Skagablaðið - 28.12.1984, Page 5
Spámenn
vikunnar
Það fór eins og okkur á
Skagablaðinu grunaði, að efna
þyrfti til aukakeppni á milli
þátttakenda í getraunaleiknum
áður en að sjálfum úrslitaslagn-
um kæmi. Ur því Sigþóra Ar-
sælsdóttir náði ekki nema 4
réttum í tilraun sinni fyrir jól
verður hún að sætta sig við það
að heyja aukakeppni við þrjá
aðra „spekinga“ blaðsins.
Þeir eru Hörður Ragnarsson,
einlægur West Ham-aðdáandi,
Einar Skúlason „die hard Tjelsí
fan“, og Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, einnig West Ham-að-
dáandi. Öll náðu þau 4 réttum
en þau Ragnheiður Þórðardótt-
ir, Hörður Helgason og Páll I.
Pálsson eru þegar örugg í 4-
manna úrslitin.
Enginn getraunaseðill er gef-
inn út að þessu sinni hjá ís-
Einar Skúlason
lenskum getraunum en við á
Skagablaðinu látum það ekki á
okkur fá og skenkjum þessu
fólki 12 leiki, sem fara fram á
morgun. Og þá er bara að vona
að einhver einn vinni sigur í
þessari aukakeppni.
Chelsea-Man.Utd. 1
Coventry-West Ham 1
Ipswich-Everton X
Liverpool-Luton 1
Newcastle-Arsenal 2
Nottm.Forest-Aston Villa 1
Southampton-Sheff.Wed 1
Stoke-QPR X
Tottenham-Sunderland 1
Watford-Leicester 1
WBA-Norwich 1
Sheff.Utd.-Portsmouth 2
Hörður Ragnarsson
Einar sagði okkur á Skaga-
blaðinu að þessi röð sín ætti að
tryggja 10 rétta, ekkert minna.
Einn manna tippar hann á
Chelsea og Skagablaðið styður
hann í því.
Chelsea-Man.Utd. 2
Coventry-West Ham 2
Ipswich-Everton 2
Liverpool-Luton 1
Newcastle-Arsenal 2
Nottm.Forest-Aston Villa X
Southampton-Sheff.Wed 1
Stoke-QPR X
Tottenham-Sunderland 1
Watford-Leicester 1
WBA-Norwich 2
Sheff.Utd.-Portsmouth X
uve<*
.0,0°
3_',eW-
v/v nf"oðí
sérstakt
IHAFPDRÆITI
A O sinnum á ári getur þaö gerst,
IZ aö við stöndum óvænt meö
fullar hendur fjár
-og allt áriö erum viö beinir
þátttakendur í að skapa sjúkum
betra líf.
neitanlega ánægjuleg
tilfinning
0
Happdrætti
Ingibjörg Guðmundsdóttir Sigþóra Ársœlsdótdr
Hörður var fámáll um sína
röð, fæst orð hafa enda minnsta
ábyrgð.
Chelsea-Man.Utd. 2
Coventry-West Ham 2
Ipswich-Everton 2
Liverpool-Luton 1
Newcastle-Arsenal 2
Nottm.Forest-Aston Villa 2
Southampton-Sheff.Wed X
Stoke-QPR 2
Tottenham-Sunderland 1
Watford-Leicester 1
WBA-Norwich X
Sheff.Utd.-Portsmouth 2
Ingibjörg taldi sig ekki
mundu verða fjarri 12 réttum
með þessari tilraun sinni.
Chelsea-Man.Utd. 2
Coventry-West Ham 2
Ipswich-Everton 2
Liverpool-Luton 1
Newcastle-Arsenal 1
Nottm.Forest-Aston Villa 2
Southampton-Sheff.Wed 1
Stoke-QPR X
Tottenham-Sunderland 1
Watford-Leicester 2
WBA-Norwich 1
Sheff.Utd.-Portsmouth X
Sigþóra taldi sig fullvissa á
því að þessi röð hennar gæfi
henni einhvers staðar á bilinu
10-12 rétta. Hvað yrði ofan á
yrði bara að koma í ljós.
Flugeldahugleiðingar
Aðgæsla er
vöm gegn vá
Gamlársdagur er jafnan ein-
hver mesti fjördagur ársins enda
sá síðasti og því ekki seinna
vænna að sletta úr klaufunum það
árið. Islendingar senda sennilega
hlutfallslega meira af flugeldum
upp í loftið en nokkur önnur þjóð
og 99% þeirra skota fer fram á
gamlársdag. Þrátt fyrir viðvaranir
ár eftir ár verða ætíð mörg slys í
eða við heimahús í tengslum við
flugeidana. Skagablaðið hefur
fengið Kiwanisklúbbinn Þyril í lið
með sér og í samvinnu við Hjálp-
arsveitir skáta hafa eftirfarandi
varúðarráðstafanir verið festar á
blað. Skagablaðið beinir þeim
tilmælum til lesenda að þeir hafí
þessi atriði hugföst er þeir fara að
eiga við flugeldana.
1. Skjótið aðeins flugeldum af
stöðugri undirstöðu, t.d. skot-
fæti, vel skorðuðum flöskum
eða röri, sem fest er við staur.
Þakkir frá JC
Akranesi
JC Akranes kom að máli við
Skagablaðið á annan dag jóla og
óskaði félagið eftir að koma á
framfæri þökkum til allra þeirra,
sem lögðu hönd á plóginn er
jólasveinarnir fóru hringferð um
bæinn fyrir skemmstu. JC-menn
eru tengiliðir við þá rauðklæddu.
Fulltrúar úr félaginu vildu jafn-
framt að það kæmi fram, að úr
því svo vel hefði tekist til að þessu
sinni, yrði haft samband við allar
verslanir fyrir næstu jól og þeim
boðið að fá jólasveinana í heim-
sókn.
2. Skjótið aldrei flugeldum af
svölum húsa.
3. Beinið flugeldum frá öðru
fólki er kann að fylgjast með.
4. Geymið flugelda fjarri eldi
og aldrei í vasa. Gætið þess að
flugeldar, sem eftir á að tendra
séu í öruggri fjarlægð frá neista-
flugi. Haldið aldrei á flugeldi
samtímis sem kveikt er á öðr-
um.
5. Ærslist ekki með flugelda og
bogrið ekki yfir þeim á meðan
kveikt er á þeim.
ó.Gangiðaldrei að ósprungnum
flugeldi, ef ekki hefur tekist að
kveikja í honum, glóð gæti
hæglega leynst í honum og hann
farið af stað er minnst varði.
7. Látið aldrei börn og óvita
leika sér með flugelda. Það er
hægt að hafa af þeim mikið
gaman en þeir geta einnig vald-
ið slysi á augnabliki.
8. Geymið flugelda á þurrum
og öruggum stað!
9. Ölvun og flugeldar fara ekki
saman.
10. Haldið hundum og köttum
innandyra, það er þeim fyrir
bestu.
11. Haldið aldrei á blysum
nema sérstaklega merktum
handblysum, blysum með tré-
skafti og stjörnuljósum. Notið
þá ullar- eða skinnhanska. Þeir
geta hæglega forðað brunasári.
12. Fái einhver í fjölskylduni
brunasár þá er besta skyndi-
hjálpin að kæla sárið með köldu
vatni. Það hjálpar ótrúlega mik-
ið ef skjótt er brugðið við.
13. Lesið allar Ieiðbeiningar
mjög vel og farið eftir þeim í
einu og öllu.
Munið, að aðgæsla er vörn
gegn vá.
5