Skagablaðið - 25.02.1988, Page 4

Skagablaðið - 25.02.1988, Page 4
Guðbjartur Hannesson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, skrifar um fjárhagsáætlm Akraneskaupstadar 1988: Hvað fáum við fyrir skatta okkar til bæjarfélagsins? Að kvöldi þriðjudags samþykkti bæjarstjóm Akraness fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs, Hafnarsjóðs, Vatnsveitu og Tónlistarskóla. Fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs var samþykkt með 7 atkvæðum gegn engu, en áætlanir stofnana með 9 samhljóða atkvæðum. Mig langar til að gera nokkra grein fyrir helstu útgjaldaliðum bæjar- sjóðs og viðhorfum mínum til þeirra. Rekstrargjöldin Reiknað er með að rekstur á vegum bæjarins verði óbreyttur, nema hvað ný sundlaug tekur væntanlega til starfa á sumrinu. Aðrar breytingar eru óverulegar. Ætlunin er að gera ákveðna upp- stokkun á bæjarskrifstofu með til- komu nýs innheimtufyrirkomu- lags, en þar er enn óafgreitt hvar eða hvernig gjaldheimta Vestur- lands verður og bíður því þessi endurskipulagning eftir þeirri ákvörðun. Jafnframt þarf að eiga sér stað endurskipulagning á starfi Tæknideildar bæjarins og Áhalda- húss og var tillaga um þessa endurskoðun samþykkt samhliða fjárhagsáætlun. Stærsti rekstrarliðurinn verður eftir sem áður launagreiðslur. Núverandi meirihluti setti sér það markmið að stórbæta laun þeirra lægst launuðu, og hefur það tekist. Hjá Akranesbæ vinna eng- ir í fullu starfi með laun undir skattleysismörkum, en það er krafa (og þykir há) sumra stéttar- félaga í yfirstandandi kjarasamn- ingum að launin nái þeim. Framkvæmdir Þau 14,3% (45,4 millj.) sem afgangs eru þegar rekstrarliðirnir hafa verið greiddir, verða notuð til að borga afborganir af skuldum (rúmar 27 millj. kr.) en afgangur- inn fer í tækja- og áhaldakaup og nýframkvæmdir. Til viðbótar þessum tekjuafgangi koma lán- tökur, sem verða í krónutölu heldur lægri en á sl. ári (48 millj.), og framlög ríkis til hinna ýmsu verkefna. Æskilegt hefði verið að minnka lántökur enn meira og minnka þannig fjármagnskostnað og losna undan dýrum vaxtakjörum en mat mitt er að slíkt sé ekki verj- andi á sama tíma og samdráttur er í framkvæmdum hjá einkaaðilum og fyrirtækjum í bænum. Þrátt fyrir tekjuknappa áætlun og mikla óvissu um tekjur er tekist á við stór og spennandi verkefni í þessari fjárhagsáætlun. Helstu verkefnin eru þessi: B rekkubæj arskóli Unnið er áfram eftir grunnskól- asamningnum og reiknað með að ljúka viðbyggingu Brekkubæjar- skóla og hefja framkvæmdir við frágang lóðar. Við það er miðað að ljúka lagfæringum eldra hús- næðis skólans á næsta ári og verð- ur hann þá orðinn einn best búni grunnskóli landsins og er það vel. Jaðarsbakkalaugin Ætlunin er að Ijúka loksins við sundlaugina okkar og taka hana í notkun næsta sumar. Þar hefur gengið hægar en við höfum vonast til og á það sér margar skýringar, en vonandi verður laugin bæði betri og vandaðri en ráð var fyrir gert. 2. áfangi Höföa Bærinn leggur til verulega upp- hæð í byggingu 2. áf. Höfða, verk- efni sem er mjög brýnt. Framhald framkvæmda þar er þó fyrst og fremst háð framlagi úr fram- kvæmdasjóði aldraðra og fyrir- greiðslu hjá húsnæðisstofnun (sem er meira og minna lömuð). Ljóst er að bærinn byggir ekki Höfða einn, en við erum ákveðin í að leggja okkar til svo Ijúka megi byggingunni á næstu 4 árum. Fyrirtæki, félög og einstaklingar hafa lagt þessu máli gott lið og verður svo vonandi áfram. Heilsugæslustöð Langt er síðan hafist var handa við nýbyggingu við Sjúkrahúsið, sem húsa átti heilsugæslustöð bæjarins og ýmsa þá starfsemi sem þröngt býr á Sjúkrahúsinu. Grunnur var steyptur fyrir margt löngu. Á sl. ári var loks rífleg fjár- veiting til framkvæmda, en þrátt fyrir að hönnun væri lokið tókst ekki að fá heimild ráðuneyta til að hefja framkvæmdir. Nú liggur fyr- ir áætlun, sem e.t.v. skýrir að nokkru þessa málsmeðferð í ríkis- kerfinu, því búið er að seinka áætluðum verklokum um eitt ár. Nú er búið að bjóða út næsta áfanga og Innkaupastofnun ríkis- ins skilaði nú í vikunni tillögum að því hver fengi verkið. Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum að mæla með tillögu Innkaupastofnunar um að Tréverk fái verkið, en það fyrirtæki átti 4. lægsta tilboð. Gatnagerð Eftir fund bæjarráðs með for- svarsmönnum Sementsverksmiðju fyrr á árinu, var skipuð nefnd með fulltrúum bæjar, Sementsverk- smiðju og Sérsteypu, sem vinna átti tillögur um átak í gatnagerð á Akranesi á næstu ámm. Þessi nefnd skilaði formlega áliti nú í vikunni. Tillögurnar ganga út á það að leggja u.þ.b. 6,5 km afgöt- um og ljúka jafnframt gangstétt- um við þær, á næstu 3 árum. Ætlunin er að hefja fram- kvæmdir við gatnagerð í fram- haldi af þessum tillögum og eru kr. 24,3 millj. í fjárhagsáætlun til gatnagerðar. Tekjursl. ársleyfðu aðeins smávægilegar endurbætur á gangstéttum (Skagabrautin t.d.) en nú er ætlunin að gera verulegt átak f þessum málaflokki. Því miður vannst ekki tími til þess að ákveða við hvaða götur verður unnið á komandi sumri, en sam- þykkt var með fjárhagsáætlun til- laga um að áætlun um gatnagerð verði kynnt bæjarbúum strax og hún liggur fyrir, svo fólk geti nýtt sér þessar framkvæmdir til lag- færinga á eigin heimkeyrslum, bílastæðum og annan frágang við lóðir. Væntanlega verður jafnframt unnið að frágangi gangstétta við þær eldri götur bæjarins, sem ekki eru inni í áætluninni, en tími er til kominn að ganga frá t.d. Sunnu- braut, Sandabraut, o.s.frv. Holræsi Reynt verður að ljúka einu hol- ræsi á árinu og koma því út fyrir stórstraumsfjöruborð. Áætlunin miðar við að eitt af holræsunum sem renna í Krókalón verði fyrir valinu í ár (holræsið frá Sjúkra- húsi og Brekkubæjarskóla). Hér er áfram stórt óleyst vanda- mál og hægt miðar en miðar þó. Sorpeyðing í fjárhagsáætlun er gert ráð fyr- ir að breyta fyrirkomulagi sorp- eyðingar og fá varanlegt starfs- leyfi fyrir sorphaugana. Reiknað er með að urða sorpið. Jafnframt verði unnið að uppsetningu sorp- brennsluofns að því tilskyldu að hollustuvernd ríkisins samþykki brennslu og urðun sem fullnægj- andi sorpeyðingu. Fjölbrautaskóli Yesturlands Akranesbær rekur nú ekki lengur einn fjölbrautaskólann og má segja að stjórn skólans ásamt ríkisvaldinu hafi nú mest að segja um framkvæmdir þar. Mjög brýnt er orðið að byggja þar mötuneyti fyrir nemendur. f ár er reiknað með að ganga frá endanlegri hönnun þessarar við- byggingar, en auk mötuneytis hýsir hún stjórnunaraðstöðu og skapar þannig nýtt kennsluhús- næði í eldri byggingum. Atvinnuþróunarsjóður Á sl. ári var stofnaður atvinnu- þróunarsjóður á Akranesi og skal stefnt að því að höfuðstóll sjóðs- ins verði ekki minni en 20 millj. á næstu 10 árum. Reiknað er með að leggja sjóðnum til megnið af söluverði Krossvíkurhlutafjár frá sl. ári, en sjóðurinn fær a auki andvirði hlutabréfa í Nótastöð og eignir framkvæmdasjóðs sem eitt sinn var starfræktur. Alls geymir sjóð- urinn því 9 millj. kr. á árinu og ætti að geta hafið starfsemi af töluverðum myndugleika. Hlut- verk hans er að styðja við nýjung- ar í atvinnulífinu, og aðstoða fyrirtæki með lánafyrirgreiðslu og beinum styrkjum eftir því sem stjórn sjóðsins telur ástæðu til. Ýmis verkefni Áfram verður unnið að frá- gangi opinna svæða og leikvalla í bænum og að uppbyggingu í skóg- ræktinni. Þarna eru meginverk- efni Vinnuskólans. Hér var sam- þykkt tillaga um gerð leiktækja, frágang á leikvelli við Víðigrund, lagfæringar sparkvalla, gangstíga, reiðstíga auk gróðurrieta á nokkr- um stöðum. Allar ábendingar frá almenningi eru hér vel þegnar, en eitt af óskaverkum mínum er að lagfæra smá bletti sem eru hér og þar í bænum og til lýta. Kalblettimir í fj árhagsáæ t luninni Dagvistarmálin Aumasti framkvæmdaliður í fjárhagsáætlun bæjarins er að mínu mati dagvistarmálin. Aðeins er gert ráð fyrir að hefja hönnun dagvistarstofnana, en ekkert byggt. Samhliða afgreiðslu fjárhags- áætlunar var ítrekuð ósk bæjar- stjórnar um að félagsmálaráð láti vinna áætlun um uppbyggingu dagvistarstofnana, en slík tillaga var samþykkt á sl. sumri en hefui ekki komið til framkvæmda enn. Vonandi rætist samt sú ósk mín að hér verði tekin í notkun ný dag- vistarstofnun á næsta ári. Tónlistarskólinn Annar aumur liður í fjárhags- áætluninni er að ekki sér þar fyrir endann á húsnæðisvanda Tónlist- arskólans. Skólinn hefur verið rekinn hér með sóma mörg undanfarin ár og mjög brýnt að koma sem mestu af starfsemi hans undir eitt þak. Gerð var tilraun á sl. ári til að selja húsnæði skólans að Kirkjubraut 8 og átti þá jafn- framt að reyna að selja húsnæðið á Skólabraut og ráðast í að leysa vanda skólans. Þetta tókst ekki og nú eru raunar engar þær lausnir á borðinu, sem bærinn getur ráðist í að svo stöddu. Hér verður þó að vinna áfram að málum og finna framkvæman- lega lausn. Húsnýtingarmál bæjarins Margt er óljóst varðandi hús- næðiseign bæjarins og nýtingu þessa húsnæðis. Tekist er á um hvort rífa skuli Kirkjuhvol eður ei. Meirihluti bæjarfulltrúa vill koma húsinu í einhver not en það hefur ekki tekist enn. Vænst hafði verið að einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki keyptu húsið og endurbyggðu það, m.a. vonuðust menn til að Sjúkrahúsið gæti nýtt sér húsið, en svo virðist ekki vera. Iðnskólinn er vannýttur og þarf að finna honum varanlegt hlutverk. Efri hæð bókhlöðunnar er einnig vannýtt, en fjármagn hefur ekki leyft að ráðist verði í að auka starfsemi bókasafnsins og flytja hluta starfseminnar á efri hæðina, sem auðvitað verður í framtíðinni. Annað hvort hús- næðið hýsir e.t.v. gjaldheimtu Vesturlands eða hluta hennar, hver veit? Þarna er verk að vinna, en samhliða áframhaldandi athugun- um á hagkvæmni þess að reisa ráðhús í samstarfi við ríkið þarf að taka á þessum hlutum og losa sig við eignir sem ekki á að nýta í þágu bæjarins og koma hinum í sómasamlegt horf og framtíðar- not. Lokaorð Akranes er bær sem býr vel á flestum sviðum þó víða þurfi að bæta um enn betur. Verkefnin eru næg og vonandi láta sem flestir málefni bæjarins til sín taka, skipta sér af því sem verið er að gera, koma með góðar hugmyndir og leiðbeiningar um það sem bet- ur mætti fara. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar hafði hug að auka upplýs- ingastreymi til bæjarbúa í von um að fólk almennt fylgdist betur með hvað væri að gerast. í þessum tilgangi voru auglýstir viðtalstím- ar bæjarfulltrúa og gefin var út árbók sveitarfélagsins með reikn- ingum og fjárhagsáætlun sl. árs. Slík bók er væntanleg aftur í ár. Þá hafa stofnanir bæjarins kynnt þjónustu sína f smáatriðum sem dreift hefur verið. Bæklingar komu um dvalarheimilið Höfða og um öldrunarþjónustu í bænum. Bókasafnið sendi út aug- lýsingabækling auk þess sem Iþrótta- og æskulýðsnefnd hefur kynnt félög í bænum og starfsemi sína. Ætlunin var og er að heimsækja vinnustaði nú á miðju kjörtíma- bili og ræða bæjarmálin, en við höfum ekki gefið okkur tíma enn, en gott væri ef einhverjir vinnu- staðir riðu nú á vaðið og byðu okkur í heimsókn svona til að koma okkur af stað. 24. febrúar 1988 Guðbjartur Hannesson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 4

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.