Skagablaðið - 28.12.1984, Síða 10
ÞJÓNUSTUAUGLYSINGAR
Garðabraut 2, Akranesi, sími 93-2930
HeiniitístöUrw
MÍKIÐ I KVAI,
Flestar heimilistölvur og
búnadur, tölvupappír, -borð
og -prentarar.
BÓKASKEMMAN
TÖLVUDEILD - SKRIFSTOFUBÚNARÐUR
TRYGGINGAR
93-2800
GARÐABRAUT 2
Bifreiðaeigendur
Allar almennar viðgerðir.
Ljósa- og mótorstillingar, réttingar
og sprautanir í yfirþrýstiklefa.
bifreiðaverkst. Rík. Jónssonar
Ægisbraut 23, sími 2533
Almenn lögfræðiþjónusta,
skjalagerð, ráðgjöf, innheimtur,
málarekstur o.fl.
GÍSU GÍSLASOIS
hémósdómslögmaóur
SUNNUBRAUT 30 SÍMI 93-1750
VOLVO-eigendur!
Munið vetrarskoðunina. Verð
fyrir 4 cyl. bíl kr. 2.054.-.
Ljósastillingar
Bifreiðaverkstæði Guðjóns & Ólafs
Þjóðbraut 1, s. 1795
RAFNES
Matthías Hallgrímsson
Heiðargerði 7, s. 1286
Heimilis-
Í|P og húseigenda-
tryggingar.
SJÓVÁ
Suðurgötu 62, sími 2000
rafþjónusta
sigurdórs
SKAGABRAUT6 AKRANESI
SÍMAR 93-1902 OG 2156
Kuldaskór í miklu
úrvali á alla
fjölskylduna
Staðarfell
skóverslun, s. 1165
Opið kl. 15-19
virka daga
10-14 laugardaga.
DYRALIF
Vesturgötu 46, s. 2852
BOLSTRUIN
Klæði gömul húsgögn og
geri þau sem ný.
GUNNAR GUNNARSSON,
Hjarðarholti 9, s. 2223
Alhliða líkamsræktar-
aðstaða og sólbekkur.
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ, S. 2243
B
R
Brautin hf.
Bílaleiga — Bílaverkstœði
Car Rental
Dalbraut 16 — Akranes
Sími (Tel.): 93-2157 & 93-2357
Qjwl/yjuýn
Skagabraut17
Svefnpokahreinsun
Vinnufatahreinsun
Kemisk hreinsun
Fatapressun
Vönduð þjónusta
Opið frá 9-18
ÖKUKENNSLA
Ólafur Ólafsson
Vesturgötu 117, s. 93-1072
P1IPUILA@ilB
Pá\\ Skúlason
pípulagningameistari
Furugrund 15, sími 2364
tlöfum fyrirliggjandi allt efni
tii pípulagna, t.d. jám, kopar,
plastfittings, blöndunartæki,
stálvaska og ofna á lager.
Gemm einnig tilboð í ofna.
Pípulagningaþjónustan sf.
Ægisbraut 27, sími 2321
Orion-Panasonic
Soiiy-Ttclmics
STzmrm.
Skólabraut 37 - 300 Akranes
Sími: 93-2241
Hreingerningar - teppahreinsun -
húsgagnahreinsun. Hreinsum
einnig baðherbergistæki
(verða sem ný).
Vanir menn — vönduð vinna
VALUR S. GUNNARSSON
Vesturgötu 163, s. 1877
„Spumingin er
bara hve fljótt"
- segir Sigurður Jónsson og efast ekki um a6
Wednesday fái atvinnuleyfi fyrir hann í Bretlandi
Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum að undanförnu virðist
svo sem Sheffield Wednesday eigi
í nokkrum erfiðleikum með að fá
atvinnuleyfi fyrir Sigurð Jónsson.
Sigurður sagði í spjalli við Skaga-
blaðið rétt fyrir hátíðarnar að
hann væri þess fullviss að Wedn-
esday tækist að útvega sér at-
vinnuleyfi á allra næstu dögum.
Þetta væri rótgróið félag með góð
sambönd. Þess má geta að Ars-
enal hafði samband við Sigurð
rétt fyrir jól og kváðust forráða-
Birkir Sv.
í maric ÍA
Skagablaðið hefur það nú
fyrir víst, að íslands- og bikar-
meisturum Akraness bætist liðs-
auki snemma á nýja árinu í
formi markvarðar. Mun sá vera
Birkir Sveinsson, fyrrum mark-
vörður hjá Einherja en mark-
vörður KA framan af síðasta
sumri. Birkir varð fyrir því
óhappi að fótbrotna í leik gegn
Val en er nú orðinn fullgóður af
þeim. Birkir á eftir að ganga frá
félagaskiptunum yfir í ÍA en
það mun nú aðeins formsatriði.
menn Lundúnaliðsins færir um að
útvega atvinnuleyfi tækist Wedn-
esday það ekki.
Sigurður hefur enn ekki skrifað
formlega undir samning við
Wednesday, það bíður þess tíma
er atvinnuleyfi fæst. Sigurður
sagði Skagablaðinu að hann bygg-
ist allt eins við því að fara utan
nokkru áður en ljóst yrði að
atvinnuleyfið fengist. Hann væri
orðinn dálítið spenntur að kom-
ast út enda tæki það á taugarnar
að þurfa alltaf að bíða.
Mjög erfitt hefur reynst að
útvega atvinnuleyfi fyrir leik-
menn utan Efnahagsbandalagsins
í Bretlandi. Þess er skemmst að
minnast að Ipswich Town varð að
falla frá þeim vilja sínum að
kaupa Arnór Guðjohnsen frá
Lokeren á sínum tíma vegna þess
að ekki tókst að útvega atvinnu-
leyfi fyrir hann.
„Ég er sannfærður um að þetta
leyfi fæst, spurningin er bara hve
fljótt það verður,“ sagði Sigurður.
Ef ykkur liggur
eitthvað á hjarta
þá er síminn:
2261
„Ánægjan er
Framhald af baksíðu.
— Hversu lengi geta hundarnir
haldið einbeitingunni við leit?
„Það er ekki meira en hálftími.
Þeir fara með alla sína orku í
þetta og eftir 30 mínútur verður
að skipta um hund.“ Þess má geta
að aðeins 4 hundar eru nú út-
kallshæfir á landinu eins og
minnst var á að framan.
Skagablaðinu lék forvitni á að
vita hvort ekki væri dýrt að halda
tvo stóra hunda.
„Nei, þetta er kannski ekki
mjög dýrt en kostar þó sitt,
aðallega fæðið ofan í þá. Annars
hef ég komist í góð sambönd og
hef fengið kjöt handa þeim á
vægu verði.“
— Ertu ekki bundinn yfir þeim
allan ársins hring?
„Nei, nei. Ég tek þá gjarnan
með ef ég fer eitthvað út á land en
fari ég til útlanda þá er bara að
koma þeim fyrir hjá öðrum.“
Þjófavörn
— Hvar geymirðu þá, ekki ertu
með þá inni í húsinu?
„Jú, þeir sofa venjulega í gang-
inum og það er hreint ekkert
ónæði af þeim. Þeir sofa jafnlengi
og maður sjálfur en eru hin besta
þjófavörn. Vakna um leið og
eitthvert þrusk heyrist t.d. úti-
fyrir.“
— Hvernig gengur börnunum
að lynda við hundana?
„Vel, a.m.k. veit ég ekki ann-
að. Annars hef ég verið að gant-
ast með það við nágranna og
kunningja að fá mér einn hund í
hvert siiin sem eitthvert barnanna
flýgur úr hreiðrinu. Tvö þau elstu
eru þegar farin og ég er með tvo
hunda. Ég á þrjú börn til við-
bótar, hver veit nema ég verði á
endanum með 5 hunda í heimili. “
— Verður þú aldrei þreyttur á
hundunum og því að þurfa að
viðra þá daglega?
„Nei, ekki hef ég nú orðið það
enn. Því er ekki að neita að það
fer mikill tími í þá en ánægjan
sem þeir veita manni er svo
margföld samanborið við erfiðið.
Þá skiptir það miklu finnst mér,
að með þessu áhugamáli er ég
líka að þjálfa hundana í að gera
gagn og það vegur þungt. Framan
af mættu hundarnir tortryggni
hjá yfirmönnum björgunarmála í
landinu en eftir að hafa sýnt
hæfileika sína svo um munar efast
enginn lengur um mikilvægi vel
þjálfaðra hunda.“
10