Skagablaðið - 25.02.1988, Page 8
1 þróttir ! þróttir í íþróttir j þróttir i þróttir
Frábært hjá 5. flokki en 35
stig eins manns þeim ofviða
Skagamenn virðast vera að
byggja um sterka yngri flokka í
körfuboltanum ef marka má gengi
þeirra í vetur. Fjórði flokkurinn
hefur síðustu árin verið stolt
Körfuknattleiksfélags Akraness
en nú virðist sem Skagamenn séu
að eignast skemmtilegan 5. flokk!
Strákamir kepptu á fjölliðamóti í
Njarðvík um helgina og gerðu það
gott, unnu þrjá leiki af fjórum, en
urðu að sætta sig við tap gegn
Haukum í úrslitaleik um hvort lið-
ið sigraði í B-riðli.
Fyrsti leikurinn var gegn ná-
grönnunum úr Borgarnesi og þar
höfðu Skagamennirnir betur,
sigruðu 23 : 20. Bjarki Halldórs-
son skoraði 11 stig og þeir Dagur
Þórisson, Sigurður Halldórsson
og Hlyni Baldursson allir 4 stig
hver.
í kjölfarið fylgdi síðan 32 : 22
sigur gegn Valsmönnum. Þar
skoraði Sigurður 8 stig, Dagur 6,
Hlini 6, Bjarki 5, Gunnlaugur
Jónsson 4 og Sverrir Guðmunds-
son 2.
Úrslitaleikur riðilsins var svo
gegn Haukum. Hafnfirðingarnir
sigruðu 38 : 26 og gátu þakkað
einum manni sigurinn því hann
skoraði 35 stiganna! Skipti engu
þótt hver Skagamaðurinn á fætur
öðrum væri settur honum til
höfuðs, hann hristi alla af sér af
sendi út af með 5 villur. Sigurður
skoraði 12 stig í þessum leik, Dag-
ur 6, Gunnlaugur 4 og þeir Hlini
og Kári Steinn Reynisson 2 hvor.
Lokaleikurinn var svo gegn B-
liði ÍR. Þar unnu okkar menn létt-
an sigur, 21: 8. Gunnlaugur skor-
aði þar 8 stig, Sigurður 6, Dagur 5
og Hlini 2.
Forráðamenn Körfuknattleiksfélags Akraness gera sér nú vonir
um að Bogi Pétursson, sem verið hefur frá vegna meiðsla í langan
tíma, geti loksins leikið að nýju á sunnudaginn er Skagamenn
mæta Létti í 1. deildinni. Bogi sleit liðbönd í ökkla um áramótin og
hefur liðið illa getað verið án hans.
Skagamenn eru enn um miðia 1 .deildina þegar keppni þar er vel
á veg komin. Tindastóli og ÚIA berjast um sigur í deildinni, hafa
bæði 20stig að loknum 11 leikjum. ÍShefur lóstigúr lOleikjumog
gæti blandað sér í toppslaginn. Skagamenn eru með 8 stig eftir 10
leiki eins og HSK og Léttismenn hafa 8 stig eftir 11 leiki. Reynis-
menn eru með 4 stig úr 11 leikjum og Skallagrímsmenn eru á botn-
inum án stiga eftir 10 leiki.
FIRWAKEPPWl
Firmakeppni Knattspyrnufélags ÍA í innanhússknattspyrnu
verður haldin 6. mars n.k.
hátttökutilkynningar berist fyrir laugardaginn 27. febrúar n.k.
Sama fyrirkomulag verður á keppninni og verið hefur í innan-
hússmótum áður.
riánari upplýsingar veitir Steinn Helgason á skrifstofu Knatt-
spyrnufélagsins uppi á íþróttavelli, síminn er 13311.
KIU TTSPYRMFÉLAG ÍA
Lausir æfingatímar
íþróttabandalag Akraness er með lausa æfingatíma fyrir einstaka hópa,
félög eða félagasamtök í hinu nýja íþróttahúsi ÍA. Gert er ráð fyrir að hægt
sé að fastleigja sér æfingatíma í allt að fimm ár.
Nánari upplýsingar gefa Jón Runólfsson í síma 12190 (vinnusími 11085),
Jón Gunnlaugsson í síma 12329 (vinnusími 13388) og Gunnar Sigurðsson í
síma 12188 (vinnusími 11163).
Umsóknarfrestur er til 7. mars næstkomandi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á bílasýningunni í nýja íþróttahúsinu
laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febrúar.
ÍÞRÓTTABANDALAG AKRANESS
Úr leik ÍA og ÍS á föstudag.
Góður síðari hluti
en fyrri dýrkeyptur
Skagamenn máttu þola tap fyrir dagskvöld og skoraði 21 stig. Jó-
Stúdentum í 1. deild Islandsmóts- hann Guðmundsson skoraði 15,
ins í körfuknattleik á föstudags- Kristján Ólafsson 13, Sigurdór
kvöld. Lokatölur urðu 89 stig Sigvaldason 9, Þrándur Sigurðs-
gegn 72 gestunum í vil eftir að son 6, Gísli Gíslason 3 og Svein-
staðan hafði verið 52 : 30 fyrir ÍS í björn Rögnvaldsson 2.
hálfleik. Okkar menn náðu því Lið Skagamanna er mjög ungt
aðeins að rétta úr kútnum í síðari að árum, meðalaldurinn ekki
hálfleik án þess nokkru sinni að nema 20 ár. Auk Elvars léku þeir
ógna sigrinum hjá gestunum. Sigurdór og Kristján prýðilega en
Elvar Þórólfsson lék best lið Stúdentanna var einfaldlega of
Skagamanna í leiknum á föstu- sterktfyrirþáaðsinni.
Bestu lið landsins samankomin
Annar flokkur kvenna í körfuknattleik verður í sviðsljósinu hér
á Akranesi um helgina er hér fer fram fjölliðamót með þátttöku
ÍA, ÍBK, UMFN, UMFG, Hauka, ÍR og KR. Þarna eru saman
komin öll bestu lið landsins.
Fjölliðamótið eða „turncringin" eins og sumir kjósa að kalla
þessar samkomur hefst klukkan 20 annað kvöld og er aðgangur
ókeypis. Annar flokkur kvenna hefur verið í örri framför og verður
fróðlegt að sjá hvernig honum reiðir af um helgina.
Aðalfundur Skíðafélags Akraness:
Adolf var kjör-
innformaðurSA
Adolf Ásgrímsson var í fyrra- talin hverju sinni. Einnig var
kvöld kjörinn formaður Skíðafé- ákveðið á fundinum að stefna að
lags Akraness á aðalfundi félags- námskeiði í skíðagöngu í ná-
ins. Tekur hann við formennsk- grenni Akraness og ef næg þátt-
unni af Eh's Þór Sigurðssyni, sem taka fæst að efna til námskeiðs í
ekki gaf kost á sér til endurkjörs Bláfjöllum.
sökum anna. Aðrir í stjórn félags- Á fundinum kom m.a. fram, að
ins eru Jónas Kjerúlf, Andrés ekki væri hentugt að sinni að
Kjerúlf, Kristín Gísladóttir, Bragi koma upp aðstöðu til skíðaiðkana
Sigurdórsson, Hannes Birgisson í nágrenni Akraness vegna snjó-
og Gísh Guðmundsson. leysis. Sú aðstaða kann e.t.v. að
koma síðar. Þeir sem hafa áhuga á
Ákveðið var á aðalfundinum að að kynna sér starfsemi Skíðafé-
sökum snjóleysis yrði stefnt að lags Akraness nánar ættu að hafa
skíðaferðum um helgar í þau samband við einhvern í stjórn-
skíðalönd, sem heppilegust eru inni.
8