Skagablaðið


Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6
Skoðanakönnun nemenda Qölbrautar í nýju Ijósi: Ekki allir á eitt sáttir um úrvinnslu Skoðanakönnun fjölbrauta- skólanemendanna, sem Skaga- blaðið birti á forsíðu síðasta tölu- blaðs, hefur vakið nokkrar um- ræður í bænum og sýnist sitt hverjum um áreiðanleik hennar. Úrtakið var stórt, 140 manns, en ekki eru allir sáttir við hvernig úrtakið var valið né hvemig tölur um fylgi í síðustu kosningum voru fundnar. í könnun nemenda skólans kom fram, að ef gengið yrði til kosninga nú fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 38,1% atkvæða, Al- þýðuflokkurinn 20,4%, Fram- sóknarflokkurinn 13,1%, Sam- tök um kvennalista 12,4%, Al- þýðubandalagið 8,7%, Bandalag jafnaðarmanna 5,8% og Flokkur mannsins 0.7%. Til samanburðar við stöðu flokkanna í síðustu kosningum birti blaðið tölur úr könnuninni, sem byggðar voru á svörum sama úrtaks við spurn- ingunni um hvaða flokk fólk hefði kosið síðast. Af umræddu úrtaki kusu 57% Sjálfstæðisflokkinn í sfðustu kosningum, 14,2% kusu Alþýðuflokkinn, 12% kusu Fram- sóknarflokkinn, 9,4% Alþýðu- bandalagið, 5,8% Bandalag jafn- aðarmanna og 1,6% Samtök um kvennalista. Hin raunverulegu úrslit síðustu kosninga á landinu urðu á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 39,2% atkvæða, Framsókn- arflokkurinn 19%, Alþýðubanda- lagið 17,3%, Alþýðuflokkurinn 11,7%, Bandalag jafnaðarmanna 7,3% og Samtök um kvennalista 5,5%. Þegar þessar tölur eru síðan bornar saman við niður- stöður könnunarinnar, sem e.t.v. er óraunhæft, kemur í ljós, að fylgistap Sjálfstæðisflokksins er óverulegt eða 1,1%, en hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, tapar hins vegar tæp- um þriðjungi fylgisins. Alþýðu- bandalagið fær verstu útreiðina, tapar hvorki meira né minna en helmingi fylgisins. Hinn A-flokk- urinn, Alþýðuflokkurinn, eykur fylgi sitt geysilega, nær tvöfaldar það. Kvennalistinn rúmlega tvö- ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Garðabraut 2, Akranesi, sími 93-2930 ÆTiíŒiT¥T=T7 TRYGGINGAR 93-2800 GARÐABRAUT 2 Rafnes Mattfaías HaUgrímsson Hcidarbraut 7, sími 1386 Opið kl. 15-19 virka daga 10-14 laugardaga. DYRALIF Vesturgötu 46, s. 2852 EJjwLoujujin Skagabraut 17 Svefnpokahreinsun Vinnufatahreinsun Kemisk hreinsun Fatapressun Vönduð þjónusta Opið trá 9-18 Sólbaðsstofan Siný JÖRUNDARHOLTI 108, SÍMI 2360 Opið frá kl. 9-23 virka daga, laugardaga 9-20 og sunnudaga 12-20. Verið velkomin. Nýlagnir-breytingar-viðgerðir Jón Bjarni Gíslason PÍPULAGNINGAMEISTARI SÍMAR 2939 & 1864 Annast gerð skattframtala GISU GÍSLASOH héraðsdómslögmaóur SUNNUBRAUT 30 SÍMI 93-1750 Bifreiðaeigendur Allar almennar viðgerðir. Ljósa- og mótorstillingar, réttingar og sprautanir í yíirþrýstiklefa. bifreiðaverkst. Rík. Jónssonar Ægisbraut 23, sími 2533 Steypa-fylling - vélavinna ÞORGEIFhHELGH STtkFUSm RHRRNíSl símar 1062 og 2390 BOLSTRUN Klæði gömul húsgögn og geri þau sem ný. GUNNAR GUNNARSSON, Hjarðarholti 9, s. 2223 ÖKUKENNSLA Ólafur Ólafsson Vesturgötu 117, s. 93-1072 Heimilis- og húseigertda- tryggingar. SJÓVÁ Suðurgötu 62, sími 2000 Hárgreiðslustofan Eiia REYNIGRUND 26, SÍMI 1209 i Mo l°1lo faldar fylgið en Bandalag jafn- aðarmanna tapar eilitlu. Eftir þessar vangaveltur stend- ur hins vegar enn eftir spurningin: Hvernig fékkst sú niðurstaða í könnun skólans, að Samtök um kvennalista, sem ekki buðu fram á Vesturlandi síðast, fengu 1,6% atkvæða í kjördæminu, í könn- uninni? Skýringin er sú, að þeir sem unnu könnunina, lentu á ein- staklingum, sem kusu Samtök um kvennalista í Reykjavík í síðustu kosningum, en fluttust síðan bú- ferlum og búa nú á Akranesi. Þar með ættu vangaveltur að vera úr sögunni. Björn Malmquist, einn þeirra sem að könnuninni unnu, sagði við Skagablaðið að niðurstöðum þess hvernig úrtakið kaus í síð- ustu kosningum hefði verið rugl- að saman við heildarúrslit kosn- inga! Þá sagði Björn þessa könn- un aldrei hafa verið hugsaða sem kosningaspá og úrtakið miðað við það. Þó mætti draga varfœrnis- legar ályktanir af afstöðu úrtaks- ins nú og 1983. c!j Akranes- nágrenni Andlitsbað, handsnyrting, fótsnyrting, vax, litun og make up við öll tækifæri SötÁ/r PARIS 7—J T3iodroqa COSMETICS Snyrtistofa Lilju Högnadóttur Krókatúni 12, sími 2644 AKRANESKAUPSTAÐUR Námsflokkar Akraness Námsflokkar Akraness hefja starf- semi í lok janúar. Innritun verður í Iðnskólahúsinu við Skólabraut laug- ardaginn 26. janúar milli kl. 14-16. Námsgreinar sem boðið er upp á eru: 1. Vefnaður Kennari: Salome Guðmundsd. 2. íslenska Kennari: Guðmundur Þorgrímss. 3. Enska Kennari: Guðjón Kristjánsson 4. Fatasaumur Kennari Sjöfn Jónsdóttir 5. Bútasaumur Kennari: Hrefna Grétarsdóttir 6. Postulínsmálun Kennari: Jóhanna Jónsdóttir 7. Smíðar Kennari: Guðbjartur Andrésson Þá vilja námsflokkarnir kanna áhuga fólks fyrir skattaframtölum og ætt- fræði, en óvíst er hverjir munu kenna þær greinar ef af verður. Námsflokkar Akraness 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.