Skagablaðið


Skagablaðið - 14.10.1988, Síða 1

Skagablaðið - 14.10.1988, Síða 1
38. TBL. 5. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1988 VERÐ KR. 100,- MikBað ekkivarð stórslys Mesta mildi er talin að ökumað- ur bifhjóls skuli ekki hafa stórslas- ast er hann ók hjóli sínu í veg fyrir bifreið sem ók eftir Þjóðveginum á móts við sorphaugana. Snör viðbrögð ökumanns bif- reiðarinnar eru talin hafa ráðið mestu um að ökumann bifhjólsins sakaði ekki. Skemmdir urðu litlar sem engar á hjólinu og bílnum. Ekki er biðskylda á afleggjar- anum upp með Berjadalsá en rætt hefur verið um að setja þar upp biðskyldumerki. Kastaðist yfirbílinn Óvenjulegt óhapp varð upp úr hádegi á laugardag er stúlka hjól- aði á fullri ferð á kyrrstæða bifreið á Suðurgötu. Áreksturinn var svo harður að hún kastaðist yfir bifreiðina og skall í götuna. Að sögn lögreglu var hjólreiðamaðurinn fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reynd- ust ekki alvarleg. Litlar skemmdir urðu á bifreið og reiðhjóli í þessu sérstæða óhappi. Gert klárt Þessa dagana er unnið af ufllum krafti að því að gera Höfrung kláran til veiða en stutt er síðan skipið kom heim eftir gagngerar endurbætur í Þýskalandi. í gær var verið að taka nót um borð og á myndinni hér að að ofan má sjá Valdimar Björnsson vinna við það verk. Vemdaður vinnustaður á Vesturlandi: Fokdýrt loftræstikerfi var hannaö án samráis Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins hefur komið í Ijós, að gert er ráð fyrir fokdýru loftræsti- kerfi í hönnun húss Verndaðs vinnustaðar á Vesturlandi, sem nú er verið að byggja hér á Akra- nesi. Loftræstikerfið þætti vafalít- ið ekki fréttnæmt ef það hefði ekki verið hannað án samráðs við , eigendur hússins, ríkið að 90% og bæinn að 10%, stjórn vinnustað- arins og bygginganefnd hússins. Umrætt loftræstikerfi kostar um hálfa aðra milljón króna og hönnun þess kostaði 400 þúsund krónur. Samtals er hér um tæp- lega tveggja milljóna króna fram- kvæmd að ræða. Þá hefur Skaga- blaðið heimildir fyrir því að „gleymst" hafi að gera ráð fyrir 3 - 4 hurðum í húsinu og nemi kostn- aður vegna þeirra mistaka um 100 þúsund krónum á hverja hurð. Þessi mistök munu vera megin- uppistaðan í 4,8 milljónum króna sem byggingin er komin fram úr áætlun frá því í vor. Það er V-T teiknistofan sem er hönnuður hússins. Heimildir Skagablaðsins herma, að upp um þessi mistök hafi komist þegar Björn Ólafsson, sem fer með eftirlit með bygging- unni fyrir Innkaupastofnun ríkis- ins, spurðist fyrir um loftræsti- kerfið hjá stjórn vinnustaðarins og bygginganefnd hússins. Þar kannaðist hins vegar enginn við neitt. „Abyrgðarieysi að kanna þetta ekki frekar“ „Réttar upplýsingar lágu ekki fyrir um stöðu verksins og leiddi það til þess að veigamiklar ákvarðanir voru teknar á grundvelli rangra upp- lýsinga." Svo segir í umfangsmikilli bókun sjö bæjarfulltrúa um sund- laugarmálið svokallaða, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Miklar umræður urðu um sundlaugarmálið og deildu sjálf- stæðismenn hart á hvernig til tókst með fjárhagshlið framkvæmdanna. Lögðu þeir fram bókun, þar sem sagði m.a.: „Við teljum, að bæjarbú- ar eigi rétt á skýringum þegar helsta framkvæmd ársins fer á þriðja tug milljóna fram úr áætlun, sem gerð var 2-3 mánuðum áður en fram- kvæmdum lauk . . .“ Guðjón Guðmundsson, Sjálf- stæðisflokki, átaldi meirihluta bæjarstjórnar harðlega fyrir að hafna því að endurskoða og yfir- fara alla þætti varðandi byggingu laugarinnar. „Það er ábyrgðar- leysi að kanna þetta ekki frekar,“ sagði Guðjón m.a. í umræðum um málið, sem stóðu yfir í á aðra klukkustund. Jóhann Ársælsson, Alþýðu- bandalagi, sagði málflutning Guðjóns og bókun sjálfstæðis- manna útúrsnúning og vísað til til- lögu sem samþykkt hefði verið. Þar sagði m.a. orðrétt: „Einnig er bæjarráði falið að taka til með- ferðar þau atriði, sem einstakir bæjarfulltrúar telja ekki nægilega skýr, með það fyrir augum að ekki verði dregið í efa að málið hafi verið að fullu upplýst. Jóhann var þungur á brún er hann óskaði eftir að bókuð yrðu mótmæli við bókun sjálfstæðis- manna. Sagði þar m.a.: „ . . . mótmæli ég harðlega bókun sjálf- stæðismanna, þar sem sagt er að hafnað hafi verið að upplýsa málið.“ Guðbjartur Hannesson, Alþýðubandalagi og forseti bæjarstjórnar, skrifaði einnig undir mótmælin. Bókun sjömenninganna, sem sjálfstæðismenn sögðu að sér hefði ekki verið boðið að skrifa undir, er samsuða úr bókun Alþýðuflokksmanna og meiri- hlutaflokkanna. Ingvar Ingvars- son, Alþýðuflokki, upplýsti á bæjarstjórnarfundinum að per- sónulega hefði hann viljað harðari Kirkjuhvoll hangir á bláþræði Lífdagar Kirkjuhvols hanga enn á bláþræði. Innan bæjarstjórnar eru skiptar skoðanir um húsið; hvort afhenda eigi það Sjúkrahúsi Akraness eða hvort freista eigi þess að gera það upp og nota til ein- hverra hluta. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag var samþykkt eftirfarandi tillaga Jóhanns Ársælssonar, Alþýðu- bandalagi, sem lögð var fram í bæjarráði í síðustu viku: „Bæjarráð samþykkir að gerð verði sérfræðileg úttekt á ásigkomulagi húseignarinnar Kirkjuhvols við Merkigerði 7 með tilliti til hugsanlegra endurbóta og viðgerða á húsinu. Bæjarstjóra er falið að annast framkvæmd málsins og semja um kostnað við verkið fyrirfram. Miðað skal við, að álitsgerð liggi fyrir í lok október." Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Tveir sátu hjá og einn var á móti. bókun. „Égvil að breytingar verði gerðar á tæknideild bæjarins til að fyrirbyggja svona mistök," sagði Ingvar og bætti við, að eins og nú væri ástatt innan deildarinnar stæði hún engan veginn undir framkvæmdum á borð við Jaðars- bakkalaugina. - Sjá sandurliðaða reikninga yfir framkvæmdir við Jaðars- bakkalaugina á bls. 4.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.