Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.10.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.10.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2015 Útivist er yndislegur hlutur. Ég vandist því í skátunum að horfa á veður með stráksaugum – því verra því meira spennandi. Þá var oft sagt að það væri ekkert sem héti vont veður, aðeins lélegur klæðnaður. Þetta er í fullu gildi enn og mér verður hugsað um þetta nú þegar haustlægðirnar eru byrjaðar að kræla á sér og og rigningin steypist yfir okkur. Sólin gleður okkur með litríkum heilum regnboga trekk í trekk. Haustið er líka spennandi útivistartími þar sem nýta má það sem finnst allt í kringum okkur, krækiber og bláber og jafnvel villt jarðarber svo ekki sé minnst á alla sveppina. Þeim fjölgar með hverju árinu sem stunda einhverja útivist og síðustu ár hefur þeim fjölgað gríðarlega sem hlaupa og hjóla allan ársins hring. Því miður hefur allt of lítil áhersla verið lögð á lagningu göngu­ og hjólreiðastíga og það vantar enn stíga sem leiða úr bænum upp að Hvaleyrarvatni og upp í Kaldársel. Hestamenn hafa notið þess að sérstakir sjóðir Vegagerðarinnar hafa verið eyrnamerktir reiðvegum en minna er um slíka styrki til göngu­ og útivistarstíga. Þó hefur Hafnarfjarðarbær notið styrkja Vegagerðarinnar við gerð stígs meðfram Bæjarhrauni og nú meðfram Reykjavíkurveginum. Þetta eru stígar sem ætlað er til að auðvelda fólki til að fara úr og í vinnu á reiðhjóli. Framtíðarsýn vantar á legu göngu­ og hjólreiðastíga í bæjarlandinu og það er til lítils að hvetja fólk til útivistar og heilsueflingar ef þeim er ætlað að þvælast innan um bifreiðar í svörtu skammdeginu. Það er voðalega sætt að bæjarfélagið taki þátt í að verða heilsueflandi sveitarfélag en lítið gagn af því ef það eru aðeins orðin tóm. Ég var að koma frá Bregenz í Austurríki þar sem ég var að hlaupa með stórum hópi Hafnfirðinga. Þetta er bær, jafnfjölmennur Hafnarfirði. Þar er flott stígakerfi og það vakti eftirtekt okkar hversu umferðarmenn­ ingin var góð. Hjólreiðamenn sýndu gangandi umferð mikla tillitssemi og ökumenn sýndu gangandi og hjólandi mikla tillitssemi. Hvergi sáust „vespur“ án númera og aldrei á gangstéttum eða hjólastígum. Við eigum langt í land að temja okkur góða umferðar­ menningu og Hafnarfjarðarbær á langt í land með að geta státað sig af góðu stígakerfi fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi umferð. Tökum fyrstu skrefin! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 11. október Guðsþjónustua og sunnudagaskóli kl. 11 Starf eldri borgara miðvikudaginn 14. október kl. 13.30 Björgvin Guðmundsson, fv. borgarfulltrúi og áhugamaður um málefni aldrara kemur í heimsókn. www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 4. október Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir. Píanóleikari er Anna Magnúsdóttir. Leiðtogar úr sunnudagaskóla eru Heba, Ísak og Una. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. MÁNUDAGUR: Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 Léttur morgunverður á eftir. FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar kl. 10-12 í Vonarhöfn. www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 11. október Fjölskylduhátíð kl. 11 Fjölbreytt dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú! María og Bryndís leiða stundina. Verið með í sunnudagaskólanum! Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. 6-9 ára starf á miðvikudögum kl. 13.30 10-12 á miðvikudögum kl. 14.30 Kyrrðarstundir alla miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 11. október Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 14 – ATH. breyttan tíma. Hin árlega kaffisala Kvenfélagsins hefst að lokinni guðsþjónustu. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook MIÐVIKUDAGAR: Foreldramorgnar kl. 10-12 Krílakór yngri kl. 16.30 (2-3ja ára í fylgd með fullorðnum) Krílakór eldri kl. 17-17.40 (4ra-5 ára) Kaffisala Fríkirkjukvenna Á sunnudaginn verður kaffisala Kvenfélags Frí­ kirkjunnar að lokinni messu sem hefst kl. 14. Það er klukkustund síðar en venja er. Kvenfélag kirkjunnar er öflugt og félagskonur hafa sýnt í gegn um tíðina hversu þær eru megnugar. Kaffisalan er mikilvæg fjáröflun í starfi kvenfélagsins hlaðborðið þeirra rómað. Kvenfélagið hefur styrkt við bakið á safnaðarstarfi Fríkirkjunnar með margvíslegum hætti, ekki síst barnastarfið og fyrir svo ekki löngu síðan kostaði kven­ félagið að fullu endurnýjun á áklæðum á kirkju­ bekkjunum. Allir eru velkomnir, bæði í messuna og kaffið á eftir í safnaðarheimilinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.