Röðull - 02.08.1925, Side 3
R Ö Ð U L L
Ný bók.
— „Vörn í guðlastsmálinu. íhalds-
stjórnin gegn Brynjólfi Bjarnasyni"
fæst í bókaverslun
St. Stefánssonar.
Verð kr. 1,50.
Margar tegundir af
vasaklutum
fást hjá
Jóni ísleifssyni.
Allar íslenskar
afurðir
kaupir
Verslun
P.W.Jensen
Þakkarávarp
til Kvenfélagsins á Eskifirði.
Þegar ég síðastl. vetur varð að fara
til Reykjavíkur, til aö fá lækningu á
sjóninni, kom það fyrir, sem ofthend-
ir fátæklinginn, að lítið var um farar-
eyrir. Leitaði ég þá til margra hér um
hjálp og síðast til Kvenfélags Eskifjarð-
ar. Lánaði það mér þegar 250,00 kr.
til ferðarinnar, sem ég skyldi greiða í
september þ. á. En hvað skeði ? í dag
afhendir ein kvenfélagskonan mér
gjafabréf fyrir þessum 250,00 kr. að
fullu og kærleikskveðju með.
Svona fögru fræi dreifir Kvenfélag-
ið á Eskifirði út frá sér, og er þetta
ekki fyrsta dæmið.
Einnig síðar gaf Verkafélag kvenna
á Eskifirði mér 50,00 kr., þegar meir
þrengdi að með sjúkdóm minn. En nú
er ég, guði sé lof, alheil aftur. Það á
ég þessum báðum aðilum að þakka,
næst guöi; og hann bið ég launa
fyrir mig. Aö endingu flytjum við báð-
um þessum félögum og hverjum ein-
stakling þeirra alúðar þakkir.
Eskifirði 9. júlí 1925.
Ragnheiður Björnsdóttir.
Bjarni Eiríksson.
Myndarlegur silungur veiddist á
Eskifirði þ. 22. júní s. 1. Vó hann
4,15 kg. og var 71 cm. langur.
Skúli Þórðarson, Gauksstöðum,
Jukuldal, lauk stúdentsprófi í Kaup-
mannahöfn 1. þ. m. Dvelur hann
heima í sumar, en siglir aftur í haust
til framhaldsnáms.
Misprentast hafði í síðasta tölubl.
í greininni um Amundsen, Fenchl f.
Feucht. í augl. P. W. Jensen, when f.
where. Sömuleiðis var skakt númer á
nokkru af upplaginu, 30. í stað 31. tbl.
Síðustu símfregnir.
Verkfall gerðu 400 verkastúlkur á
Siglufirði eigi alls fyrir löngu. Vildu
jiær eigi ganga að boönum kjörum,
75 aura á tunnu, en heimtuðu 1 kr.
Eftir talsvert þref gengu útgerðarmenn
að kröfum þeirra, en í blöðum í Reykja-
vík hafa risis upp all-miklar ritdeil-
ur út af máli þessu. — Lögjafnaðar-
nefndin heldur bráðlega fund í Kaup-
mannahöfn. Getur Bjarni frá Vogi
ekki sótt hann, sökum nýafstaðinna
veikinda. Að þessu sinni framfylgir
hún kröfum íslands um endurheimt
skjala og forngripafrá Danmörku. —
Tekist hefir að ljósmynda Krappa-
meinsbakteríuna og er það af vísinda-
mönnum talið hafa stórmerka þýðingu.
— Síldveiði er treg á Norðurlandi það
sem af er. 25. júlí voru komnar á land
aðeins 6000 tunnur. — Heilsuhæli
Norðurlands verður reist á svo köll-
uðu Kristnestúni, og verður sennilega
hægt að reka það án kola.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arnf. Jónsson. Sími nr. 16.
Prentsmiðja Austurlands, Seyðisfirði
Þjóðsögur
eftir
Leo N. Tolstoj.
lljasz.
Niðurl.
„Satt segi ég, og ég tala ekki í
gamni: í hálfa öld leituðum við ham-
ingjunnar og fundum hana ekki á með-
að við vorum rík. Nú eigum við ekk-
ert efir og vinnum fyrir okkur hjá ó-
kunnugu fólki — þannig fundum við
hamingjuna".
„í hverju felst ykkar núverandi gæfa?M
„Þegar við vorum rík, áttum við al-
drei rólega stund, gátum aldrei hvílt
okkur, ekki talast við, ekki hugsað
um velferð sálarinnar né beðið til guðs.
Við höfðum svo miklar áhyggjur. Gesti
bar að garði, og með þeim komu á-
hyggjurnar: Hvað áttum við að veita
þeim og hvað áttum við að gefa þeim,
svo þeir töluðu ekki illa um okkur?
Þegar gestirnir eru farnir, förum við
að líta eftir vinnumönnunum — þeim
þykir gott að hvíla sig og borðagóð-
an mat — en við viljum halda sam-
an reitunum — og þannig syndgum
við. Við höfum áhyggjur út af því, að
úlfurinn kunni að drepa fyrir okkur
folald eða kálf og að þjófar geti kom-
ið og rænt okkur. Þegar við erum
háttuð, getum við ekki sofið fyrir um-
hugsuninni um það, að ærnar kunni
að troða lömbin undir sér, og við
förum á fætur um miðja nótt. Við er-
um naumasl orðin róleg aftur, þeg-
ar áhyggurnar fyrir komandi vetri fara
að ásækja okkur og við fcstum ekki
blund fyrir umhugsuninni um það,
hvernig við getum safnað nægu fóðri
til vetrarins. En þar með er ekki alt
sagt — milli okkar var engin ein-
ing. Hann segir, svona á að gera það,
og ég segi, þannig á það að vera.
Og við rífumst og syndgum. Áhyggja
bættist við áhyggju, synd við synd —
við litum aldrei glaðan dag“.
„Og núna?“
„Þegar við förum á fætur, þá töl-
um við saman í ást og einingu, því
nú er ekkert sem við getum deilt um,
ekkert, sem við þurfum að hafa á-
hyggjur af. Við hugsum aðeins um
það, að þjóna húsbóndanum. Og svo
vinnum við af öllum mætti, með
sannri ánægju, til þess að húsbóndinfi
tapi engu, heidur beri eitthvað npp.
Þegar við komum frá vinnunni, er
miðdegisverðurinn tilbúinn; sama er
um kvöldmatinn, og kumys vantar
heldur ekki. Þegar kalt er, þá hitum
við okkur við ofninn og förum í loð-
feldina. Nú höfum við líka tíma til
þess að tala saman, hugsa um sálar-
heill okkar og biðja til guðs. Við leit-
uðum gæfunnar í fimtíu ár og nú
fyrst erum við búin að finna hana".
Gestirnir hlóu.
En Iljasz sagði:
„Hlæið ekki, bræður, þetta er ekk-
ert spaug, heldur mynd af mannlífinu.
Við vorum glópar, kelli mín og ég,
þegar við grétum yfir auðnum, sem
við töpuðum. En nú er guð búinn að
sýna okkur sannleikann. Og það var
ekki til þess að skemta ykkur, að við
sögðum ykkur þetta, heldur til þess
að gera vel til ykkar“.
„Þetta er viturlega mælt“,sagði einn
af gestunum. „Iljasz segir satt. Þann-
ig stendur það líka í ritningunni".
Gestirnir voru hættir að hlæja og
urðu hugsi.