Skagablaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 6
1
Vignir Jóhannsson og sambýlis-
kona hans Davi L. Abrahamson
hér á Akranesi um jólahátíðina.
Meiriháttar upplHun
að finna Prins
póló í New York
— Skagablaðið ræðir við myndlistarfólkið Vigni Jó-
hannsson og sambýliskonu hans, Davi L. Abraham-
son sem dveljast á Akranesi yfir hátíðamar
Vignir Jóhannsson, tvímælalaust kunnasti myndlistarmaður Skaga-
manna um þessar mundir og þó víðar væri leitað, kom rétt fyrir jólin
heim til Islands í stutt frí frá New York, þar sem hann býr ásamt
sambýliskonu sinni, Davi L. Abrahamson, sem einnig er afbragðs
listamaður. Skagablaðið náði tali af Vigni og konu hans rétt áður en
jólahátíðin gekk í garð og innti hann fyrst eftir því hvað hann væri
helst að fást við þessa dagana.
„Það hefur nú verið fremur
rólegt hjá mér undanfarið, utan
hvað ég hef verið með í nokkrum
samsýningum vestra,“ sagði Vign-
ir og lét lítið yfir sér. „Annars er
ég hættur í grafíkinni og hef
ekkert fengist við hana frá því
hérna um árið þegar ég hélt
sýninguna í Listmunahúsinu í
Vignir við „þrykkivélina“ á vinnu-
stofu sinni á 7. hæð vöruhúss í
Williamsburgh. Eins og glöggt
má sjá eru gluggar ekki af
skornum skammti á þeim bænum.
Lækjargötunni. Ja, hættur og
hættur við grafíkina. Það er nú
kannski ekki alveg rétt. Ég hef
reyndar haldið mig við málverkið
frá því þessi sýning var haldin en
núna er ég farinn að eiga við
grafíkina aftur en ætla þetta skipt-
ið að einbeita sér að því sem
nefnt er „einþrykk". Já, og ég
verð með sýningu í Lismuna-
húsinu í vor, já það held ég nú.“
í góðum hópi
— Hvað samsýningar eru það
sem þú hefur verið að taka þátt í?
„Hinar og þessar en sú merk-
asta er vafalítið yfirlitssýning yfir
bandaríska teikningu, þ.e. heim-
ildasýning. Þetta er svokölluð
ferðasýning, sem sýnd er víða um
Bandaríkin og þegar þeir, sem að
henni standa, komu til Los Ang-
eles í Kaliforníu fréttu þeir ein-
hverra hluta af mér og óskuðu
eftir því að ég legði fram teikn-
ingu í þessa samsýningu. Þarna
eiga um 200 listamenn verk, flest-
ir frægustu listamenn Bandaríkj-
anna, ungir sem gamlir og skil-
yrðið er aðeins það að viðkom-
andi teikning hafi verið unnin í
Bandaríkjunum. Það er annars
ekki til neitt voðalega mikið af
gömlum teikningum því hér aður
fyrr var oftast litið á þær sem
skissur, þ.e. vinnuteikningar, og
þeim því ekki haldið sérstaklega
til haga.“
— Þú sagðist ætla að snúa þér
aftur að grafíkinni, en nú er það
það sem þú kallar „einþrykk". Er
það á einhvern hátt frábrugðið
hefðbundinni grafík?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Ein-
þrykk þýðir aðeins það að ég geri
bara eitt eintak af viðkomandi
mynd í stað þess að maður var
vanur að gera mörg eintök af
hverju. Nú læt ég prenta eftir
frummyndinni. Mótívin hafa líka
breyst og nú er ég kominn dálítið
yfir í erótíkina.“
Vignir býr í hverfi í New York,
sem ber nafnið Williamsburgh.
íbúð hans og Davi er á 7. hæð í
miklu vöruhúsi og er hún um 300
fermetrar. Reyndar er ekki alls-
kostar rétt að segja að sjálf íbúðin
sé svo stór því Vignir nýtir plássið
einnig sem vinnustofu. Davi hef-
ur hins vegar vinnuaðstöðu í
skólanum en hún lýkur Masters-
gráðu í listum í vor. Skagablaðið
bað Vigni að segja sér eilítið frá
því hvernig væri að búa í Will-
iamsburg.
Prins póló í New York
„Það er ljómandi gott. Hverfið
er svona blendingur af Gyðindum
annars vegar og Pólverjum og
innflytjendum frá Karabíska haf-
inu (Dóminikanska lýðveldinu
t.d.) hins vegar. Það var meiri-
háttar uppgötvun að finna prins
póló í þessu hverfi. Eini staðurinn
í Bandaríkjunum sem ég hef
fundið þetta ágæta súkkulaðikex,
og hef ég þó farið býsna víða.
Eft'rtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum árs og friðar / <neðþökk fyrir viðskiptiná árinu, sem erað iíða:
Olíufélagið Skeljungur Guðjón og Óli Brautin
Pípulagningaþjónustan T raðarbakki Bókasafn Akraness
Trico Bifreiðaverkstæði Rík. Jónssonar Hárgreiðslustofan Skagabraut 9
6