Skagablaðið


Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. Þórir Ólafsson, skólameistari, á skrifstofu sinni. Dagbókin Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara 2358 á öðrum tfmum. Bókasafnið: Safnið er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagsektir 50 aurar á bók. Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabíll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. „Hagsmunir nemenda að námið sé strangf - segir Þórir Ólafsson, skólameistari fjölbrautaskólans Haustönn fjölbrautaskólans lauk núna 13. jan. með einkunnaaf- hendingu. Kennt var til 20. des. og próf tekin eftir áramót vegna verkfalls. Skagablaðinu lék nokkur forvitni á að vita hvernig nemendum hefði gengið á þeirri önn og yfirleitt, svo blaðamaður renndi sér á Þóri Olafsson: Hvernig komu prófin út, bitn- aði ekki verkfallið illa á nemend- unum? — Ég hef reyndar ekki nákvæma samantekt um árangurinn, en það er ekki að sjá á árangri nemenda svona í fljótu bragði. Hættu ekki margir? — Jú, nokkir hættu eftir verk- fall. Mér telst svo til að það hafi verið svona 20 manns umfram AKRANESKAUPSTAÐUR Laust starf aðalféhirðis Laust er til umsóknar starf aðalfé- hirðis Akraneskaupstaðar. Starfið felst í daglegri umsjón og ábyrgð með fjárreiðum bæjarins, greiðslum til viðskiptamanna, gerð greiðslu- áætlana, samskiptum við viðskipta- stofnanir o.fl. Við leitum að hæfum starfsmanni með góða undirstöðumenntun og reynslu. Uppl. um starfið veita bæj- arritari og bæjarstjóri í síma 1211. Umsóknum um starfið skal skila til undirritaðs á bæjarskriftofurnar fyrir 15. febrúar 1985. Bæjarritarinn Akranesi venjulega. Eins og þú veist hætta alltaf einhverjir á hverri önn. Af þeim er stærsti hópurinn sá sem sækir um en nær ekki í töfluna sína. Svo við víkjum að öðru. Hvern- ig stendur skólinn sig miðað við aðra fjölbrautaskóla? — Það er nú ekki til neinn einhlítur mælikvarði. — En Há- skólinn reynir þó, með yfirliti yfir árangur nema sinna eftir því úr hvaða skóla þeir útskrifast. Hvernig standa nemendur héð- an sig í Háskólanum? — Þeir eru reyndar mjög fáir ennþá, en árangurinn hefur verið í góðu lagi. Síðustu tölur sem ég hef eru frá því í fyrra vor, þá voru kannski 2-3 á deild, þannig að það er iítið mark takandi á prósentu- tölum. Eruð þið með strangari náms- vísi en annarsstaðar? (Námsvísir er bæklingur sem inniheldur brautalýsingar og áfangalýsingar, m.a.) — Nei, við höfum sama náms- vísi og fjölbrautaskólar Suður- nesja, Suðurlands, Flensborgar- skólinn í Hafnarfirði og fram- haldsskólar á Austurlandi og í Vestmannaeyjum. í þessum skól- um á að vera sambærileg kennsla. Fyrir utan það þá hafa skólar á Norðurlandi samræmdan náms- vísi sín á milli. Fjölbr. við Ármúla er með sér námsvísi og Kvenna- skólinn líka. Fjölbr. í Breiðholti hefur kerfi nokkuð ólíkt því er við notum. Þar eru áfangar minni, þ.e. færri einingar og kennslustundir á hvern áfanga. Þannig að þetta er meira og minna sama námsefni? —- Það má segja það, en auð- vitað er enginn skóli eins. Það fer t.d. bara eftir vinnuandanum á kennarastofunni, hvernig til tekst. Mottóið hjá okkur hefur verið það að það séu hagsmunir nemenda að námið sé strangt. Og ég sé enga ástæðu til að hvika frá því. Blaðamaður fór nú að tygja sig til ferðar, vitandi að Þórir hafði nóg að gera. Á leiðinni út spurði ég hvort stundaskráin væri unnin á tölvurnar í skólanum núna. (Venjulega unnin á Háskólatölv- una). — Nei, við erum með Háskóla- tölvuna, sagði hann. Blaðamað- urinn glennti upp stór blá augu. Vaaaá eruði með hana í láni?... Þórir bauð mér að skoða og sj á — en þarna er bara látlaus hvers- dagsleg „heimilis“-tölva og gam- aldags grár sími við hliðina. — ? „Við erum í símasambandi“, útskýrði hann. „Fáum upplýs- ingar á skjáinn og sláum inn hér, en við þurfum að fara suður til að láta hana prenta út skrárnar." SEÞ. Skagablaðið skýrði frá því fyrir nokkru, að meistara- flokki ÍA í knattspyrnunni hefði borist liðsauki, j)ar sem væri fyrrum markvörður KA og Einherja, Birkir Sveins- son. Nú hefur annar utan- bæjarleikmaður gengið til liðs við ÍA. Lúðvík Bergsteinsson heit- ir sá sem hér um ræðir og er frá Vestmannaeyjum. Hann hefur stundað nám við fjöl- brautina hér undanfama tvo vctur en hefur leikið með meistaraflokkí ÍBV undan- farin sumur. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði, að nafn einnar stúlkunnar, sem safnaði peningum handa sveltandi fólki í Eþíópíu, mis- ritaðist. Var hún sögð heita Ólaf- hildur en heitir Álfhildur Krist- jánsdóttir. Þetta leiðréttist hér með. Auglýsið í Skagablaðinu Punktar úr bæjar- stjóm Akraneskaupstaður tók á síðasta ári tæplega 20 millj- ónir króna að láni og er það nokkuð umfram það, sem áætlað var. Lánaáætlun hljóðaði upp á 15,3 milljónir en varð að endingu 19,5 milljónir. Hluta þeirra lána, sem voru umfram áætlun, má skýra með því að skuldbreyt- ing var gerð á skuldum út- gerðarfyrirtækjanna í bæn- um á síðasta ári, þar sem lánaðar voru 3,3 millj. króna. Þetta kom fram í máli Ingi- mundar Sigurpálssonar, bæj- arstjóra á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Strætóskýli Steinunn Sigurðardóttir (F) vakti máls á því á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag, að nauðsynlegt væri að koma upp nokkrum biðskýlum fyr- ir farþega strætisvagnsins í bænum. Oft viðraði mjög illa og þá væri erfitt að standa lengi í nepjunni og bíða eft- ir strætó. Tónlistarafrek Steinunn gerði það sömu- leiðis að umtalsefni á fund- inum á þriðjudag hve vel hefði tekist til með uppfærslu tónlistarskólans á söngleikn- um Sjóræningjarnir frá Pen- sance. „Þetta er stórkostlegt tónlistarafrek hér í bæ“, sagði Steinunn. „Þarna hefur verið unnið mikið og óeig- ingjarnt starf.“ I framhjáhlaupi má geta þess, að uppselt var á allar sýningar söngleiksins og segir það meira en mörg orð um hve vel tókst til. Vegna þess- arar frábæru aðsóknar hefur verið ákveðið að efna til tveggja aukasýninga um helg- ina. Léleg merking Þá vakti Steinunn (þetta fer nú að vera svoldið þreyt- andi...) máls á því hve illa hús við Jörundarholtið væru merkt. Margir kvörtuðu und- an því að ekki væri nokkur vegur að átta sig á því hvaða hús væri hvar og nauðsynlegt að bæta hér úr. Nýr lögreglu- þjónn til starfa Nýr lögregluþjónn hefur tekið til starfa hér í bæ. Heitir sá Valur Ármann Gunnarsson og bjó hér á árum áður að Fögrubrekku. Valur er um þrítugt og hefur starfað innan lögreglunnar í 8 ár. Hann kemur til starfa hjá lög- reglunni á Akranesi sem afleys- ingamaður í eitt ár vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í röðum varða laganna hér undanfarið. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.