Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐEÐ Fimmtudagur 6. nóvember 1958 /----------------------------------------------- BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, ValgarÓur Kristjánsson, Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson AfgreitSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 8 5 PrentaS í Prentverki Akraness h.f. k __________________________________________________/ Sjávarútvegurinn og vinnuaflið „Mörg er búmamis raunin“, segir máltækið; en ekki held ég að síður mætti heimfæra það til útgerðarinnar. Margt geng- ur henni á móti, sem of langt yrði upp að telja. Eitt mesta áhyggjuefnið nú sem stendur er skorturinn á vinnuafli, ,seem tálmar nijög þessum atvinnuvegi, sem færir þó nær allar gjaldeyristekjurnar í þjóðarbúið. Svo virðist sem Islendingar séu að verða því fráhverfir að stunda sjó. Einkum er yngri kynslóðin treg til þess. Ungir menn snúa sér að öðrum viðfangsefnum en sjósókn. Iðnaðurinn gleypir æ meira vinnu- afl, enda orðinn fjölmennasti atvinnuvegur landsins. Við því er í rauninni ekki annað en gott að segja, ef ekki væri það é kostnað annarra nauðsynlegra atvinnuvega. Og sjávarútvegur inn hlýtur að vera enn um sinn sú atvinnugreinin, sem véi eigum fyrst og fremst afkomu vora undir. Á honum og af rakstri hans byggjast viðskipti vor við aðrar þjóðir fyrst og fremst. Á undanförnum árum hefir verið bætt úr vinnuaflsskort: útgerðarinnar með því að ráða hingað nokkur hundruð Fær eyinga. Ekki er sú leið alls kostar góð: Með því móti eyðist gjaldeyrir, auk þess sem stórhættulegt er að halda uppi höfuð atvinnuvegi landsmanna með aðkeyptu vinnuafli, Islendinga’ venjast með því móti af því að vinna sjálfir mest aðkalland störf sín, störfin, sem færa þeim mesta björg í bú. En hvernig á þá að fara að því að bæta úr vinnuaflsskort’ útgerðarinnar? Sumir halda því fram, að ekki sé nægileg' búið að þeim, sem þessa atvinnu stunda, og hún, þá einkum sjósóknin sjálf, sé ekki nógu vel launuð. Vera má, að eitthvað sé til í þessu, en þó hygg ég, að ekki sé þarna að leita orsak- anna, þær liggja dýpra og eru flóknari. 1 sumar ritaði Jóhannes Guðmundsson kennari á Húsavik grein í Alþýðublaðið og setti þar fram athygli verða tillögu um lausn á þessu vandamáli. Hann leggur til, að tekin verð:’ upp skylduvinna ungra pilta við útgerðina ákveðinn tíma. Nú hefir annað Reykjavíkurblað, Frjáls þjóð, tekið málif upp að nýju. Bendir það á tillögu Jóhannesar, en segir enr fremur, að þjóðfrægur rithöfundur, Guðmundur Gíslason Haga- lín, beri sömu tillögu fyrir brjósti, þótt ekki hafi hann ritað uir hana enn. Blaðið sneri sér til hans og bað hann að gera, í fáun orðum, grein fyrir þessari hugmynd. „Guðmundur svaraði á þá leið, að hér væri engin herskyldr eins og tíðkaðist hjá öðrum þjóðum, þar sem ungir menn yrði endurgjaldslaust að kalla, að verja 1—2 árum af ævi sinn við þjálfun í vopnaburði. Það gæti þvi varla kallazt ósann gjarnt, þótt þess yrði krafizt hér í þjóðarnauðsyn, að ungi: menn gegndu störfum við útgerðina svo sem tvær vertiðir gegr fullu kaupi. Við framkvæmd slíkrar skylduvinnu væri þ? margs að gæta, og hefðu nefndir verið skipaðar af minna til efni. I Eðlilegt væri, að þeir, sem við landbúnað ynnu, teldust haf; goldið Torfalögin og væru undanþegnir þessari skyldu, og þeir sem langskólanám stunduðu, yrðu að eiga þess kost að inn skylduvinnu sína af höndum að sumrinu, til dæmis við síld veiðar. Snmir væru og svo óhraustir á sjó, að þeir yrðu í stað inn að fá að vinna við aðgerð í landinu, og á enn fleiri atrið yrði að líta, ttil dæmis hvernig að skyldi íarið um iðnnema. Guðmundur sagðist ekki einungis telja kosti slíkrar skyldu vinnu í því fólgna, að með þessum hætti væri útgerðinn: tryggður nauðsynlegur mannafli, heldur væri sjósókn og aðgerð í landi störf, sem yfirleitt væru strmduð af kappi og atorku. svo að þau ættu að hamla gegn cnytjungshætti og kenna mönn- um að beita sér. Loks kæmust ungir menn með þessum hætti í tengsl við lífræn störf og lærðu að skoða aðalatvinnuveg þjóð arinnar og þá stétt, sem hann ber uppi, með öðrum augum en þeim, sem rennt er yfir skrifborð eða búðarborð“. lilllllilllilliltllllllllllllll.iailBxanaiilllltTiHIJiBo rfóh. iiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiuiiiiiiiHihiiiiiii s KKAFAÐ OG S KEGGKÆTT aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiluitiliiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiluKiiiiiiiiiiiiiffiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Upplýsingabæklingur um Akranes Eitt af því, sem tilfinnanlegur skortur er á hér í bæ, er svolítill bæklingur með nokkrum upplýsing- um um bæinn og bæjarbúa. Slikir bæklingar eru mjög algengir er- lendis, og eitthvað mun hafa verið gert að þvi hér á landi, að þess hátt- ar ritlingar hafi verið gefnir út. Svona upplýsingabækiingar eru til margra hluta nytsamlegir. Þar eru upplýsingar um mannfjölda í við- komandi bæjum, atvinnuvegi og við- skiptalif, ágrip af sögu staðarins, upptaining helztu stofnana o. s. frv. Ferðamenn — viðskipti. Þegar ferðamenn koma hingað, geta slíkir bæklingar komið að góðu haldi, og þegar um útlendinga er að ræða, eru þeir nærri því ó- missandi. Textinn þarf að vena á einum þremur málum: einu Norður- landamáli, þýzku og ensku. Þegar vinabæjamótið var haldið hér í fyrra, vantaði svona bækling tilfinnanlega. Og þegar erlendir knattspyrniunenn koma í heimsókn- ir, hingað, eða þegar okkar knatt- spyrnumenn fara til útlanda, þá eru slikir ritlingar ómissandi. Auk þess til að senda vinum, kunningj- um og viðskiptavinum i útlöndum. Þetta eru aðeins örfá dæmi, en þau tala öll sínu máli. Útgáfa og útgáfu- kostnaður. Ef einstaklingar eða félög taka sér ekki fram um útgáfu bæklings af þessu tagi, ætti bæjarstjómin að hlutast til um, að þetta verði gert Ekki er ótrúlegt, að fleiri fyrir- tæki en bæjarfélagið vildu taka þátt í útgáfukostnaði, annað hvort beint eða með því að kaupa ákveðinn hluta af upplaginu. Má láta sér detta í hug: sementsverksmiðjuna, frystihúsin, útgerðarmenn, kaupfé- lag, kaupmenn o.fl., jafnvel iþrótta- félög, Rótaryklúbb og Lionsklúbb Allir þessir aðilar hafa brýna þörf fyrir svona bækling, ef hann er vel úr garði gerður. Auglýsingar gætu komið til greina. — í hófi þó. En góðar myndir eru sjálfsagðar og nauðsynlegar. Þessari hugmynd er hér með beint til bæjarstjómarinnar til vinsamlegr- ar athugunar. Bærinn fríkkar Akranessbær heldur áfram að fríkka, lof sé hamingjunni! Og ekki veitir heldur af, svo margt er það, sem óprýtt hefir ásjónu þessa bæjar. Margar leifar frá þeim timum, er skipulagsleysi rikti í byggingu bæja, blasa enn við sjónum: Ljótir kofar á almannafæri, hús þversum í götu. tröppur, sem þvergirða gangstéttir. o.fl. o.fl. Georgshús hverfur Georgshúsið svokallaða kann að hafa verið mesta sómahús, blessuð sé þess mirming, en það var ljótur bjálki í auga Vesturgötunnar. Þama stóð það eins og klettur úr hafinu (og það Ijótur drangur!) út í miðj; götu, allri umferð og fegurð tii trafala, ófritt og ellimótt. Allt um- hverfis stóðu nýleg og myndarleg hús. Það var sannarlega tími til kom- inn, að það viki úr sessi. Enda er þessi bæjarhluti eins og allt annar bær síðan það hvarf. Ný útsýn opnast, myndarleg hút njóta sín til fulls, að ekki sé nú minnzt á Vesturgötuna sjálfa. Hún er eins og fríðleikskona, sem hefii látið klippa af sér ljóta vörtu! Suðurgatan Þá hefir Suðurgattan fengið held- ur betur andlitslyftingu! Frá Skuld- artorgi og upp eftir hafa orðið mikl- ar og góðar endurbætur, þráðbem lina og gangstétt, sem þó enn er rofin af kjánalegum grindverksleif- um, sem rjúfa linuna og eru tii hinnar mestu óprýði. Er merkilegt, að húseigendum skuli haldast slíkt uppi, og eins hitt, að þeir skuli ekki sjá það sjálfir, hversu mjög slikt hlýtur að spilla útliti eignar þeirra. Og þetta er beint framan við nefið á bæjarstjóranum! Skyldi ham. ekki stundum tauta ljótt, sá mikl. kappsmaður, þegar hann lítur frá skrifborði sinu, yfir lystigaðinn, gosbrunninn, og nýju gangstéttina, og sér þetta girðingarafstyrmi eyði- leggja útlit þessa götuhluta? Slæmt er það líka, að smiðja Ein- ars Helgasonar skuli þurfa að standa við hliðina á hinu glæsilega stórhýsi, eins og óhrjálegur stagkálfur við hliðina á þrílitri kostakú! Hættulegar tröppur Sums staðar má sjá útidyratröpp- ur, sem skaga út í götuna og loka jafnvel umferð um viðkomandi gang- stétt. Þetta má m. a. sjá við aðal- götur bæjarins. Það er að sjálfsögðu afar ljótt, en líka stórhættulegt á miklum umferðargötum. Fótgang- andi vegfarendur hljóta oft beinlin- is að hrökkva út á akbrautina, vegna þessa vegartálma, í veg fyrir bíla, sem draga að sjálfsögðu ekki úr ferð sinni fyrir húströppur. Má í raun- inni merkilegt telja, að lögreglu- ■stjóri skuli ekki fyrirskipa að taka slíkar tröppur af. Segja má að vísu, að vegfarendur eigi að gæta sin og fara gætilega hjá slíkum farartálm- um, sem líta nógu sakleysislega út. En er ekki fullseint að segja við mann, sem liggur á götunnni stor- slasaður eða dauður: „Þér var nær að fara gætilega lagsmaður?" Auðvitað kostta slíkar lagfæringar á húsum nokkuð. En verður ekki að telja mannslifin dýrari? Einum leyft, en öðrum bannað. „ViSskiptavinur“ skrifar: „Undarlegt er með reglumar og lögin. Þau ná dálítið misjafnlega vel til fólksins. Suma sjá bannsett lögin svo dæmalaust vel, en aðrir standa talsverðan spöl fyrir utan þau. Það var héma með lögin um það, að ef ég gæfi út falskar tékkávísanir, oftar en einu sinni held ég, og ef ég hefði verið aðvaraður með það, eft- ir eitt skipti, þá mætti og cetti víst, lögin heimtuðu það, að lokað skyldi hlaupareikningi mínum og sviksemi mín tilkjmnt öllum landslýð, minnsta kosti bönkunum. Það var sosum ekkert annað. Þó það munaði óvart nokkrum hundruðum króna, kannski ekki það. Ég varð nú fyrir þessu. En svo þykir mér það skolli tmdarlegt, ef það er satt, sem fólkið er að segja, að sumir gefi út háar ávisanir og eigi ekkert til fyrir því, en það ku vera ríkisfyrirtæki sumt af því — og þar em það eins mörg hund.'uS þúsund, eins og hundruðin hjá mér. Það er líka sagt, að ein- staka fyrirtæki, svona mitt á milli ríkisfyrirtækis og einstaklingsrekst- urs hafi eitthvað hent svipað. En ríkið er líka Ríki og því skyldi það ekki geta veitt sér smásérréttindi, það er allt annað með mig og hann Lása. Við vinnum nú fyrir Rikið okkar samt“. \l/ HÁTÍÐAGUÐSÞJÓN- USTUR í AKRANES- PRESTAKALLI / Akraneskirkju: Á aðfangadag jóla (aftansöngur): kl. 6. — Jóladag kl. 2. Gamlaárskvöld (aftansöngur): kl. 6. — Nýársdag kl. 11. f.h. I Innra-Hólmskirkju: 2Tjóladag, kl. 2. — Nýársdag kl. 2. / sjúkrahúsi Akraness: Aðfangadagskvöld jóla kl. 9. A gamalmennaheimilinu: Jóladag kl. 9 e.h. Almenna bókafélagið ( AKR ANESUMBOÐ ) Síðustu mánaðarbækur ársins eru komnar. Nauð- synlegt er að allir félags- menn, sem eiga ósóttar bæk- ur, vitji þeirra fyrir n. k. áramót, svo að ég geti gert upp við félagið, eins og af mér er krafizt. Þeir, sem taka minnst 6 mánaðarbæk- ur á árinu fá aukabók gef- ins. Valgarður Kristjánsson JaSarsbr. 5, sími 398. Athugið Annast samningsgerðir, inn- heimtur og fleiri lögfræði- störf. — Veiti aðstoð við skattaframtöl. VALGARÐUR KRISTJÁNSSON, lögfr. Jaðarsbr. 5, Akranesi, sími 398. Hér eru tillögur á ferð, sem vissulega eru þess verðar, að þeim sé gaumur gefinn. Gaman væri að heyra hljóðið í útgerðarmönnum hér tnn þessa tillögu; hvort þeir telja hana skynsamlega og framkvæm anlega. Vel má vera, að Bæjarblaðið snúi sér til einstakra út- gerðarmanna í bænum og spyrji um álit þeirra. RJÖH.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.