Skagablaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 3
Vetrarstarfiö hjá Amardal komið í gang:
Böll aðra hvora helgi
og fjömgt klúbbastarf
Vetrarstarfið hjá Arnardal er
komið á fulla ferð enda skólarnir
byrjaðir starfsemi sína og ekkert
því til fyrirstöðu að vekja æsku-
lýðsstarfið úr sumardrómanum.
Arnardalur verður opinn í vet-
ur frá kl. 16.30 - 19.00 alla virka
daga en frá kl. 14.00-18.00 á laug-
ardögum. Á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum verða svo-
kölluð almenn kvöld frá kl. 20.00
- 23.00 en klúbbastarfsemin verð-
ur einskorðuð vð mánudags- og
miðvikudagskvöld frá kl. 20.00 -
23.00 einnig. Þetta er gert til þess
að betra næði fáist fyrir klúbbana.
Hvað dansleikjahald snertir þá
mun Arnardalur gangast fyrir
slíku aðra hverja helgi. Á föstu-
dögum verða böll fyrir nemendur
7. og8. bekkjaren 9. bekkingarfá
tækifæri til að sletta úr klaufunum
á laugardögum. Aðrar helgar fá
félög að standa að dansleikja-
haldi.
Að framansögðu má ljóst ráða
að það er nóg um að vera fyrir
hressa unglinga sem á annað borð
hafa áhuga á að blanda geði við
jafnaldra sína við góðar aðstæður
undir leiðsögn valinkunna manna
á borð við Elís Þór Sigurðsson og
Pétur Björnsson, sem er nýráðinn
til starfa.
Haustvörur
Vorum að taka upp gott úrval af peysum á
herra, dömur og börn. Ennfremur Harem
buxur og sparibuxur á dömur, flauel- og gall-
abuxur á herra og börn. Jogging-gallar og
jogging-frakkar.
Nýjar vörur daglega
TÍSKUVERSLUNIN
OOTa
SÉRVERSLUN Á 2 HÆÐUM
m—mmmm suðurgötu 83 SÍMI 2224 mmmmmam^^m
40 ára af-
íþróttaunnandi skrifar:
1
Ef inig misminnir ekki held-
ur ÍA upp á það á þessu ári aö
40 ára eru liðin frá stofnun
bandalagsins. Ef mig misminn-
ir heldur ekki var ætlunin að
minnast afmælisins með ýms-
um hætti. Eitt af því sem heyrð-
ist fleygt var að allar íþrótta-
greinar innan ÍA yrðu sérstak-
lcga kynntar með tilheyrandi
mótum og jafnvel fieiru.
Nú rekur mig hreint ekki
minni til þess að nokkuð hafi
verið gert til þess að minnast
þessa veglega afmælis ef undan
er skilið Hi-C/Skagamótið í
knattspyrnu 6. flokks drengja
en það mót var ekkert tengt IA
og hátíðahöldum bandalags-
ins.
Mig langar því til að beina
þeirri spurningu til stjörnar ÍA.
og vænti svars á þessum vett-
vangi von bráðar, hvort
gleymst hafi að halda upp á
afmælið?
Á hestbaki
Á rölti okkar um bæinn fyrir skömmu rákumst við á systkinin
Reyni og Aldísi Aðalsteinsbörn, þar sem þau fóru ríðandi. Reynir
var á Sörla, 7 vetra, en Aldís á Grána. Þau sögðust eiga Grána
saman en Sörla hefðu þau að láni og mættu hafa hann eins og þau
vildu. Það var ekki meira en svo að okkur tækist að smella af þeim
mynd, svo voru þau rokin af stað á klárunum.
FRÁ SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA
FATLAÐRA Á VESTURLAINDI:
Lausar
stöður
Auglýst er laus til umsóknar 2Vi staða í nýrri dagvistun fyrir
fatlaða sem áætlað er að taki til starfa 15. október.
Umsóknarfrestur er til 10. október. Laun samkvæmt laun-
akerfi BSRB. Mánari upplýsingar veitir Jóhanna í síma 2869
og Eyjólfur í síma 7780.
Starfsmann
vantar
Okkur vantar starfsmann til afleysinga í sambýli fjölfatlaðra
við Vesturgötu frá og með 1. október. Upplýsingar veitir Mál-
fríður í síma 2869 fyrir hádegi.
FISHER Ua SAMSUNG FINLUX Vupeöléöh
KEF
VIÐ ERUM FlUniR
Möfum flutt verslun okkarað Kirkjubraut 6. Bjóðum upp á fjölbreytt
úrval hljómflutningstækja. Lítið inn—sjón er sögu ríkari.
Opið virka daga frá kl. 13-18, laugardaga frá 10-12.
SJÓNVARPSBÚÐIN ÁS,
KIRKJUBRAUT 6, SÍMI 2250
nesco ■
n
DENON
3