Skagablaðið - 09.07.1986, Síða 2
■■
„Eg skil vcl tbúana viit
Skarðsbraut út af ónæðinu og
óþægindunum sem þeir verða
fyrir af voldum rvksins. Ég bý
““■'‘ur við götu sem ekki er
er þá eru óþægindi af
rykinu þótt það sé ekki eins
mikið og kemur af þjóðbraut-
in.«i,“ sagði Daníel Árnason,
bæjartæknifræðingur, þegar
Skagablaðið ræddi við hann
um vandamálið af rykinu frá
Daníel sagði að eina varan-
lega lausnin væri að setja bund-
ið slitiag á en til þess að slíkt
væri framkvæmanlegt þyrfti
fjárveitíngu. Hann sagði að
reynt hefði \erið að f;i r\k-
bindiefni hjá Vegagcrðinni en
vegna þurrka hefðu þcir ekkí
verið aftögufærir með ncitt. Pá
hefði verið gripíð til þess ráðs að
setja hreint salt á götuna til
rykbindingar en um leið og
rignir þá skolast það burtu.
Daniel var spurður hvort
þessi vegaspotti tilheyrði ekki
ríki og þess vcgmt þeírra aö
setja bundið slitlag á. Hann
sagði að ríkið tæki þátt í að
gera veginn en það væri bæjar-
ins að halda honum við vegna
þess að hann er innan bæjar-
markanna.
Gott dœmi um rykmökkinn frá gamla þjóðveginum.
Rykið frá gamla þjóðveginum
ergir ibúana við Skarðsbraut
íbúar við Skarðsbraut höfðu
samband við Skagablaðið og báðu
um að vekja athygli á miklu ryki
frá vegarspottanum frá hringtorg-
inu að Esjubraut. Sögðu þeir að
ekki væri hægt að opna glugga né
hengja út þvott Jtegar vindur stæði
á blokkirnar. Ibúarnir sögðu að
þetta væri ekki neitt, sem væri að
gerast í fyrsta skipti, heldur væri
þetta búið að vera vandamál í
langan tíma.
Peir sögðu, að það styttist í að
þolinmæðina brysti og hefði
heyrst að sumir vildu leggja bílum
sínum á mestu þurrkadögunum
AKRANESVOLLUR
WCRANES2 4
HÓTEL
LOFTLEKHR
SKVlkKUN
þannig að öll umferð stöðvaðist ef
ekki færi að gerast eitthvað varan-
legt í sambandi við rykið. Einnig
kom fram að þetta varð meira
vandamál eftir að ÁTVR opnaði
útibú í grenndinni en einnig hitt
að þungaflutningum væri beint
eftir þessum vegarspotta, og rykið
eftir stóru bílana væri mun verra
ef hægt væri að nota slíka viðmið-
un.
Viðmælendur okkar sögðu að
stundum væri sett efni á veginn til
að hefta rykið en það dygði stutt.
Þeir sögðu að þeir hefðu oftsinnis
kvartað út af þessu en nú væri
kominn tími á að gera eitthvað
varanlegt til lausnar á þessu. í
blokkunum væru um 72 íbúðir og
það gæti orðið nokkuð stór þrýsti-
hópur ef út í það yrði farið.
Lið 4. flokksins, sem spilaði síðari hálfleikinn ásamt Sœvari Guðjónssyni, þjálfara.
Vallarmet á Jaðarsbökkum, ÍA - Höje Tástrup IF 24:0:
Þar lágu Danir í því
Vallarmet leit dagsins ljós á
grasvellinum á Jaðarsbökkum á
sunnudag þegar 4. flokkur IA
tók jafnaldra sína frá Höje Tá-
strup Idræts Forening í karphús-
ið svo um munaði. Lokatölur
urðu 24:0 eftir að staðan hafði
verið 9:0 í hálfleik. Gamla vallar-
metið var 17:0.
Eins og tölurnar bera með sér
var leikurinn nánast einstefna að
marki Dananna allan tímann og
það merkilega við úrslitin er að
öllum leikmönnum ÍA-liðsins að
tveimur undanskildum var skipt
út af í hálfleik og B-liðið kom
inn á. Það stóð sig með miklum
sóma eins og sj á má af tölunum.
Það fór ekki leynt á vellinum
á sunnudag að margir kenndu í
brjósti um Danina enda er þetta
langsamlega lakasta liðið frá
Tástrup, sem iið frá Akranesi
hafa att kappi við þau 13 ár sem
samskipti bæjanna hafa staðið.
Til stendur að liðin leiki aftur á
föstudaginn og vonandi er að
Dönunum takist betur upp þá en
nú.
Mörk Skagamanna í þessum
leik skoruðu þessir eftir því sem
Skagablaðið kemst næst: Þórður
Guðjónsson 5, Bjarki Gunn-
laugsson 4, Ásgrímur Haralds-
son 4, Þórður Þórðarsson 2,
Ágúst Guðmundsson 2, Kol-
beinn Árnason 2, Stefán Þórð-
arson 2 og þeir Hreiðar Bjarna-
son, Arnar Gunnlaugsson og
Jón Þór Þórðarson 1 mark hver.
Ef þetta er ekki allskostar rétt
væri gaman að fá af því fregnir
og að sjálfsögðu myndum við
leiðrétta misskilning ef einhver
væri á ferðinni.
Tunglsýki
Ilér á ölditm áftur var oll
sjúkir. Þarna var vísað til ein-
luers konar æftis sem álti aft
liala runnii) á ntenn er lungl
Þcssi gamla speki virtist í
fuilu gildi lléi á Skaga unt
helgina. Tuhgl var nánast fullt
móti. Talsverð ölvun var a
götum út i og eitthvað um rysk-
ingar. Þá þurftu nokkrir að fá
aóstoö :il aö komast heim.
Ef ykkur liggur
eitthvað á hjarta
þá er síminn:
2261
Spuming
vikunnar
— Spilar þú í happa-
drætti og ef svo er hefurðu
einhvern tíma unnið?
Ásmundur Uni Guðmundsson:
— Ef það gerist eru það helst
björgunarsveitir sem njóta góðs
af því, en ég kaupi mjög sjaldan
slíka miða
Valdimar Lárusson:— Að sjálf-
sögðu, að sjálfsögðu. (Þ.e. spilar
í happdrættum og hefur unnið).
. 1
Þurt'ður Árnadóttir: —Já. Ég hef
einu sinni unnið en er enn að bíða
eftir stóra vinningnum.
sjálfsögðu, að sjálfsögðu. (Þ.e.
spilar í happdrættum og hefur
unnið).
Skagablaðið
Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamenn: Árni S. Árnason og Ársæll Már Arnarson ■ Ljósmyndari:
Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Ellen Blumenstein (heimasími 2659) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og
innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■
Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og er opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170,
300 Akranes. ■ Eftirprentun óheimil án leyfis.
2