Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 2
| llmferðarpistlar lögreglunnar • 1:
Gangbrautimar
eru „lífæðar*
— 61. gr. umferðarlaga segir svo.
„Það sem merkt er gangbraut
vfir veg, skulu menn nota hana, er
þeir ætla yfir veginn. Ef ekki er
gangbraut, skulu menn ávallt
ganga þvert yfir veg með jöfnum
hraða.
Gangandi menn skulu gæta vel
að umferð, áður en farið er yfir
veg.“
Gangbrautir eru besta leiðin
fyrir gangandi vegfarendur, ef
aðgát er höfð.
En þeir sem eru gangandi hafa
einnig skyldur og réttindi. Skyld-
urnar eru ekki margar en þeim
mun meiri þörf að þeim sé sam-
viskusamlega fylgt öryggis vegna.
í fyrsta lagi: Notaðu alltaf
gangbraut ef hún er nálægt.
Næsta nágrenni gangbrautar
hefur reynst vera hættusvæði yfir
að fara. Ef engin gangbraut er
nálæg er best að fara yfir við
gatnamót. En mundu að stoppa
við gangstéttarbrúnina svo þú get-
ir fullvissað þig um að óhætt sé að
fara yfir götuna.
í öðru lagi: Anaðu aldrei út á
gangbraut rétt fyrir framan öku-
tæki, sem er að nálgast. Enginn
ökumaður getur snarstansað.
Stöðvunarvegalengdin er meiri en
sumir virðast álíta. Taktu vel eftir
umferðinni á meðan þú ert á
gangbrautinni. Gakktu rösklega
en hlauptu ekki.
Stundum getur verið nauðsyn-
legt að gefa ökumönnum merki
með því að lyfta hendinni. En
Sjónvarpsbúðin As
nú á Kirkjubraut 6
Sjónvarpsbúðin As hefur flutt sig um set og opnað að Kirkjubraut
6, en var áður að Suðurgötu 103, þar sem vídeóleigan Ás er til húsa.
Eigendurnir, Magnús Ingólfsson og Hreinn Björnsson, sögðu aðfull
þröngt hefði verið um tækjasöluna á Suðurgötunni og þess vegna
ákveðið að flytja sig um set. Með tilkomu stærra húsnæðis væru
meiri möguleikar að veita aukna þjónustu við viðskiptavinina.
f nýju versluninni verða á boðstólum hljómtæki, sjónvörp, vídeó-
tæki, ferðatæki og hátalarar ásamt ýmsum aukahlutum fyrir umrædd
tæki. Þeir félagar verða með mörg þekkt merki á boðstólum eins og
Nesco, Xenon, Crown, Samsung, Supertech, Fisher og OR svo ein-
hver séu nefnd.
Þeir félagar Hreinn og Magnús sögðu að plássið, sem búðin hefði
tekið í vídeóleigunni á Suðurgötunni yrði notað undir vídeóspólur
því alltaf vantaði pláss undir fjölbreytilegt úrval af spólum. Verslun-
in á Kirkjubrautinni verður opin virka daga frá kl. 13 til 18 og á laug-
ardögum frá kl. 10 til 12. Afgreiðslutími vídeóleigunnar breytist
ekki. Síminn þar er 2250.
munið að höndin stöðvar ekki
ökutækið.
Gangbrautir eru og eiga að geta
verið nokkurs konar „lífæðar"
fólks yfir akbrautir.
En til þess að það megi takast
verða allir að leggjast á eitt, jafnt
gangandi vegfarendur, ökumenn
og síðast en ekki síst bæjaryfir-
völd er eiga að sjá um merkingar
og staðsetningar gangbrauta.
í næsta blaði verður rætt um
skyldur og hegðan ökumanna við
gangbrautir og gangandi vegfar-
endur.
Gegnið yfir gangbraut.
Síðasta helgi var einkar róleg
í ljósi heilmikits fjör í bænum
undangengnar helgar. Mikið
hefur verið um glerbrot á götum
bæjarins eftir síðustu föstudags
kvöld og vart akandi um þær af
þeim sökum en um síðustu helgi
brá svo við að lítið sem ekkert
sást af slíku.
„Þetta er allt á leið til betri
vegar," sagði Svanur Geirdal,
yfirlögregluþjónn og bætti því
við að vonandi væri þessi gler-
brotahrina afstaðin í bili a.m.k.
Sagði hann að svo virtist sem
þetta kæmi í bylgjum og fyrstu
helgarnar í septentber væru sér-
lega slæmar í þessu tilliti.
v S: :: :::: . . :::
Ferð þú oft í réttir?
Hörður Jóhannesson: —
Ég hef alltaf farið síðan
1952 á hverju hausti. Bæði
í smalamennsku og réttir.
Valgerður Sveinsdóttir: —
Ég fer alltaf á hverju hausti
í réttir og smalamennsku.
Ólafina S. Ólafsdóttir: —
Ég hef ekki farið mikið nú
síðari ár en fór oft á mínum
yngri árum.
Guðmundur Bjarnason: —
Á hverju hausti síðastliðin
40 ár.
Spuming
vikunnar
Skagablaðið
Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaðurog Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar
og dreifing: Árni S. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, filmuvinna og
prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og er opin alla
daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170,300 Akranes ■ Eftirprentun óheimil án leyfis.
2