Skagablaðið - 09.07.1986, Síða 7
Bítlavinafélagið í essinu sínu. Vel serkjaðir kyrjuðu fimmmenningarnir hvert lagið á fœtur öðru við
gífurlegan fögnuð.
einni svipan," sagði einn Bítillinn.
„Já, fengu þeir ekki bara eitt
eintak,“ spurði annar. „Nei, þeir
fengu bara kápu til að setja út í
glugga,“ stakk sá þriðji að. Síðan
hlógu þeir rosalega.
Skipulögð vinna
Já, þeir eru léttir á Bárunni,
strákarnir í Bítlavinafélaginu.
Þeir hafa bersýnilega gaman af
því sem þeir eru að gera og gera
það vel. En innst inni eru þetta
vandaðir tónlistarmenn sem vita
nákvæmlega hvað þeir eru að
gera. Sem dæmi má nefna að þeir
eyddu aðeins 22 klukkutímum í
að vinna plötuna í hljóðveri en þó
má ekki gleyma því að þrjú iag-
anna á henni voru tekin upp á
tónleikum á Hótel Borg.
„Þetta er fjölmennasta plata,
sem tekin hefur verið upp á
íslandi,“ sögðu fimmmenning-
arnir og vitnuðu til þess að um 800
manns hefðu verið á Borginni.
Góðar móttökur
Bítlavinafélagið hafði spilað
býsna oft saman áður en platan
kom út, m.a. efnt til fjölsóttra
Lennon-kvölda, sem nutu mikill-
ar hylli. Kvöldið áður en Þrisvar
í viku komst í efsta sæti vinsælda-
listans efndi Bítlavinafélagið til
tónleika í Hrísey og fékk 30
áhorfendur. Seldi 20 plötur að
auki. „Þessi aðsókn í Hrísey jafn-
gildir því að fá 8 áhorfendur í
Grímsey og það er hreint ekki svo
slæmt,“ sögðu Bítlavinirnir og
voru hinir hressustu.
Ekki verður um tónleikahald
að ræða hjá Bítlavinafélaginu á
næstunni því flokkurinn ætlar að
taka sér tveggja vikna hlé frá
spilamennsku. Síðan verður farið
í ferð um landið og hver veit
nema þeir heimsæki Skagamenn í
þeirri yfirreið. Svo mikið er víst
að þeir myndu fylla Hótelið leik-
andi því eins og einn gestanna
sagði við okkur er við vorum á
leiðinni út: „Þið megið hafa það
eftir mér að það á að fá þessa
hljómsveit hingað í hverri viku.
Þeir eru frábærir.“
-SSv.
mikið á að ekki vannst tími til
þess að kynna lögin nema á hlaup-
um. Hafi gestir Hótelsins skemmt
sér vel er næsta víst (eða svo segir
Bjarni Fel.) að Bítlavinafélagið
skemmti sér engu síður. Meðlimir
þess dönsuðu af djöfulmóð þrátt
fyrir eitthvert smæsta svið norðan
Alpa og virtust hreinlega óþreyt-
andi. Sannkallaðir skemmtikraft-
ar. Ekki spillti svo fyrir að flutn-
ingur þeirra á gömlu perlunum,
sem þeir ruddu út úr sér í tugavís,
var í flestum tilvikum ótrúlega
næmur og „sándið“ mjög svo í ætt
við það sem tíðkaðist á sjöunda
áratugnum.
Gripnir í ,,pásu“
Skagablaðið sveit á Bítlavina-
félagið í örstuttu hléi sem það
gerði á leik sínum og spurðist
fyrir um hvers vegna Akranes
væri þeim jafn kært og raun bæri
vitni því þetta var í fjórða sinn á
skömmum tíma sem flokkurinn
heimsótti okkur. Svörin við
spurningunni urðu margvísleg.
„Það er svo stórt sviðið hérna
og gaman að spila á því.“
„Jakob er einstaklega góður
viðsemjandi.“
„Stelpurnar hérna eru æðisleg-
ar.“
„Fyrst og fremst pólitískar á-
stæður fyrir þvi að við komum
hingað."
Magasár
—Eruð þið ekki ánægðir með
að lagið Þrisvar í viku skyldi fara
í einu stökki beint á topp vinsæld-
arlista hlustenda rásar 2?
„Nei, fjarri því.“
„Jú, auðvitað erum við ánægð-
ir,“ svaraði annar. „Þetta kom
okkur ansi mikið á óvart,“ sagði
sá þriðji. „Ég var t.d. búinn að
spá því í 18. sætið," bætti hann
við en svo þegar gefið var í skyn
að eitthvað óvænt hefði gerst á
listanum tók okkur nú að gruna
ýmislegt.“
Strákarnir voru heima hjá
Rafni Jónssyni, trommara, að
borða er þeir hlustuðu jafnframt á
vinsældarlistann á fimmtudaginn.
„Það munaði ekki nema 0,25
sentimetrum að Stebbi fengi
magasár,“ sagði einn. „Já, er það
ekki mjög svipað og meðalúr-
koma á Gjögri í júnímánuði?"
bætti annar við.
—En var ekki gaman að annað
laganna ykkar, þ.e. ekki eitt
Bítlalaganna á plötunni, skyldi ná
svo langt?
„Við stíluðum upp á að þetta
lag næði vinsældum," sagði einn.
„Hins vegar kom hin mikla og
snögga velgengni okkur á óvart,
því verður tæpast á móti mælt."
Já, Bítlavinafélagið getur svo
sannarlega vel við unað því plata
þeirra, sem inniheldur 5 lög, hafði
ekki verið til í nema tvo daga
þegar vinsældarlistinn var valinn.
Sala á henni hefur sömuleiðis
gengið mjög vel. „Ég vissi til þess
að þeir hjá Karnabæ á Rauðarár-
stíg seldu sína sendingu upp í
Hendur á lofti — rafmögnuð stemning. Já, þú misstir af heilmiklu,
lesandi góðw, hafirðu ekki verið i „Telinu".
Bítlavinirnir á dœmigerðri fjölskyldumynd, sem tekin var í einni affáum en þó nokkuð stuttum „pásurn“
flokksins.
AKURNESINGAR Vaníi ykkur licimilistæki þá er /rafþjónusta Sícmens hcimilistælsin lausnin. C'(^\^>sigwdórs \^SKAGABRAl/T 6 AKRANESI
MUNIÐ ÓDÝRA KJÖTBO RÐ-
1] Ð UKK/ {R
Sláturfélag Suðurlands, Vesturgötu 48, s. 2033/2046
7