Bæjarblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ
4. árgangur.
Akranesi, laugardaginn 18. desember 1954.
22. tölublaS
GLEÐILEG JÓL!
gott og farsœlt
komandi ár.
Verzlunin „BRtí“
Opnist, opnist himnahallir ....
(Lag: DýrÖ sé guÖi í hœstnm hœÖum . . . .)
Knflttspyrnusamband Hamboraar
sendir Ahranessbœ jilitré i) gjöf
B«jflrfitjór«íg Iwtur ««tj« upp «nn«ð
jóliitré jfifnfitórt
Svo lítur út fyrir, að Akranesskaupstaður verði
vel upplýstur um hátíðarnar. Bæjarstjórnin hefir
keypt átta metra hátt tré, en síðar barst henni
tilkynning um, að Knattspyrnusamband Ham-
borgar hefði sent bæjarbúum annað jólatré, svip-
að að stærð.
Opnist, opnist himnahallir,
heimsins myrkri sundri Ijós.
Ljóssins valdi lúti allir,
Ijómi og brosi friðarrós.
Fœrið hrós þeim fylki, sem
fœddur er í Betlehem.
/ því blómi blíðrar náðar,
birtast mannkyns óskir þráðar.
Ósk, sem knýr á allra hugi,
ósk um betri heim og frið,
máttugt Ijós, er myrkrið bugi,
mildi og kœrleik veiti lið,
sverð, er höggvi á haturs bönd,
hönd, er tengi strönd við
strönd,
tortryggni og úlfúð eyði,
oss til friðarhafnar leiði.
Lágri jötu Ijós er yfir,
Ijómar bjart um mannsins
son.
I hans brosi allt, sem lifir.
eygir sína dýrstu von.
Jarðarbarna jafnan rétt,
jörlum haturs takmörk sett,
þeirra er mannkyn véla og
villa,
völdum bróðurhugans spilla.
Gegnum margar myrkar aldir
minning lýsir fram til vor,
þótt harðstjórarnir klœkja-
kaldir
kysu að fela öll þess spor,
stjarna jötubarnsins björt
bregður skini á myrkrin svört,
boðum þess um mjúka mildi
mannsins stríði veitir gildi.
Hefndarviljans heljarþungi
heimi byrlar kvíðaskál.
Styrjaldanna daúðadrungi
dregur mátt úr skelfdri sál.
Heimsvaldanna Hrunadans
hefir skyggt á stjörnu hans,
sem með kærleik boðar blíðum
bróðurþel méð öllum lýðum.
Stjarna jólabarnsins bjarta,
ber þú friðinn þjáðum lýð,
vermdu í kœrleik kalið hjarta,
kvíðann sefa, heftu stríð.
Opnist, opnist himnahöll,
heitra vona fylking öll,
þegar jólaklukkur kalla,
kveiki Ijós um heimsbyggð
alla.
RAGNAR JÓHANNESSON.
Fer hér á eftir lausleg þýS-
ing á bréfi Gustavs Schönfeldts
skólastjóra, fararstjóra Ham-
borgara í sumar:
„,Kæri herra Hálfdan Sveins-
son! — Kæru vinir á Akra
nesi!
Gísli (Sigurbjömsson) var
hér í Hamborg nokkra daga og
bar okkur kveðju ykkar. Við
þökkum ykkur-fyrir vináttuna.
Gísli sagði okkur ýtarlega frá
hinni fögru veizlu í Hótel Akra-
nes. Vonandi hefur „groggið“
bragðast ykkur vel!
Allir íslandsfaramir senda
ykkur hjartanlegar jólaóskir.
Knattspymusamband Ham-
borgar sendir sínum ástkæra
Akranessbæ einlægar jólaóskir!
Með jólaóskunum sendum
við ykkur jólatré, þýzkt, grænt
grenitré. Það fer frá Hamborg
með „Fjallfossi“ 11. desember.j
Ég fór út í skóg í dag og valdi
það sjálfur. Það er röskir 8
metrar á hæð. Megi það færa
yður öllum jólagleði og lýsa
hina dimmu skammdegisdaga
með björtum ljósum sínrnn . .
Svo sendum Hð yður öllum
kveðjur, yður, kæri Hálfdan
Sveinsson, og yðar elskulegu
frú, öllum samstarfsmönnum
yðar í bæjarstjóminni, og okk-
ar kæm knattspymuvinum,
Guðmundi, Lárusi, Helga, Óla,
Halldóri og einnig Ragnari Jó-
hannessyni, öllum knatt-
spyrnumönnimum og Ham-
borgarförunum og öllum íbú-
mn Akraness, sem tóku svo ást-
úðlega á móti okkur. Kveðja
til ykkar allra og alúðaróskir.
GLEÐILEG JÓL!
yðar
Gustav Schönfeldt“.
Sr. Jón M. Guðjónsson skrifar um:
7tlcð ungu fólki
Bók Ragnars Jóhannessonar, skólastjóra.
Eins og vant er, eru bækurn-
ar á boðstólum — venju frem-
ur — dagana fyrir jólin. Að
þes>u sinni er úr mörgu að
velja á þeim slóðum fyrir okk-
ar bókþyrstu þjóð, eins og oft
endranær. Meðal hinna nýju
bóka er ein, ekki háreist í hill-
imni — að vísu — til að sjá,
en þeim mun snotrari að ytri
gerð og búnaði og lesmál henn-
Ragnar Jóhannesson.
ar af því taginu, að hún verð-
skuldar að henni sé veitt at-
hygli. Heiti hennar fer henni
vel og er látlaust, eins og hiin
sjálf, þar sem þú horfir á hana
meðal ,stallsystra‘ sirma. Líkleg
er hún þó til að „snúa á“ sum-
ar þeirra a. m. k., ef í það færi.
Þessi litla bók ber heitið: Með
ungu fólki. Höfundur hennar
er Ragnár Jóhannesson, skóla-
stjóri. Höfundinn þarf ekki að
kynna. Hann er landskunnur
— í hópi þeirra, er fremstir
fara í orðsins list. Og þeir, sem
þekkja Ragnar vel, vita, að hon-
um er óvenju margt til lista
lagt. „Með ungu fólki“ ber höf-
undi sínum loflegan vitnisburð.
Hér er um að ræða ritgerðir og
kafla úr ræðum, er hann hefur
flutt á liðnum nokkrum árum.
sem skólastjóri, umkringdur
nemendum sínum og öðrum,
sem hafa látið sér annt um þá.
— Það verður ekki farið út í
það hér, að rekja efni þessarar
litlu bókar í einstökum atrið-
um. En það skal sagt, að hún
j er ein þeirra bóka, sem hefur
( boðskap að flytja, tímabæran
og hollan. Þar er hátt til lofts
og vítt til veggja, næmur skiln-
ingur á þörfum þess, sem ung-
ur er að leggja út í lífið og ljós
á báðar hendur til manngöfgi
og lífshamingju.
Ég tilfæri kafla úr bók Ragn-
ars:
„. . . . Það er víst ekki lengur í
tízku að tala um hugsjónir. Á þessum
dögum hinnar kaldrifjuðu hagsýni-
hyggju þykir slikt hjal uppi í skýjun-
um og lítils virði. Og þótt vér gerum
oss það ef til vill ekki öll ljóst, er nú
eigi síður en áður það mat fyrst og
fremst lagt é andleg verðmæti sem
áþreifanleg, hvort þau verða í ask-
ana látin. Þeir, sem tala um hugsjón-
ir, eru almennt taldir skýjaglópar,
ekki sízt, ef þeir finna þar að auki
upp á þeim skolla að reyna að lifa
Framhald é 3. síðu.
HLJÓMSVEIT FRÁ
BANDARÍSKA FLUG-
HERNUM LEIKUR
HÉR Á SUNNU-
DAGINN
A Til ágóða fyrir
S lysavarnafélagið.
Hljómsveit þessi hefir boð-
ist til að leika fyrir slysavarna-
starfsemina á nokkrum stöðum
og hefir þegar leikið í Rvík.
Þetta er 19 manna hljóm
sveit og leikur danslög og létt
vinsæl alþýðulög.
Stjórnandi er Patrick F.
Veltre undirforhigi, en ein-
Framhald á 3. síðu.
Alfndfinfi á gfiinlAÁrfikvðld
Þess hefur verið óskað, að við, skátarnir, efndum til álfa-
brennu með álfadansi á gamlárskvöld í þeim tilgangi að setja
þjóðlegan blæ á kvöldið til ánægju börnum og öðrum, er þjöð-
legum skemmtunum unna.
Þátttaka eldri félaga í þessu
er fyrst og fremst skyldan við
félagið og þjónusta við fólkið,
en þeim yngri er þátttakan til
gleði og þess vegna einnig fyr-
ir þau gert.
Undirbúningur undir slíkar
skemmtanir er mikill, og er þar
fjöldi húsmæðra, sem leggur á
sig mikla vinnu, og vil ég fyrir-
fram þakka það starf. öll önn-
ur utanfélags aðstoð verður
einnig þakksamlega þegin, eins
og t. d. við að safna í brennuna
og koma henni upp, og einnig
getur ýmisleg önnur aðstoð
komið sér mjög vel, sem til
skemmtunar er, eða til að auka
stundaráhrifin. — Þess er sér-
Framhald á 3. síðu.
HÁTlÐA-
GJJÐSÞJÓNU STUR:
I Akraneskirkju:
Aðfangadag (aftansöng-
ur) kl. 6.00.
Jóladag kl. 2.
Gamlaárskvöld (aftan-
söngur) kl. 6.00.
Nýjársdag kl. 11.00.