Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.10.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 08.10.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Ungir jafnaðarmenn kusu sér nýja stjórn Ingvar Þór Björnsson var kjör­ inn formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnar firði á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Agnes Rún Gylfadóttir var kjörin vara for­ maður, Elín Lára Baldursdóttir er nýr ritari og Jón Grétar Þórs­ son er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Óskar Steinn Ómarsson, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Adda Guð­ rún Gylfadóttir og Vilborg Harð­ ar dóttir. Vill opna ytri landamæri Evrópusambandsins Aðalfundurinn samþykkti álykt un þar sem segir m.a.: „Straum ur flóttafólks yfir Mið­ jarðarhafið sýnir að brýn þörf er á breytingum í landamæralöggjöf Evrópu sambandsins. Bersinn vill að Ísland beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að opnað verði fyrir löglega og örugga leið inn í Evrópu svo flóttafólk þurfi ekki að leggja sig í bráða lífshættu á leið sinni í öruggt skjól.“ Vill aftengja Dyflinarreglugerðina Bersinn skorar á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að aftengja Dyflinarreglugerðina strax. „Ófor svaranlegt er að senda hæl­ is leitendur sem hingað koma frá stríðshrjáðum löndum til baka til landa þar sem hælisleitendur búa við ómannúðlegar aðstæður.“ Fordæmir hatursorðræðu Bersinn fordæmir haturs orð­ ræðu sem hefur átt sér stað í fjöl miðlum og á netmiðlum und­ an farið og beinist einkum að flótta fólki og hælisleitendum. „Slík orðræða getur aukið hættuna á því að fólk sem hingað kemur einangrist félagslega og upplifi sig ekki velkomið. Bers­ inn hefur áhyggjur af uppgangi öfga­þjóðernisstefnu hér á landi og þeirri lýðræðisógn sem af henni stendur.“ Ný sjórn Bersans. Frá vinstri: Jón Grétar Þórsson, Vilborg Harðar­ dóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Agnes Rún Gylfa dóttir, Ingvar Þór Björnsson, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Óskar Steinn Ómarsson og Adda Guðrún Gylfadóttir. Á myndina vantar Elínu Láru Baldursdóttir. Verður haldinn á Sörlastöðum Fimmtudaginn 30. október kl. 20:00 Dagskrá aðalfundar ➤ Kosning fundarstjóra og fundarritara ➤ Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári ➤ Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins ➤ Umræður og atkvæðagreiðslur ➤ Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári ➤ Kosning formanns ➤ Kosning sex manna í stjórn ➤ Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara ➤ Kosið í nefndir og skal kjósa formenn sérstaklega ➤ Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs ➤ Önnur mál sem félagið varðar Veittar verða viðurkenningar og nefndabikarinn eftirsótti afhentur nýrri nefnd, sem skarað hefur framúr á liðnu starfsári. Veitingar í fundarhléi Stjórnin hvetur Sörlafélaga til að mæta vel og stundvíslega og taka þátt í umræðum. Nánari uppl‡singar ver›a birtar á vefnum www.sorli.is. Stjórnin 70 . AÐALFUNDUR Hestamannafélagsins sörla AÐALFUNDUR He aman afélagsin sörla verður haldinn að Sörlastöðum fimmtudaginn 22. október kl. 20:00 Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fjöldi félagsmanna kunngerður og upplýsingar gefnar um fjölgun þeirra eða fækkun. 3. Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. 4. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins. 5. Umræður um liði 3 og 4 og atkvæðagreiðsla um reikningana. 6. Formenn nefnda leggi fram og skýri skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári. 7. Kosning formanns. 8. Kosning sex manna í stjórn. 9. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 10. Kosning í nefndir, deildir og ráð og skal kjósa formenn sérstaklega. Í lávarðadeild er ekki kosið, sbr. 18. gr. 11. Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs. 12. Lagabreytingar. 13. Önnur mál sem félagið varðar. Vonumst til að sjá sem flesta, Stjórnin LANDSFUNDUR 2015 VG í Hafnarfirði boðar til félagsfundar í kvöld kl. 20:00. Dagskrá fundar: - Framboð og kosning landsfundarfulltrúa á landsfund VG (Selfossi 23. - 25. okt.). - Dagskrá landsfundar kynnt. Fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 | Strandgata 11 ATVINNA Óskum eftir starfsmanni í efnalaug. Fullt starf. Upplýsingar gefur Sigríður í síma 565 3895 Vel gert Nýlega var göngustígur við Reykdalsstífluna malbikaður á ný enda ekki vanþörf á. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar voru í óða önn við að snyrta meðfram stígnum þegar ljós­ myndari Fjarðarpóstsins átti þar leið um. Var þar ekki kastað til hendinni og bæjarbúar eiga eftir að njóta þess að fara þarna um fallegt svæðið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Tryggur hundur Baumruk fjölskyldunnar Max er 15 ára í dag Kannski er hundurinn Max elsti hundurinn í Hafnarfirði en hann er 15 ára í dag. Hann er af tegundinni Silky Terrier og er við mjög góða heilsu að sögn Petru Baumruk en hundurinn hefur verið í eigu Baumruk fjölskyldunnar alla tíð. Hundurinn er orðinn vel þekktur meðal nágrannanna á Smyrlahrauninu og það er ekki óalgeng sjón að sjá Petr Baumruk, gömlu handbolta­ kempuna úr Haukum, með hundinn á gangi um hverfið. Baum ruk fjölskyldan, sem kem ur frá Tékklandi, hefur búið hér í Hafnarfirði í 25 ár, Petr kom til að leika handbolt með Haukum ásamt konu sinni Jaroslövu og tveimur ungum börn um, Petru og Katerinu en handboltakappinn Adam Hauk­ ur er fæddur hér á landi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.