Skagablaðið


Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 1
Björgunarsveitin Hjálpin efndi til heljarmikillar sigæfingar í lilíöum Akrafjalls um síðustu helgi og á meðal sigmanna var ung stúlka, sem var að reyna fyrir sér á þessu sviði í fyrsta sinn. Hún fékk hlýjar mót- tökur hjá unnusta sínum, Kristni Einarssyni, er sýnt þótti að hún stæðist raunina með prýði enda var hann ekki langt undan. Myndin skýrirsigaðöllu leyti sjálfen nánarersagt frá starfsemi Hjálparinnar á bls. 4. Krossvíkurvit- inn fær hvfld Angórakanínurækt hafin á Akranesi? Svo gæti farið að ræktun Ang- legt verður að sjá hver framvind- órakanína hæfist hér á Akranesi an verður og óneitanlega yrði um áður en langt um líður. Ræktun „lifandi“ viðbót í atvinnulífið að slíkra dýra hefur verið reynd ann- ars staðar á landinu með ágætum árangri, m.a. suður með sjó. Of- ugt við aðra kanínuræktun, þar sem kjötið er helsta afurðin, er ullin verðmætasti liluti Angóra- kanínanna. Það er Sigurður Einarsson sem er að velta þessum möguleika fyr- ir sér og hefur m.a. kynnt hann fyrir bæjaryfirvöldum. Skaga- blaðinu tókst ekki að ná sambandi við Sigurð fyrir þetta blað en fróð- ræða hér á Skaga ef af yrðt. Ársfundur á Akranesi Ákveðið hefur verið að árs- fundur Hafnasambands sveit- arfélga fari fram hér á Akranesi og í Borgarnesi dagana 30. og 31. október næstkomundi. Annar áfangi Dvalarheimilisins Höfða: Ekki farið út í framkvæmdir fyrr en fjármagn hef- ur verið tryggt Stjórn Dvalarheimilisins Höfða samþvkkti á fundi sínum fyrr í þessum niánuði að beina því til eignaraðila stofnunarinnar að framkvæmdir við II. áfanga Höfða verði hafnar á grundvelli fyrirliggjandi teikninga. Var ósk- að eftir svörum eignaraðila fyrir 4. október. Samkvæmt umræddum teikn- ingum er gert ráð fyrir að II. áfangi heimilisins verði tæplega 2350 m2 á tveimur hæðum. Vist- rými er rúmlega 1070 m2 og ætlað fyrir 25 manns. Þegar eru tæplega 40 vistmcnn að Höfða þannig að með II. áfanga ykist vistrými um hvorki meira né minna en 60%. Kostnaður við byggingu II. áfanga er talinn nema rúmlega 90 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Af þeirri upphæð myndi framkvæmdasjóður aldraðra leggja til 31 milljón og möguleikar eru taldir á 15 milljóna króna láni frá Húsnæðisstjórn ríkisins. Eftir standa því 45 milljónir, sem kæmu í hlut eignaraðila en þeir eru Akraneskaupstaður að 7/8 hluta og hrepparnir sunnar Skarðsheið- ar. Byggingartími er áætlaður 4 ár. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar, bæjarstjóra, hefur verið samþykkt að fara út í umræddar framkvæmdir en þó ekki fyrr en fjármagn til þeirra hefur verið tryggt. Samþykkt hefur verið að skipa fjármögnunar- og fram- kvæmdanefnd en hrepparnir eiga eftir að tilnefna fulltrúa. Lögreglan í hraðamælingar? Skagablaðið hefur hlerað að lögreglan hyggist taka upp hraðamælingar hér innanbæjar á allra næstu dögum þannig að vissara er fyrir ökuþóra bæjar- ins að stíga varlega á bensín- pinnann. Sérstaklega mun mælingunum beint gegn hrað- akstri í nágrenni við grunnskól- ana. Dvalarheimilið Höfði. Innsiglingarljósin hér á Akra- nesi hafa verið sjómönnum á Skaga nokkur þyrnir í augum m.a. vegna þess hve þau hafa viljað renna saman við Ijósin í Grundahverfinu. Á þessu verður ráðin bót á næstunni því ætlunin er að bæta innsigling- arljósin. Til þess að svo verði er lagt til að Krossvíkurvitinn verði lagð- ur niður í núverandi mynd en í staðinn kæmu tvö Ijós sem bæru saman í rv. 051°. Fremra Ijósinu ásamt dagmerki yrði komið fyrir í vitahúsinu en síð- an yrði reist mastur 150-200 m frá vitahúsinu fyrir aftara ljósið og dagmerki. Er talað um að hæðarmunur á ljósunum þyrfti að vera 7-8 metrar og að þau leiftruðu samtímis. Líf færist í fasteignamarkaðinn á Akranesi: Meiri hreyfing á markaðn- um og verðið er að hækka Skagablaðið sagði frá því á sín- um tíma að tregða væri á fast- eignamarkaðnum, nánast fryst- ing á sölu á íbúðum. Við ákváð- um að kanna hver staðan væri nú og leituðum til Jóns Sveinssonar, fasteignasala. Jón sagði að síðari hluta sumars og framan af september hefði verið töluverður kippur í fasteignaviðskiptum en núna síðustu daga væri eins og að eitt- hvert bakslag væri að koma. Það væri eins og að fólk héldi að sér höndunum. Hann sagði að samt væri mikið spurst fyrir um fast- eignir og þá helst einbýlishús. Jón sagði að verðlag hefði hækkað frá því sem verið hefði, ekki nein stökkbreyting en samt í átt til hækkunar. Jón sagði að mesta breytingin væri sú að fólk virtist heldur vilja kaupa ný eða nýleg hús eða íbúðir. Fólk virtist síður vilja kaupa eldri hús eða íbúðir til þess að losna við við- hald sem því fylgir.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.