Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 22.10.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 MD bókhald ehf Alhliða bókhaldsþjónusta Bókhald - Laun - Virðisaukaskattur Uppgjör - Stofnun fyrirtækja - Ráðgjöf Sími 616 9480 Ágætlega var mætt á íbúafund um fjölmenningu sem haldinn var í Lækjarskóla sl. fimmtudag. Þangað komu Hafnfirðingar af ýmsum þjóðernum og ræddu um það að vera útlendingur í Hafnarfirði, kosti þess og galla. Unnið var í hópum og fjallað um málefni sem þátttakendur sjálfir ákváðu. Um 9% bæjarbúa eru af er lend um uppruna og hefur þeim fjölgað gífurlega frá alda- mótum. Greinilegt var að þátt- takendur vildu vera virkir þátt- takendur í bæjarlífinu og var mikil áhersla lögð á að vera sýnilegir. Fjölmenningardagur, sem innflytjendur sjálfir skipu- leggja var ofarlega í umræðunni svo og frí íslenskukennsla. Greini legt er að góð íslensku- kennsla er mikilvæg til að hjálpa innflytjendum til að að lagast íslensku þjóðfélagi á sama tíma og innflytjendurnir vilja viðhalda sínum þjóðlegu siðum, líkt og við Íslendingar gerum þegar við flytjum til útlanda. Unnið verður úr niðurstöðum og þau notuð við áframhaldandi vinnu með fjölmenningu í Hafnarfirði. Nýtt fjölmenningarráð Á fundinum upplýsti Guðlaug Kristinsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, að til stæði að stofna fjölmenningarráð sem starfi líkt og öldungaráð og ungmennaráð, sem ráðgefandi fyrir nefndir, ráð og bæjarstjórn. Vilja fjölmenningardag og fría íslenskukennslu Jákvæðni ríkti á íbúafundi um fjölmenningu Garðyrkjustjóri leitar eftir grenitrjám í görðum sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki þar en geta nýst sem gleðigjafi yfir aðventuhátíðina. Skilyrðin eru að tréð hafi náð a.m.k. fimm metra hæð og að vaxtarlagið sé gott. Áhugasamir hafi samband í síma 585 5670 eða gudjon.s@hafnarfjordur.is fyrir 30. október n.k. Trén verða felld af starfsmönnum Þjónustu­ miðstöðvar og sett upp á fyrirfram ákveðna staði í nóvember. Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar TIL GARÐAEIGANDA Í HAFNARFIRÐI Áhersla var lögð á að fjölbreytileikinn væri sýnilegur. Boðið var upp á súpu í upphafi fundar. Þátttakendur ræddu saman í hópum sem þeir völdu sér. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Það var bleikt þema á föstu- dagsballinu á Hrafnistu í síðustu viku og mikil stemmning. Hljómsveitin var óvenju stór og skartaði blásturshljóðfærum til viðbótar við harmónikkurnar og hin hljóðfærin. Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, heimsótti Hrafn- istu þennan dag þar sem hann skoðaði heimilið með stjórn- endum. Honum var að sjálfsögðu boðið upp í dans og fannst það greinilega ekki leiðinlegt. Heimilisfólk og gestir skemmtu sér vel i dansi og létu hjóla stóla og göngugrindur ekki trufla sig í alsherjar dansveislu á gólfinu. Reglulega eru dansleikir á Hrafnistu, ákaflega vinsælir meða heimafólks og þeirra sem koma í dagdvöl og gesta. Örn Gissurarson blés í saxó­ fón inn af mikilli innlimun. Til hægri má sjá hluta af hinni stóru hljómsveit sem spilaði. Ingibjörg Pálsdóttir hafði sagt ljósmyndara Fjarðarpóstsins daginn áður að hún ætlaði að bjóða Kristjáni Júlíussyni heilbrgiðisráðherra upp og það gerði hún. Ráðherradans á ganginum Hafði dansað við forsetann og ráðherra fékk heiður af dansi nú Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.