Bæjarblaðið - 09.05.1953, Blaðsíða 4
Auglýsið í
BÆJARBLAÐINIJ
Akurnesingar! Kaupið
BÆJARBLAÐH)
BÆJAR6LAÐIÐ
Akranesi, laugardaginn 9. maí 1953-
TILKYNNING
um lóðargjöld fardagaárið 1953—1954
Bæjarstjórn hefir samþykkt að nota heimild í lög-
um nr. 29/1952 til þess að innheimta með álagi afgjöld
af erfðafestulóðum og löndum Akraneskaupstaðar.
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar verða afgjöld sem
hér segir:
Af byggingarlóðum þar sem grunnleigan er kr.
0,10 með 200% álagi.
Af öðrum lóðum með 400% álagi.
Af ræktunarlöndum í Garðalandi með 300% álagi.
Akranesi 7. maí 1953
Bœjarstjórinn á Akranesi.
Sveinn Finnsson.
KjövsUv*
til alþingiskosninga á Akranesi
er gildir frá 15. júní 1953 til 14. júní 1954, liggur frammi
almenningi til sýnis í skrifstofu bæjarins að Kirkju-
braut 8, frá 28. apríl til 25. maí að báðum dögum með-
töldum, alla virka daga kl. 10 til 12 f. h. og 1 til 4 e. h.
Kærur yfir kjörskránni skulu vera komnar til
bæjarstjóra eigi síðar en 6. júní n. k.
Bœjarstjórinn á Akranesi 25. apríl 1953
Sveinn Finnsson.
Fyrirliggjandi:
■
Hurðarskrár, hurðarhúnar, hurðarhengsli.
Krómaðar höldur á eldhússkápa.
Glerslípun Akraness
KARLAKÓRINN SVANIR
Söngstjóri:
GEIRLAUGUR ÁRNASON
$AM$ONQUR
t Bióhöllinni 10. maí 1953 kl. U,30 e. h.
Aðgönguimðasala í Bíóhöllinni sunnud. kl. n—12 og við innganginn
------- —.—.—=—--— ------------—----o——■
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Frá miðvikudegi 6. þ. m. fá öli vörugeymsluhús vor sama síma-
númer og skrifstofur félagsins hafa nýlega fengið, og fæst sam-
band við þau frá skiptiborði kl. 9—17.
SímanúmeriS er 82460 (15 línur)
Eftir kl. 17 verður beint samband við vörugeymsluhúsin þannig:
82465 Gamla pakkhúsiÖ,
82466 Vörugeymslan í Hafnarhúsinu, ....
82467 Vörugeymslan á austurhakkanum, (suöurhluti)
82468 Vörugeymslan á austurbakkanum, (norÖurhluti)
82469 Vörugeymslan í Haga,
82470 ViÖgerÖarverkslœöiÖ viÖ Tryggvagötu.
Frá hverju þessara símanúmera er einnig hægt að gefa sam-
band eftir kl. 17 við hvaða símaáhald sem er i vörugeymsluhúsum
og skrifstofu félagsins, þó eigi sé beint samband við þau áihöld.
Viðskiptamenn vorir eru vinsamlega beðnir að geyma þessa
auglýsingu.
H.F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
— HEIMSÓKN I NIÐURSUÐUVERKSMIÐJU
Framhald af 1. síðu.
þennan marvíslega hátt seljum
við hana bæði innanlands og
erlendis.
— Hvað framleiÖiö þiÖ úr
sjávarafurÖum?
—. Jú, við erum byrjaðir að
hirða fiskgallið, sem áður þótti
til einskis nýtt. Nú safna litlir
drengir því saman og kaupum
við það af þeim, fá þeir fyrir
þetta drjúgan skilding.
— Hvernig farið þiÖ svo meÖ
galliö og til hvers er þaÖ notaÖ?
— Vatnið er „eimað“ úr því
þangað til eftir eru aðeins þur
efnin. Þá er það sett í stáltunn-
ur og síðan selt til Ameríku,
þar sem það er notað sem eitt
hið þýðingarmesta efni í gigt-
arlyf. — Við höfum líka að
undanförnu soðið allmikið nið-
ur af hrognum, en þau seldust
aðeins til Englands. Nú um
tima hefir ekki fengizt inn-
flutningsleyfi fyrir þeim þar,
svo að í vetur höfum við ekki
soðið þau niður. — Þá er það
hvalurinn, sem við matreiðum
hér líka, þ. e. a. s. rengið og
sþorðinn, og súrsum það i sýru
frá Mjólkurstöðinni hér. Það
er líka mikið eftirsótt vara.
— Já, þaö kannast ég nú vel
viÖ, því ég er einn af föstum
neytendum hvalsins. — En
hvaÖ er þá af landbúnáÖarvör-
um, sem þiÖ matbúiÖ hér?
— Við sjóðum niður rauð-
rófur, gulrófur, grænar baunir
og hvítkál, og var verksmiðja
okkar sú fyrsta hér á landi, er
byrjaði niðursuðu á hvítkáli.
— Veiztu hversu mikil sala
varÖ á framleiÖsluvörum verk-
smiÖjunnar s. I. ár?
— Já, verksmiðjan seldi inn-
anlands fyrir 461 þús. króna,
og auk þess erlendis fyrir 165
þús., eða samtals fyrir 626 þús.
Ingimundur Steinsson hefir
verið verksmiðjustjóri síðan
1945. Húsakynni verksmiðj-
unnar eru góð. Stór og rúm-
góður vinnusalur, enda sá
stærsti slíkrar tegundar hér á
landi. I honum eru vinnuvélar,
með auðveldum útbúnaði, fjór-
ir stórir suðupottar og eru raf-
magnsvindur notaðar til upp-
færslu úr þeim. Inn af vinnu-
sal eru birgðageymslur, bæði
efni til niðursuðunnar, svo sem
dósir, kassar o. fl., og þar býður
varan flutnings, eftir að frá
henni hefir verið gengið og hún
er tilbúin til neyzlu.
Á annarri hæð eru dósaefni.
Þar eru þau „völsuð“ út í þar
til gerðum vélum og síðan flutt-
ar í færiböndum niður og
„botnaðar“. Þar eru þær svo
hreinsaðar áður en varan fer
í þær.
Ég þakka Ingimundi góðar
móttökur og gefnar upplýsing-
ar og er allmiklu fróðari eftir
en áður. K. H.
Sunnanþeyr
og blíðviðri hefur verið undanfama
daga og má segja að veðráttan hafi
gjörbreytzt til batnaðar um s. 1. mán-
aðamót eftir langvinna norðanátt og
kulda.
Vorannir eru nú að hefjast. Hafa
þegar margir tekið sér garðhrífur
og grefla í hönd og eru farnir að
hyggja að görðum sínum.
Vertíðin:
Gæftir hafa verið góðar að undan-
förnu og hefur afli glæðst að sama
skapi til stórra muna. Heildarafli
bátanna þrjá fyrstu daga þessarar
viku var um 353 smálestir og mun
það vera með bezta afla, sem fengizt
hefur hér i maímánuði mörg undan-
farin ár.
Höfnin:
26. april s. 1. landaði b/v Elliðaey
263,710 kg. af fiski.
27. s. m. landaði b/v Akurey
319,000 kg. af fiski.
28. s. m. landaði b/v Hafliði
350,960 kg. af fiski.
s. d. lestaði m/s Dettifoss fros-
inn fisk frá H. B. & Co. og Heima-
skaga.
29. s. m. lestaði m/s Goðafoss fros-
inn fisk frá Fiskiver h. f.
30. s. m. lestaði m/s Simplon fiski-
mjöl frá S. F. A.
4. mai landaði b/v Vilborg Herj-
ólfsdóttir 250,915 kg. af fiski.
5. s. m. lestaði m/s Jökulfell fros-
inn fisk fré frystihúsunum.
Dánardægur:
Frú Kristín Guðmundsdóttir, Vest-
urgötu 36, lézt þ. 24 f. m. og var
jarðsungin þ. 2. þ. m., af séra Guð-
mundi Sveinssyni á Hvanneyri. Hún
hafði dvalið þrjú síðustu árin hjá
syni sínum Guðmundi Jósefssyni.
Læknarnir:
Nætur- og helgidagavakt:
Vikan 9. maí til 16. maí:
Hallgrimur Bjömsson.
Vikan 16. maí til 23. maí:
dr. Árni Árnason.
Leiðrétting:
1 sambandi við lista yfir ferm-
ingarbörn í Akraneskirkju í síðasta
blaði var þess getið, að séra Guð-
mundur Sveinsson á Hvanneyri
myndi ferma. En séra Guðmundur
forfallaðist vegna veikinda og ann-
aðist því séra Sigurjón Guðjónsson,
prófastur í Saurbæ, ferminguna.