talinn hafa augastað á stríði við grannríkið til þess að öðlast reynslu sem hann telur sig þurfa á að halda. INDLAND Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP- f lokkurinn ynnu stórsigur í nýaf- stöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun For- eign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosn- ingabandalag f lokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenju- lega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að for- sætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innf lytj- endum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigur- ræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist f lokkurinn á hindúa- þjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Banda- ríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkom- andi ógn á borð við ólöglega inn- f lytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosning- arnar á Indlandi og skoðanakann- anir í Bandaríkjunum. – þea Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju ÞÝSKALAND Andrea Nahles, leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins, til- kynnti um afsögn sína í gær. Mun afsögnin formlega taka gildi í dag og á morgun mun hún formlega láta af störfum sem þingflokksformaður. Jafnaðarmenn sem sitja í ríkis- stjórn Angelu Merkel fengu aðeins 15,8 prósent atkvæða í kosning- unum til Evrópuþingsins á dögun- um. Er það versta útreið flokksins í kosningum í 156 ára sögu hans. Andrea Nahles sagðist í yfir- lýsingu ekki lengur njóta nauð- synlegs trausts til að vera í forystu fyrir f lokkinn. Nahles hefur verið gagnrýnd af vinstri armi Jafnaðar- manna fyrir stjórnarsamstarfið með Merkel. Óvíst er hvaða áhrif ákvörðun hennar mun hafa á þátttöku Jafn- aðarmanna í ríkisstjórninni. Stjórn- málaskýrendur í Þýskalandi segja að það velti mikið á því hver eftir- maður Andreu verði hvort f lokkur- inn haldi samstarfinu áfram. Kjósi Jafnaðarmenn að slíta sam- starfinu myndi það líklega þýða að boðað yrði til kosninga. -sar Leiðtogi þýskra Jafnaðarmanna segir af sér Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. NORDICPHOTOS/AFP Andrea Nahles. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. NORDICPHOTOS/AFP Kínverskar herþotur við æfingar. Kínverjar hafa á undanförnum árum byggt upp herafla sinn. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Boeing 737 MAX vél- arnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í fram- leiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúp- un New York Times (NYT) fengu reynsluf lugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flug- vélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjar- lægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsyn- legri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var f lugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í f lugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska f lugvéla- framleiðandans Boeing og Flug- málaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var rétt- indum úthlutað  og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinn- ar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing f lýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boð- skipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið. – ilk Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla ÍTALÍA Skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á bryggju og ferju sem var við hana í Feneyjahöfn klukkan hálf níu í gærmorgun. Á þriðja þús- und manns voru um borð í skipinu og slösuðust f jórir farþegar en sluppu með minni háttar áverka samkvæmt fréttastofu Reuters. Skipstjórinn missti stjórn á skip- inu vegna vélarbilunar og reyndi hann að kalla eftir aðstoð með því að fá dráttarbáta til að hægja á skip- inu. Það tókst ekki og skall skipið á bryggjunni og ferjunni. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmti- ferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca skipaskurðinum,“ sagði Sergio Costa, umhverfisráð- herra Ítalíu, á Twitter í gær. Skemmtiferðaskipið sigldi eftir Giudecca skipaskurðinum, sem er vinsæl skipaleið sem liggur að hinu fræga Markúsartorgi í Feneyjum. Markúsartorg er einn vinsælasti ferðamannastaður heimsins og er hætta á að slys færist í aukana vegna umferðaröngþveitis í skipa- skurðum Feneyja. – ilk Operu hlekktist á í Feneyjahöfn  Frá slysstað. NORDICPHOTOS/GETTY 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 5 -1 A 9 4 2 3 2 5 -1 9 5 8 2 3 2 5 -1 8 1 C 2 3 2 5 -1 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.