Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hamarinn er nafn á nýju nemendarrými fyrir unglinga sem vígt var í Öldutúnsskóla sl. föstudag. Það var Gígja Sigfúsdóttir formaður stjórnar Nemendafélags Öldutúnsskóla sem klippti á borða og opnaði nýja rýmið sem er allt hið glæsilegasta. Áður hafði þarna verið tölvustofa en með tilkomu fartölva og spjaldtölva var ekki lengur þörf á því. Nemendur sáu sjálfir um að hanna rýmið, mála og skreyta með aðstoð kennara sinna en úr varð hið hlýlegasta rými sem nemendur geta nýtt í frímínútum og sem félagsmiðstöð en einnig undir hópvinnu í kennslu- stundum. Greinilega var mikil gleði með nýja rýmið en skólastjóri hafði í nokkuð löngu máli sagt frá tilurð rýmisins og lagt nemendum reglurnar um notkun þess. Um 30 börn úr 6. bekk í Lækjarskóla tóku sig til og söfnuðu 128 þúsund krónum fyrir Unicef - börn á flótta. Þau gengu glöð hús úr húsi í götur skólahverfisins í tvo og hálfan tíma, merkt Unicef svitaböndum og heimatilbúnum baukum og boxum og afraksturinn varð 128.162 kr. Bæjarbúar í Lækjar- skólahverfi tóku almennt vel á móti börnunum og tæmdu buddur og klinkbox í bauka barnanna. Fyrr um daginn höfðu öll börn í 6. bekk fengið fræðslu frá UNICEF um hvernig samtökin vinna að því að aðstoða börn á flótta í Sýrlandi og um stríðs- ástandið þar og flóttann þaðan. Foreldrafélag 6. bekkja undirbjó og skipulagði viðburðinn með fulltrúum Unicef. Börnin lærðu því heilmikið um ástand heims- ins í dag og hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum í gegnum samtök eins og Unicef. Á myndinni má sjá Erlu Sigurlaugu Sigurðardóttur, Veru Víglundsdóttur með Bryndísi litlu systur Ragnheiðar, Ragnheiði Eddu Hlynsdóttur og Emmu Margréti Timmermans. Söfnuðu 128 þúsund kr. fyrir börn á flótta Nýtt glæsilegt nemendarrými fyrir unglinga í Öldutúnsskóla Nemendur hönnuðu, máluðu og skreyttu sjálf Gígja Sigfúsdóttir vígði nýja nemendarýmið Hamarinn. Þó rýmið sé stórt er það of lítið fyrir alla unglingadeildina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n „Vetrardagar í Víðistaðakirkju“ verða að þessu sinni að mestu tileinkaðir þróunar- og neyð- araðstoð með áherslu á flóttafólk. Á sunnudaginn kl. 20 stendur Víðistaða kirkja fyrir styrktar- tónleikum til stuðnings flótta- fólki. Allur ágóði tónleik anna rennur til Hjálpar starfs kirkj- unnar og fer í neyð araðstoð við flóttafólk frá Sýr landi. Margt frábært tónlistarfólk kemur fram á tónleikunum og gefur vinnuframlag sitt til stuðn- ings góðu málefni: Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnars- dóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Ey - steins son, Hafsteinn Val garðs- son, Alda Dís, Tindatríó, Arn- hildur Valgarðsdóttir, Kór Víði- staðasóknar og Helga Þórdís Guð mundsdóttir. Miðar eru seldir á midi.is og kosta 2.900 kr. Fyrr þennan sama dag eða kl. 13:00 hefst uppboð á klippi- myndum eftir Maríu Eiríksdóttur sem hún mun jafnframt kynna á staðnum. Ágóði sölunnar mun einnig renna til neyðaraðstoðar við flóttafólk. Þá má nefna 3 fyrirlestra á „Vetrardögum“ sem tengjast mál efninu með einhverjum hætti; Bjarni Gíslason fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar mun miðvikudaginn 28. okt. fjalla um neyðaraðstoð HK við flóttafólk frá Sýrlandi, sr. Bragi J. Ingibergsson segir frá trúarlegum frjálsum félaga- samtökum í þróunarstarfi fimmtu daginn 29. okt. og sr. Kjartan Jónson miðlar reynslu sinni af starfi í Afríku miðviku- daginn 4. nóvember. Styrktartónleikar til styrktar flóttafólki Úrvalslið tónlistarmanna í Víðistaðakirkju GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaaraleikhusid.is Bakaraofninn Sunnudagur 25. október kl. 13.00 UPPSELT Sunnudagur 1. nóvember kl. 13.00 UPPSELT Sunnudagur 8. nóvember kl. 13.00 Aukasýning Sunnudagur 15. nóvember kl. 13.00 UPPSELT Sunnudagur 22. nóvember kl. 13.00 Lokasýning Frábær ölskylduskemmtun með Gunna og Felix Konubörn Föstudagur 23. október kl. 20.00 Föstudagur 30. október kl. 20.00 Lokasýning Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur Leikvöllur fyrir fullorðna Það má segja að nýi völlurinn við Suðurbæjarlaug með æf inga- tækjunum sé leikvöllur fyrir fullorðna. Skemmtu stjórn - málamenn og bæjar starfsmenn sér vel þegar völlurinn var opnaður, ekki síst við að lyfta eigin rassi. Félagar í hlaupahópi FH voru þó ólíkt sportlegri í klæðaburði en þeir höfðu breytt upphafsstað hlaupaæfingar til að vera við opnun á þessum nýja velli sem opinn er almenningi. Bæjarstjóri lyftir eigin þunga Hægri og vinstri... Guðlaug Haraldur Helga Stefánsdóttir og Guðjón garðyrkjustjóri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Fjarðarpóstsins

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.