Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Við erum áhrifagjörn. Það er ekki sjaldan sem æði grípur þjóðina og allir gera eins. Hvort sem það er röndóttur vasi sem allir þurfa að eignast eða að hýsa flóttamenn. Alltaf þurfum við að trompa aðra og gera betur en hinir. En fljótlega gleymum við æðinu enda nýtt tekið við. Tryggðin er lítil og okkur hættir til að reka með straumi eins og allir hinir. Auðvitað er þetta öfgafull lýsing á okkur mannfólkinu. Miðað við allan áhugann á flóttafólki og fjölmenningu kom mér á óvart hversu fáir bæjarbúar mættu á íbúafund um fjölmenningu. Fundarhaldarar voru sáttir og sögðust ekki hafa búist við fleirum. Vilji er allt sem þarf, segir einhversstaðar en það gerist lítið ef enginn er verknaðurinn. Það er til lítils að tala fjálglega um að taka á móti flóttamönnum þegar við sýnum engan áhuga á þeim sem hér þegar búa. 9% bæjarbúa eru af erlendum uppruna en það sést ekki í menningarlífi okkar. Engin fjölmenn- ingarhátíð hefur verið haldin hér í bæ ef frá er talin aðkeypt fjölmenningarhátíð sem haldin var í Íþrótta- húsinu við Víkingastræti. Þar voru það ekki Hafnfirð- ingarnir sem kynntu sína menningu heldur félög, fyrirtæki og sendiráð í Reykjavík. Þrátt fyrir hvatningu þar um hefur enginn vilji verið til að tileinka t.d. Bjarta daga fjölmenningu. Nú virðast innflytjendurnir sjálfir vera að taka málið í sínar hendur og eru farnir að huga að fjölmenningar- hátíð. Auðvitað er best þegar grasrótin starfar en hvar er hvatning t.d. menningarmálanefndar? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Fimmtudagur 22. október Lofgjörðarkvöld kl. 20 Kór Ástjarnarkirkju syngur. Sunnudagur 25. október Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.30 - 15.30 www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 25. október Messa og sunnudagskóli kl. 11 Sr. Jón Helgi, Guðmundur organisti og félagar úr Barbörukórnum annast stundina. Söngur, sögur og fleira í sunnudagskólanum MÁNUDAGUR: Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 ÞRIÐJUDAGUR 27. OKT.: Orgeltónleikar kl. 12.15 Aðgangur ókeypis MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar kl. 10-12 www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 25. október Tónlistarmessa kl. 11 Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú! María og Bryndís leiða stundina. Verið með í sunnudagaskólanum! Veitingar eftir messur í safnaðarsalnum þar sem fram fer myndlistarsýning Eddu Svavarsdóttur. Listaverkauppboð kl. 13 Boðnar verða upp klippimyndir Maríu Eiríksdóttur. Allur ágóði rennur til neyðaraðstoðar við flóttafólk. Styrktartónleikar kl. 20 Frábært tónlistarfólk flytur tónlist til styrktar flóttafólki. Sjá nánar á vidistadakirkja.is. Miðvikudagur 28. október Neyðaraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við flóttafólk Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri HK flytur fyrirlestur um flóttamannavandann. Fimmtudagur 29. október Trúarleg frjáls félagasamtök (FBOS) í þróunarstarfi Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur flytur fyrirlestur um mikilvægi trúarlegra samtaka í þróunarhjálp. Styðjum flóttafólk! www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 25. október Sunnudagaskóli kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook www.facebook.com/fjardarposturinn Myndir úr bæjarlífinu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.