Skagablaðið


Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 7
Stofnuðu hlutafé* lag um ferðamál - stjóm og varastjóm Skagaferia kjörin Það var lóðið! — Skagablaðið heimsækir lyftingakappa bæjarins, þar sem þeir þeyta lóðum í íþróttahúsinu og það mörgum sinnum í viku hverri Að eyrum okkar bárust dynkir og stunur (nei, nei ekkert dónalegt) en þó var ekki meira en rétt svo að hljóðin næðu alia leið í eyrnabotnana því glymjandi tónlist, nánar tiltekið lagið „Wild boys“ með Duran Duran, gerði sitt til þess að kæfa þau niður. Að vitum okkar barst þungt loft að hluta til blandað þeirri lykt, sem myndast gjarnan á handarkrikum og víðar við líkamlega áreynslu (nei, þetta er heldur ekkert dónalegt). Við snöruðum okkur inn fyrir dyrnar. Pegar inn var komið blöstu við að eiga betur með að fylgjast með 6 stæltir sveinar, sem hver um sig því hvort æfingarnar séu rétt kepptust af öllum lífs og sálar kröftum við að lyfta lóðum — mismunandi þungum eftir því hver átti í hlut og hvernig æf- ingunum var hagað. Allir hafa þeir þó eitt og sama markmiðið, nefnilega að styrkja líkamann með skipulegum lyftingaæfing- um. Iðjuna stunda þeir í fremur litlu herbergi í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Spegill Ekki fór á milli mála, að þarna lögðu menn sig alla fram. Svitinn bogaði af þeim flestum, þar sem þeir handfjötluðu lóðin og einn stóð meira að segja bísperrtur og fylgdist með sjálfum sér í spegli. Sjálfsánægja? Við lögðum þá spurningu fyrir strákana til hvers menn horfðu á sjálfan sig í spegli við átökin (rétt eins og gretturnar væru ekki nægar þótt ekki væri nú verið að grandskoða þær í spegli). „Nei, það hefur ekkert með það að gera að menn séu að fylgjast með andlitsdráttunum," var svarið. „Hins vegar nota menn spegil, já, speglamir mættu gjarnan vera fleiri hérna, til þess framkvæmdar.1 — Hvað er þetta stór hópur, sem æfir að staðaldri? „Við erum 6 núna, en sá sjö- undi er hérna alltaf með okkur. Hann er bara ekki kominn núna.“ (Hann kom þó áður en við kvödd- um). — Hversu oft æfið þið og þá hve lengi í senn? „Við erum hérna yfirleitt aldrei sjaldnar en 4 sinnum í viku, og allt upp í 6 sinnum og æfum í 2-2 Vi tíma í einu. Þyngdirnar sem menn lyfta á hverri æfingu skipta tonnum og í raun æfir hver og einn sig upp eftir eigin forskrift. Þó höfum við tvívegis fengið hingað þjálfara til þess að leið- beina okkur og notið góðs af.“ Hlutafélagið Skagaferðir hf. var formlega stofnað sl. laugar- dag. Félag þetta er stofnað af áhugamönnum um ferðamál og leysir af hólmi ferðamáianefnd, sem starfað hefur að undirbún- ingi þessara mála. Tilgangur fé- lagsins er að stuðla að auknum hlut Akraness sem ferðamanna- bæ, styðja þau fyrirtæki sem starfa að ferðamálum og vera umboðsaðili fyrir ferðamenn. Á stofnfundinum voru eftir- taldir kosnir í stjórn: Jóhannes Finnur Halldórsson fyrir hönd bæjarsjóðs, Egill Egilsson veit- ingamaður, Jakob Benediktsson hótelstjóri, Sveinn Vilberg Garð- arsson, sérleyfisbifreiðar, og Helgi Ibsen framkvæmdastjóri Skallagríms. Til vara voru kosin: Rúnar Pétursson (Akraprjón), Harald- ur Bjarnason (Bæjarblaðið), Haukur Ármannsson (Skaga- nesti), Gunnlaugur Haraldsson (Byggðasafnið Görðum), og Erla Karlsdóttir (Bílaleigan Brautin). Fundarstjóri var Benedikt Jón- mundarson, fundarritari Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir og endur- skoðendur Jón Þór Hallsson og Gísli Gíslason. Fundurinn sem haldinn var í Stillholti, hófst á því að Gunn- laugur Haraldsson rakti aðdrag- andann að stofnun hlutafélagsins, en upphafið má rekja til fundar nokkurra manna á veitingahúsinu Stillholti fyrir réttu einu og hálfu ári síðan. Að þeirri kynningu lokinni gerði Gísli Gíslason grein fyrir stofnsamningi félagsins. Fundinum lauk síðan eftir að stjórn hafði verið kosin með því að veitingar voru bornar fram. Grunaóur um ölvun við akstur Einn ökumaður var tekinn á laugardagskvöld grunaður um ölvun við akstur að sögn lög- reglunnar. Helgin var að öðru leyti fremur róleg og lítið um útköll. prótín. Blanda matskeið af því út í mjólkurglas og drekka. Þegar hér var komið sögu var ekki laust við að við Skaga- blaðsmenn værum farnir að finna fyrir því að strákarnir vildu halda æfingunni áfram. Ekki svo að skilja, þeir voru almennilegheitin uppmáluð en okkur þótti samt vissara að hafa okkur á brott áður en við yrðum notaðir sem hluti af lyftingaáhöldunum. Kvöddum því með virktum og afþökkuðum öll boð um að taka þátt í æf- ingunni. Aldrei að vita nema við gerðum einhverjar rósir. —SSv. Stangaveiðimenn! Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn í Röst, Vesturgötu 53, sunnudaginn 10. mars og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál 3. Verðlaunaafhending 4. Kaffiveitingar Stjórn SVFA Prótín hverju stunda menn hvað fá menn út úr — Af lyftingar, þessu? Það varð fátt um svör í fyrstu en síðan urðu strákarnir ásáttir um að fyrst og fremst væri þetta ákveðin útrás svo og hitt, að líkaminn stæltist óneitanlega við átökin. Til þess að auka vöðva- uppbygginguna éta strákarnir Verðlaunagetraun Bf Samvinnuferóa/Landsýnar, Skagablaðsins og Skáta-tívolísins 4. í „suðurrútu" Samvinnuferða/Landsýnar er komið við í dvergríki einu. Hvað heitir það? Svar: ............................ 5. Samvinnuferðir/Landsýn bjóða upp áferðirtil „perlu Adríahafsins". Hvaða borg hefur þennan glæsilega titil? Svar: ....................... 6. Ein margra nýjunga Samvinnuferða/Landsýnar á ferðaáætlun sumarsins er beint flug til sögufrægrar borgar í Austurríki. Hver er hún? Svar: ............................ • Svörin við spurningunum er að finna í hinum nýja og glæsilega bæklingi Samvinnuferða/Landsýnar, sem hægt er að nálgast í versluninni Óðni, Kirkjubraut 5. • Klippið þennan seðil út úr Skagablaðinu og geymið þar til sá síðasti hefur birst en alls verðagetraunaseðlarnir3. Heftið þásíðan saman,merkiðykkurog skilið í þar til gerðan kassa á Skáta-tívolíinu þann 17. mars. i Opid: virka daga frá 18-22 Strumparnir eru komnir til okkar með íslensku tali. helgarfrá 17-22 Alltaf eitthvað nýtt, ávallt velkomin! SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.