Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 2
Veður Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is 8-15 m/s. Rigning eða slydda með NA, en snjókoma til fjalla. Skýjað NV, en þurrt og bjart sunnan jökla. Hiti 4 til 14 stig, mildast SV. SJÁ SÍÐU 20  Flúrað í Gamla bíói Hin árlega Icelandic Tattoo Convention fór fram í fjórtánda sinn um helgina í Gamla bíói í Ingólfsstræti. Þrjátíu húðf lúrmeistarar með áratuga­ reynslu í bransanum voru á svæðinu og f lúruðu gesti og gangandi í öllum regnbogans litum. Hér má sjá nokkrar grjótharðar konur og karla láta suma af hinum færu f lúrurum skreyta líkama sína fyrir allra augum á ráðstefnunni. Engin þeirra létu á nokkru bera. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI MANNLÍF „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og von- uðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti. net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeild- arinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistara- deildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðnings- menn bæði Liverpool og Totten- ham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðn- ingsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellin- um. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistara- f lokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. birnadrofn@frettabladid.is Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Miðar á leik Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni seldust á ævintýra- legar upphæðir í Madríd. Magnús Már Einarsson fór til Spánar ásamt móður sinni án þess að eiga miða á leikinn. Horfðu á leikinn í frábærri stemningu. MENNING „Fjármál Sviðslistasam- bands Íslands eru hvorki til rann- sóknar hjá embætti ríkisskattstjóra né skattrannsóknarstjóra ríkisins og hafa aldrei verið,“ segir í yfir- lýsingu sem stjórn sambandsins sendi frá sér í gær. Segir að stjórnin hafi fengið þetta staðfest skriflega frá skattayfirvöldum. Tilefni yfir- lýsingarinnar eru ummæli Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra í fjölmiðlum um slíka rannsókn. Fréttablaðið fjallaði í síðasta mánuði um samskiptavanda þjóð- leikhússtjóra og leikara við leik- húsið. Félag íslenskra leikara hefur meðal annars farið fram á við menntamálaráðuneytið að fagfólk í mannauðsmálum verið fengið til að ráða fram úr þeim vanda. Emb- ætti þjóðleikhússtjóra var í síðasta mánuði auglýst til fimm ára. Ari Matthíasson hefur gegnt stöðunni frá árinu 2015. - sar Listamenn svara Ara Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. MYND/MAGNÚS MÁR EINARSSON Leikmenn Liverpool fagna sigrinum á Tottenham í Madríd á laugardaginn. Liverpool sigraði Meistaradeildina síðast árið 2005 NORDICPHOTOS/GETTY VEÐUR „Í fyrra var óvenju lítil sól í júní en nú byrjar sumarið mjög sólríkt hérna á Suður- og Vestur- landi,“ segir Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það er svolítið lottó hvað það er mikil sól í maí og júní. Í fyrra var hún ekki mikil en nú lítur þetta betur út.“ Ekki eru allir jafn heppnir með veður og íbúar á höfuðborgarsvæð- inu og segir Haraldur að búast megi við rigningu og slyddu á Austur- landi í byrjun vikunnar, jafnvel snjókomu til fjalla. Þegar líða tekur á vikuna fari þó að birta til fyrir austan. „Þetta er bara rigning og slydda svo hlýnar aðeins eftir miðja vikuna og þá er sumarið vonandi að koma fyrir austan.“ Haraldur segir að borgarbúar geti búist við betra veðri í sumar en þeir fengu í fyrra og ástæðuna segir hann einfalda. „Ég vænti þess að þetta sumar verði skárra en í fyrra því ég held að það geti ekki orðið verra, svo einfalt er það.“ -bdj Borgin sigrar sólarlottóið Búast má við áframhaldandi sól í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nú byrjar sumarið mjög sólríkt hérna á Suður- og Vesturlandi Haraldur Eiríksson veðurfræðingur 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -F 8 0 4 2 3 2 4 -F 6 C 8 2 3 2 4 -F 5 8 C 2 3 2 4 -F 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.