Skagablaðið


Skagablaðið - 25.02.1988, Síða 1

Skagablaðið - 25.02.1988, Síða 1
8. TBL. 5. ÁRG. FIMMTUDAGLJR 25. FEBRÚAR 1988 'VERÐ KR. 100,- Önnur sprengja í skýrslu Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins: Steypuefhin í þekju aðalhafnargarðsins .iilgeriega ónothæf ‘ Þær falla nú ótt og títt sprengjurnar úr smiðju Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. í skýrslunni sem Skagablaðið skýrði frá í síðustu viku að send hefði verið bæjarstjóra og hefði undir undir öllum eðlilegum kringumstæðum átt að flokka undir „trúnaðarmál“, er frá því skýrt að svokallað frostþíðupróf á steypusýnum úr þekju aðalhafn- argarðs leiði í Ijós, að steypan frá Guðmundi Magnýssyni, verktaka, standist ekki þeir kröfur sem settar eru við gerð hafnarmannvirkja. Stutt er síðan verktakinn hlaut sérstakt hrós hafnaryfirvalda fyrir vel unnið verk og því e.t.v. ekki nema von að komi á menn. Frumstætt í skýrslunni segir orðrétt eftir að steypustöð Guðmundar Magn- ússonar hefur framar í henni verið lýst sem „frumstæðri“: „Við steypu bryggjuþekju, sem fyrr var nefnd, voru gerð frost-þíðupróf á tveimur steypusívalningum og kom þá í ljós, að aðeins ein flaga af 6 mældist í 3. flokki en hinar all- ar í 5. flokki, semþýðir að efnið er algjörlega ónothæft (sennilega einkum fínni efnin) í steypu, sem getur orðið fyrir veðrum. Skv. staðlinum, sem prófað var eftir, verður slík steypa að vera í flokk- um 1-3.“ Þessi margfræga skýrsla, sem flestir eru sammála um að að hefði aldrei átt að fara út fyrir raðir bæjarstjórnarmanna, var mjög til umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Sýndist þar sitt hverj- um en almennt voru bæjarfulltrú- ar á því að ógerningur væri að sitja undir þeim ásökunum sem kæmi fram í skýrslunni þótt hún sem slík væri fordæmd fyrir margra hluta sakir. Gísli Einarsson, Alþýðuflokki, sagðist taka á sig þann „leka“ sem um væri rætt varðandi skýrsluna. Hvað efni hennar snerti sagði hann það skoðun sína, að að ekk- ert af því sem í skýrsunni stæði væri þess eðlis að það mætti ekki koma fyrir sjónir almennings. Gísli var einn um þessa skoðun ef flokksbróðir hans, Ingvar Ing- varsson, er undanskilinn. Hvað varðaði skýrsluna sjálfa sagði Gísli: „Hún rífur sjálfa sig niður á annarri hverri síðu.“ Síðar óskaði Gísli eftir því að plögg, sem ekki væri ætlast til að kæmu fyrir sjónir almennings yrðu merkt „Trúnað- armál“ framvegis. Ásakanir Jóhann Arsælsson, Alþýðu- bandalagi, taldi umsögnina í skýrslunni dálítið glannalega og sagði í henni vera að finna „alvar- legar ásakanir.“ „Þetta kom mér mjög á óvart,“ sagði Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, um niðurstöður prófana á steypusýnunum úr bryggjuþekjunni. Sagðist hann ekki hafa vitað betur en þarna hefði verið vel að verki staðið. Benedikt Jónmundsson, flokks- bróðir hans, tók undir þessa skoð- un og sagðist ekki vita betur en Brettið fauk afírokinu! Það hefur sennilega ekki vantað mikið upp á að lög- reglumennirnir skelltu upp úr er þeir stöðvuðu ökumann á götum bæjarins vegna þess að hluta frambrettis bifreiðar hans vantaði. Er ökuþórinn var inntur eftir því hvernig stæði á því að bfllinn væri þannig útlítandi svaraði hann því einfaldlega til, að sá hluti brettisins sem vantaði á, hefði fokið af bfln- um í síðasta hvassviðri! Ekki gátu verðir laganna borið á móti þessari skýringu en tóku bílinn úr umferð þrátt fyrir að ökumaðurinn sór og legði sárt við að verið væri að „framleiða" bretti á bílinn á þeirri stundu. Hvort hér er um að ræða einhverja sér- staka útfærslu ákveðinnar bifreiðategundar að ræða veit Skagablaðið ekki en hitt er víst, að eigandinn fær senni- lega bifreiðina aftur til hand- argagns um leið og búið er að „framleiða“ brettið á hana! Gáfu 300 þúsund! Björgunarsveitinni Hjálpinni barst í fyrrakvöld höfðingleg gjöf er Kvennadeild Slysavarnafélags íslands á Akranesi afhenti henni 300 þúsund krónur að gjöf. Það var Heiðar Sveinsson, sem tók við gjöfinni fyrir hönd Hjálparinnar úr hendi Kristbjargar Sigurðar- dóttur, formanns Kvennadeildarinnar. í stuttu þakkarávarpi Heiðars kom m.a. fram, að peningarnir yrðu notaðir til þess að greiða niður kaupin á björgunarbátnum, sem sveitin fékk á síðasta ári. Báturinn hefur þegar margsannað gildi sitt. eftirlit með framkvæmdum við höfnina hefði verið þokkalegt. Hér hefði verið fulltrúi frá Reykja- vík til þess að fylgjast með gangi mála, m.a steypunni sem fór í þekjuna. Flestir bæjarfulltrúanna tóku til máls. sumir oftar en einu sinni, vegna skýrslunnar margfrægu og stóðu umræður um hana í hartnær klukkustund. Fyrsta skóflu- stungan tekin um helgina? Er Skagablaðið síðast vissi stóð til að félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, kæmi hing- að uppeftir um helgina til þess að taka formlega fyrstu skóflustung- una að vernduðum vinnustað á Vesturlandi. Nákvæmtímasetning þessarar athafnar lá ekki fyrir er blaðið fór í prentun. Hvaofáum vifyrir skattana? -sjabls.6 Allir vilja nú Kirjuhvol keypt hafa Eins og Skagablaðið skýrði frá á sínum tíma bárust engin kauptflboð í gamla húsið að Kirkjuvholi þrátt fyrir nokkuð hávæar raddir þess efnis að húsið mætti ekki hverfa. Bærinn auglýsti húsið en fékk ekki eitt einasta tilboð. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að tvö tilboð hafa nýverið borist í húsið. Eftir því sem Skagablað- ið kemst næst hafði annar aðilinn ætlað sér að að nota húsið undir miðstöð Hvítasunnumanna á Akra- nesi. Heimildir blaðsins herma einnig, að Akranesbær ætli ekki að spá í þessi síðbúnu tilboð enda bárust þau löngu eftir tilskilinn frest. Eraðrofatil ísorpinu? Sorphaugar Akraneskaup- staðar eru enn án starfsleyfis ef Hollustuvernd ríkisins hefur haft biðlund með bæjaryfir- völdum síðustu mánuði, þar sem unnið hefur verið ötullega að lausn sorphreinsunarmála Skagamanna. Þessa dagana er verið að kanna þá möguleika hvort hugsanlega megi nýta sorp- brennsluofna frá Stuðlastáli, svo fremi þeir fái samþykki Hollustuverndar, til þess að koma sorpi Skagamanna í lóg. Verði brennsluofn fyrir valinu er sýnt að hann yrði notaður samhliða urðun sorps. Þess er að vænta að rofi til á þessum vettvangi innan tíðar.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.