Skagablaðið


Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 8
Fjallalambið gómað Réttað var í fjárréttinni inni við Berjadalsá á sunnudag að aflok- inni fyrri smölun hjá Fjáreigendafélagi Akraness. Heimtur voru misgóðar en smalað verður að nýju í Grafardal um aðra helgi og koma þá flökkusauðirnir vonandi í ljós. Þessari mynd var smellt af á sunnudag og sýnir hún unga hnátu sem hefur betur í viðureign sinni við eitt fjallalambið. Æfingasvæði ÍA stækkar að mun Bæjarstjórn hefur samþykkt að úthluta Knattspyrnufélagi ÍA 2/3 hluta þess svæðis, sem merkt hef- ur verið „æfingavellir“ á deili- skipulagi frá 1984. Þama er fyrir- hugað að koma upp 2-3 knatt- Dauftyfir höfninni Fremur dauft hefur verið yfir lífinu við höfnina undanfarna viku og heyrir það nánast til undantekninga. Yfirleitt er allt iðandi af lífi við þessa sannköll- uðu „lífæð“ bæjarins. Akurnesingur kom inn með ca. 35 tonn af rækju á föstudag og á mánudag kom Haraldur Böðvarsson með 140 tonn. Fremur tregt hefur verið hjá smábátunum eins og við skýrð- um frá í síðasta blaði. Þó fékk Enok 1800 kíló og nokkrirvoru með 7-800 kíló en annars minna. spyrnuvöllum og bætist þetta svæði, sem er fyrir innan núver- andi æfingasvæði við hlið malar- vallarins. við núverandi aðstöðu. Þá var samþvkkt að félagið skyldi sjálft sjá um uppbyggingu svæðis- ins í samráði við bæjaryfirvöld. Jón Gunnlaugsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði í samtali við Skagablaðið að þessi samþykkt markaði tímamót að vissu leyti því nú væri félaginu sjálfu gert að sjá um uppbyggingu svæðisins. Sagði hann það já- kvæða þróun og æskilega ekki síst í ljósi þess að fjárhagur bæjarins væri þröngur og því erfitt um vik við eins hraða uppbyggingu svæð- isins og æskilegt væri. Jón sagðist ennfremur telja, að Knattspyrnufélagið mundi fara út í framkvæmdir við svæðið með aðstoð einstaklinga og vinveittra fyrirtækja og yrði ljóst að mikil þörf myndi verða fyrir sjálfboða- liða. „Það má segja að þetta komi í beinu og eðlilegu framhaldi af þeirri ákvörðun IA að reisa sitt eigið íþróttahús á Jaðarsbökk- um,“ sagði Jón. Úttekt á öryggismálum við Akraneshöfn: Stigar allt of fáir, of stuttir eða ónýtir Oryggismál Akraneshafnar hafa oftlega verið til umræðu og hefur það verið almcnnt álit manna, að þrátt fyrir að eitt og annað væri þar í góðu lagi væri enn margt sem betur mætti fara. Sigurður Þorsteins- son, hafnarverkstjóri, hefur tekið saman skýrslu um það sem lagfæra þyrfti við höfnina og er það fróðleg lesning. Bendir hann m.a. að bjarghringjum þurfi að fjölga og ennfremur þurfi aö lengja bryggjustiga á a.m.k. 10 stööum um hálfan annan metra. Aukinheldur telur Sigurður að kaupa þurfi allt að 15 nýja stiga. Þá bendir Siguröur á í samantekt sinni. að steypa bryggjanna sé á nokkrum stöðum farin að láta á sjá og séu bindijárn komin í Ijós. Ástandið í þessu tilliti er verst að því er virðist á Scmentsbryggjunni. sér í lagi á austurkanti hennar þar sent myndast hafa göt. Þessa dagana er verið að vinna að gcrð kostnaðaráætlunar vegna þeirra lagfæringa sern framkvæma þyrfti í kjölfar úttektar Sigurðar. HAB gef- iö undir fótinn Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar hefur að undanförnu verið að leita fyrir sér með leiguhús- næði undir skrifstofur en núver- andi leigusamningur veitunnar að Kirkjubraut 40 rennur út um ára- mótin. Svo virðist sem margir hafi áhuga á að leigja HAB húsnæði undir skrifstofur. Þannig hefur t.d. Guðmundur Magnússon boð- ið fram efri hæð húss síns við Still- holt til leigu og ennfremur hefur borist leigutilboð frá eigendum íbúðarhúsnæðisins á 2. hæð Kirkjubrautar 54-56. Loks hafa þeir Sigurjón & Þorbergur boðið veitunni makaskipti á húseign sinni við gamla þjóðveginn og núverandi verkstæðishúsi HAB við Esjubraut. Gott atvinnuástand Átvinnuástand hér á Skaga virðist ekki hafa verið betra en einmitt nú í háa herrans tíð. Um síðustu mánaðamót voru aðeins þrír á at- vinnuleysisskrá hér í bæ og hafa vart verið færri í annan tíma. Hins vegar mun eitthvað hafa bæst á listann í þessum mánuði án þess þó að um verulegan mun sé að ræða. Gott dæmi um atvinnuástandið í bænum hefurt.d. lýst sér þannig á undanförnum vikum aðerfitt hef- ur verið að fá fólk til starfa í fjölmörgum tilvikum. Einn hinna hálfónýtu stiga. Ökuþórar á Akranesi virð* ast í algjörum sérflokki Skagamenn eru enn í sérflokki ins og 14 í Garðabæ, sem reynd- mannfærri en ástkæri, árekstrafái á meðal landsmanna hvað ar er heldur mannfleiri en Akra- bærinn okkar. árekstra áhrærir. Þetta kemur nes. í Keflavík urðu árekstrarnir Mjög svipaðar tölur voru uppi á glöggt í Ijós þegar samanburðar- 37 talsins! Keflavík er reyndar teningnum í júlímánuði og virðist tölur yfir árekstra í ágústmánuði með um 25% fleiri íbúa en Akra- sem færni Skagamanna undir stýri eruskoðaðar.Tölurnarkomafrá nes. sé vel yfir meðallagi. Hins vegar Umferðarráði. En Akurnesingar skáka ekki hefur árekstrum fjölgað á ný síð- Samkvæmt yfirlitinu urðu að- bara byggðalögum með svipaðan ustu vikurnar og kann það að stafa eins 6 árekstrar hér á Akranesi í íbúafjölda. Á Isafirði, Húsavík og af skammdeginu eða þá hinu, að ágústmánuði. í Vestmannaeyj- á Seltjarnarnesi urðu fleiri ökuþórar bæjarins eru orðnir of um, sem er bær svipaður að árekstrar en á Akranesi í ágúst- öruggir með sig. stærð, urðu árekstrarnir 10 tals- mánuði. Allir þessir staðir eru

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.