Skagablaðið - 14.10.1988, Page 9

Skagablaðið - 14.10.1988, Page 9
Skagablaðid 9 Tvær undanþágur veittar fyrir atvinnusarfsemi í bílskúrum á skömmum tíma: Grundahverfíð smám saman að verða að iðnaðarhverfi? Samskipti barna og dýra eru oft mjög náin og fjöl- mörg dæmi eru um órofa vináttu um árabil. Ekki bar á öðru en þau væru miklir mátar hann Egill litli og hún Loppa hans er Ijós- myndari blaðsins rakst á þau í vikunni. Þrátt fyrir ströng ákvæði um slíkt á sínum tíma virðist það færast í vöxt, að veittar séu undanþágur til atvinnustarfsemi í bflskúrum í Grundahverfinu. Tvær slíkar hafa verið veittar á síðustu vikum en að sögn Sigurbjörns Jónssonar, formanns Byggingarnefndar Akranes- kaupstaðar, eru ekki nemar þrír aðilar í hverfinu með leyfi frá nefnd- inni upp á vasann. Fyrir nokkrum missserum fékk járniðnaðarmaður heimild til þess að setja upp vinnuaðstöðu í bíl- skúr hjá sér og fyrir nokkrum vik- um var svo veitt heimild til kleinu- gerðar í öðrum bílskúr. A síðasta fundi Bygginganefndar var svo veitt heimild fyrir rekstri lítillar trésmíðavinnustofu í enn einum bílskúrnum. Bæði síðasttöldu leyfin voru veitt gegn skriflegu samþykki nágranna og leyfið fyrir trésmíðavinnustofunni er skilyrt til tveggja ára. Fatasöfnun Fatasöfnun Rauðakross íslands fer fram um næstu helgi og eru bæjarbúar beðnir að láta gömul en heillegföt af hendi rakna. Nán- ar verður sagt frá þessu eftir viku. Sigurbjörn sagði í viðtali við Skagablaðið, að þrátt fyrir að að- eins þr j ár undanþágur hefðu verið veittar frá gildandi reglum um hverfið vissu menn um miklu fleiri aðila sem stunduðu atvinnurekst- ur af einu eða öðru tagi í bílskúr- um í Grundahverfi án tilskilinna samþykkta. „Þeir sem ekki hafa leyfi Bygginganefndar eru að stunda sína starfsemi í óþökk bæjaryfirvalda og nágranna," sagði Sigurbjörn. Er Skagablaðið innti Sigur- björn eftir því hvort ekki hefði komið til tals að gera „rassíu" í hverfinu og skera upp herör gegn þeim sem stunduðu atvinnustarf- semi í íbúðahverfi án heimildar sagði hann að slíkt hefði ekki komið til tals. Hætt væri við að þá kæmu upp raddir um að verið væri að bregða fæti fyrir sjálfsbjargar- viðleitini einstaklinga. Til upplýsingar er rétt að geta þess hér, að til þess að fá heimild fyrir atvinnurekstri af einu eða öðru tagi í bílskúr í bíðarhverfi, þarf að leita álits Byggingarnefnd- ar og leggja fyrir hana beiðni um breytta notkun húsnæðis. Það er síðan hennar að samþykkja eða hafna. Til þess að hægt sé að nota orkufrekari vélar og tæki þarf að leita til Rafveitu Akraness vegna uppsetningu svokallaðra þriggja fasa tengla. Að sögn Magnúsar Oddssonar, rafveitustjóra, setur Rafveita Akraness engin skilyrði fyrir upp- setningu þriggja fasa tengla önnur en þau að samþykki byggingar- nefndar liggi fyrir. Magnús sagði tiltölulega lítinn kostnað fylgja því að setja upp slíka tengla þar sem rafveitan hefði lagt þriggja fasa taugar að öllum húsum í hverfinu á sínum tíma. Magnús sagði heimilistæki ekki þurfa nema eins fasa rafmagn og því þyrftu að koma til breytingar svo hægt væri að nota stærri tæki eða vélar. Halló - Atvinna Ert þú ung, hress, kát og tilbúin að vinna á kvöldin? Komdu þá við í Bíóhöllinni og talaðu við mig (Leifur) og við ræðum málin. Akranesdeild Rauðakross íslands AÐALFUNDUR Aðalfundur Akranesdeildar RKÍ verður haldinn í nýbyqqinqu Brekkubæjarskóla, miðvikudag- inn 19. október kl. 20. 1. Afhending verðlauna vegna teiknimynda- samkeppni fatlaðra barna. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. ATH. Vegna veitinga er nauðsynlegt að skrá sig í síma 12539 fyrir þriðjudaginn 18. október. AKRANESDEILD RKÍ Nýbreytni í tónlistar- lífi Akraneskirkju Fyrsta Tónlistarstundin sem nefnist „Músíkandakt11 verður nk. sunnudag 16. okt. kl. 17.30 í Akraneskirkju. Flutt verður tónlist eftir Jóhann Sebastian Bach. Fluttir þættir úrtveim kantötum, orgelverko.fi. Andaktin tekur um 30-40 mínútur. Sr. Björn Jónsson flytur ritningarlestur og bæn. Flytjendur tónlistar eru Kirkju- kór Akraness, Guðrún Ellertsdóttir, Unnur Arnardóttir, Bryndís Bragadóttir, Fanney Karlsdóttir, Tim Knappet og Jón Ól. Sigurðsson. SÓKNARNEFND AKRANESKIRKJU Frá Bifreiðaeftirliti ríkisins á Akranesi Meiraprófsnámskeið Fyrirhugað er að halda námskeið á Akranesi fyrir meirapróf ef næg þátt- takafæst Peir sem eiga gamlar umsóknir verða að endumýja þær, því þær endur- nýjast ekki sjálfkrafa. Nánari upplýsingar og skráning hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á Akranesi, Garðabraut 2, sími 11973. Bifreiðaeftírlit ríkisins, Akranesi

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.