Skagablaðið - 28.12.1984, Blaðsíða 7
Útsýnið frá íbúðinni og vinnustofunni er harla gott. Hér má sjá út yfir Austurá og yfir á Manhattan og aki menn eftir brúnni á miðri mynd hafna þeir í Soho-hverfinu.
Gyðingarnir eru svo alveg sér-
kapítuli. Þeir eru af þeirri gerð-
inni, sem alltaf ganga um í svört-
um fötum og síðum frökkum
alveg sama hvernig viðrar. f of-
análag eru þeir svo með alskegg,
sem þeir vefja gjarnan upp á og í
kringum eyrun á sér. Hreinlega
eins og klipptir beint út úr 17.
öldinni.“
— Er ekki ónœðissamt aðbúaá
7. hœð í vöruhúsi?
„Nei, það er hreint ekki ónæð-
issamara en gengur og gerist í
henni New York. Þaö eru margir
fleiri listamenn en við í þessari
byggingu en þar eru líka verk-
smiðjur. Þetta er ágætis sambýli
en auðvitað getur stundum orðið
ónæðissamt. Slökkvibílarnir fara
t.d. oft þarna framhjá og ég
gleymi því aldrei hvað okkur
krossbrá eitt skiptið þegar við
heyrðum þetta líka svaka sír-
enuvæl. í stað þess að heyra
bílana renna framhjá heyrðum
við aðeins hvernig hávaðinn
magnaðist. Okkur leist orðið ekk-
ert á blikuna og snöruðum okkur
út í glugga. Voru þá ekki bara
fimm slökkvibílar með blikkandi
Ijós og sírenur fyrir utan húsið
hjá okkur! Þá hafði liðið verið
kallað út vegna gruns um bruna í
sælgætisverksmiðju á neðstu hæð-
inni. Þegar til kom var enginn
eldur heldur hafði sykurpotturinn
verið skilinn eftir á fullum straum
og af þeim sökum varð mikið
reykjarkóf. En útsýnið úr húsinu
er skrambi gott. Við sjáum beint
yfir Austurá (East River) og rétt
hjá húsinu er brú, sem liggur
beint niður í Soho á Manhattan. “
Vakti athygli
Þegar hér var komið sögu hafði
Davi bæst í hópinn eftir að hafa
sofið vært eftir flugferðina frá
New York. Hún var bersýnilega
enn hálfsofandi er Skagablaðið
bar fram fyrstu spurninguna en
tók fljótt við sér. Davi lagði áður
stund á vefnað og náði svo langt á
þeirri braut að verk hennar fengu
umfjöllun í mörgum af virtustu
blöðum og tímaritum Bandaríkj-
anna, m.a. New York Times.
Skagablaðið spurði hana hvort
hún hefði alfarið sagt skilið við
vefnaðinn.
„Já, algerlega. Hann gaf mér
hreinlega ekki nóg. Núna er ég á
fullu í höggmyndalist (skúlptúr)
og finnst ég fá miklu meira út úr
því en vefnaðinum. í mínum
augum er vefnaður miklu fremur
hönnun en list og ég vil heldur
vinna að listsköpun á borð við þá,
sem felst í skúlptúrnum, fremur
en að vinna að nytjalist eins og
vefnaðinum. f sjálfu sér vegnaði
mér ákaflega vel í vefnaðinum en
mér fannst hann ekki gera nógar
kröfur til mín. Ég vildi þurfa að
leggja meira á mig, þannig nær
maður þroska. Núna er ég á
síðara ári í „Graduate school“ og
útskrifast þá með MFA-gráðu
(Master of fine arts). Reyndar
gerði ég tilraun til þess að vefa
samhliða skúlptúrnáminu en það
gekk bara ekki upp. Ég sá að ég
yrði að slíta mig alveg frá vefn-
aðinum ef ég ætti ekki að festast í
honum fyrir lífstíð og ég tel að
mér hafi tekist það vel með því að
far i í þetta framhaldsnám. Þarna
hef ég lagt stund á ýmiss konar
fræði, sem hafa víkkað sjóndeild-
arhringinn mikið.“
— Líturðu þá ekki á vefnað sem
list?
„Nei, ég geri það ekki, og er
reiðubúin að rökræða þá skoðun
mína við hvern sem er. Það er
ekki af neinni hræsni sem ég segi
þetta. Ég hef sjálf stundað vefnað
í mörg ár og náð góðum árangri á
því sviði og tel mig því fyllilega
vita hvað ég er að segja. Það má
vera að einhverjir líti á vefnað
sem listform en ég er ekki reiðu-
búin að samþykkja það. Auð-
vitað gengur mörgum erfiðlega
að skilja á milli þess sem er list og
ekki list en fyrir mitt leyti tel ég
það mun metnaðarfyllra að mála
málverk eða vinna höggmynd
en að vefa teppi.“
Meiri fylling
— Finnst þer skúlptúrinn erf-
iðari?
„Já, mikil ósköp, þetta gerir
miklu meiri kröfur til manns,
kannski líka af því að ég er ekki
næstum því eins vel á veg komin í
þessu eins og ég er í vefnaðinum.
En það sem skiptir mestu er að
þetta veitir mér miklu meiri fyll-
ingu en hitt.“
Þar með slógum við botninn í
spjallið því að nógu var að huga.
Þau þurftu að tygja sig til brott-
farar til Akraness (viðtalið var
tekið í Reykjavík) og blm. þurfti
að skunda á annað stefnumót til
viðtals. Ekki kváðust þau Vignir
og Davi vera á leiðinni til íslands
með langtímadvöl í huga í bráð
en hefðu þó hug að flytjast hingað
í svo sem eitt ár þegar þau hefðu
náð að koma sér betur fyrir ytra.
Þeim hefur báðum vegnað ágæt-
lega og hver veit nema af flutn-
ingunum geti orðið fyrr en síðar
fari vegur þeirra jafn ört vaxandi
héðan í frá sem hingað til.
— SSv.
sKwm
Þjóðbraut 9 Akranesi
(við hliðina á ÁTVR)
Óskum viðskipta-
vinum okkar
d/iA
með þökk fyrir
viðskiptin
á liðnu ári
Eftirtalin fyrirtækióska viðskiptavinum sínum árs og friðar TrfiffiS&ír&ZK. meðþökk fyrir viðskiptin á árinu, sem erað líða:
Sjóvá Rafnes Fasteignasalan Hús & eignir
Videóleigan Háholti 9 Vilmundur Jónsson Almennar tryggingar Bjarnarlaug
Páll Skúlason Þórður Þ. Þórðarson Hópferðabílar Sveins V. Garðarssonar
7