Bæjarblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 4
4 BÆJARBLAÐEÐ Laugardagur 18. desember 1954. BÓKARFKEGN: Fimmtugur: Utð töfraða land ★ LjóS eftir BALDUR ÓLAFSSON. Emn þá yrkja tslendingar, hamingjunni sé lof, og enn bæt- ast ný skáld i hóp góðskáld- anna. Þessi fyrsta bók Baldurs Ölafssonar kemur þægilega á óvart. Maðurinn er skáld, hann er gott og fágað skáld. 1 bók- inni finnst varla neitt lélegt kvæði, en mörg eru þar prýði- leg. Baldur er fyrst og fremst lýriker og fagurkeri, en ekki bardágamaður, enda gildir emu, þótt ekki ætli sér öll skáld þá dul að gerast pólitiskir stríðs- menn. Enda hafa margir mætir menn eyðilagt bitið í ljóðasaxi sínu í grjóthöggi stjórnmálaofs- ans. Víða í kvæðum Baldurs má finna tæra og fína lýrik og af- ar næmt fegurðarskyn. Fund- vís er hanm á form og orð, en nokkuð gætir surns staðar all- glöggra áhrifa frá öðrum skáld- um t. d. Tómasi og Steini Stein- ar. Baldur yrkir bæði rímuð ljóð og órímuð, og ferst hvort tveggja vel. Þó mun létt rím fara honum bezt. Nafn bókarinnar sækir höf- í snoturt smákvæði. sem heitir Bið: Ég hef beðið svo langa lengi, — ekkert ljóð hefur sál mina gist með ilm sinna eilifu töfra, — — með andblæ frá landinu töfra, — sem hærir og vekur blundandi strengi. Baldur leitar víða yrkisefna og virðast vera fjöllesinn og menntaður maður. Hann yrkir um Akranes, Taj Mahal, Sanc- ho Panza, Pan, Þyrnirós, Loka og Sigyn, Gröndal og Djunka. Þægilega kýmni á hann til og á það til að klæða háalvarlegt og dramatískt efni í húmorist- iskan búning. Sbr. Atómmaður- inn: Það er ég sem á hið ægilega atómvopn! Ég, hinn sterki grimmi maður. Vei þér, haf, vei þér jörð, — ég get lagt allt í auðn, hvert líf og hvert hjarta, — get kæft það, — get kæft það. Vara þig, himinn og þú himin- smiður! — old boy, — hann riðar þinn rykugi stóll, er ég ber mina bláleiftrandi sprengju út í blikandi rafhvolf; — það skal skjálfa, — — það skal verpast, verða auðn! „Hver er þetta, — sagði sankti . Pétur, — þessi síæpandi strákur — og er með byssutetur?“ „Veiztu það ekki? — hrópaði drottinn. Það hélt ég, að allir vissu. Það er hann Jakob litli á Jörðinni, það var ég, sem gaf honum byssu, — gamlan afturhlaðning, — ég gerði máske skyssu". Baldur er Akurnesingur, og má staðnum vera sómi að, er hann bætist nú í sveit íslenzkra skálda. Bók hans ber oss því að sýna því meiri sóma. Vonandi eiga fleiri ljóðabækur eftir að bætast við frá hans hendi. R. Jóh. AXEL S VEINB JÖN SSON, kaupmaður. Það er reyndar óþarfi að kynna þenman mann fyrir bæj- arbúum, það þekkja hann all- flestir, og það að góðu einu. — En Axel átti 50 ára afmæli þann 10. desember s. 1. og þess vegna vilja vinir og kunningjar hans láta hans að nokkru getið hér í Bæjarblaðinu, þótt aldur- inn sé ekki hár og gefi ekki til- efni til þess. Sjómennskan er honum í blóð borin, enda fór hann ungur til sjós og lauk snemma farmanns- pröfi frá Sjómannaskólanum í Beykjavík. -— Eftir það var Ax- el skipstjóri á vélbátum, sem þeir Magnús Guðmundsson á Traðarbakka, uppeldisbróðir hans, gerðu út sameiginlega héðan frá Akranesi. —- Axel var aflasæll, gætinn og góður sjó- maður. — En þrátt fyrir það snerist hugur hans brátt að verzlun og viðskiptum. Hann fékk eimnig sem ungur maður staðgóða reynslu og þekkingu hjá hinum ágæta heiðurs- manni Böðvari Þorvaldssyni kaupmanni, og síðar hjá Har- aldi Böðvarssyni & Co., Akra- nesi. Nú rekur Axel eigin verzlun með miklum myndarbrag. —-1 þeim viðskiptum kemur einn- ig fram, að sjómenn og sjávar- útvegur eru ofarlega í huga hans. Það má segja, að Axel sé nokkurs konar haldreipi hér við höfnina. — Þegar hafið ýfist og slítur báta frá bryggju, eru kaðlar auðsóttir til hans, hvort heldur sem er að nóttu eða Hvar á strönd, hvar á ódáinsengi hafa óminnisdraumar þig kysst? Hvaða hlustandi lindir, hæðir bergmáls eða hljómþyrsta strengi fékkstu gist að þú gleymdir þér — lengi, lengi? jóUtQjafir! FALLEG OG GÓÐ LEIKFÖNG Þ. Á. M. Kubbakassar og Skrifborðsmöppur Meccano. Skrautlegir bréfhnífar. Leður skjalatöskur. Jólatréstoppar Jólatréskúlur Jólatrésklemmur Englahár. J ólasveinagrímur Loftskraut Stjörnuljós Knöll GLEÐILEG JÓL! P5RKER PENNASETT Parker 51“ — Verð 749.50 535.50 og 419.50 Parker 21“ — Verð 230.50. BókAver%l. 1kndrés Níelsson b-f- degi. — Þegar báts er saknað, bregður hann fljótt og örugg- lega við, enda eru slysavarna- mál eitt af hans áhugamálum. ■— Þann áhuga ber einnig, og fyrst og fremst að þakka. Margir kumningjar og vinir heimsóttu Axel og konu hans, frú Lovísu Jónsdóttur á afmæl- isdegi hans. — Fjölmörg skeyti, gjafir og góð orð, bárust hon- um og heimili þeirra. — Menn sátu lengi við góðar veitingar í glöðum hóp. Vinur. Bæjarblaðið óskar lesendum sínum GLEÐILEGRA JÓLA! =w>' ^jJ)’ Zi/I' '< Fjjlgíst með tímnnum Ýmislegt girnilegt og nytsamt til JÓLAGJAFA —★—- Karlmanna-armbandsúr Kven-armbandsúr úr pletti og stáli. úr pletti og stáli. Einnig VASAÚR VEGG- SKÁP- ELDHtJS- VEKJARA- SKIPS- TAFL- K L ★ TEK ÁBYRGÐ U A OLLUM K URUM OG K KLUKKUM, U ’ SEM ÉG SEL. R -★-- Úrval af SKRAUTVÖRUM, hringum, nælum, armböndum, eyrnalokkum o. þ. h. BORÐBÚNAÐUR, úr silfri, pletti og stáli. —★—- Tek á móti úrum, klukkum og silfurmunum til viðgerðar I —★— — GJÖRIÐ SVO VEL OG LlTIÐ INN — —★— GLEÐILEG JÓL! ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN Halldórs Ármannssonar — Sími 369 — — Sími 85 —

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.