Skagablaðið


Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Akraneskaupstaður, tæknideild. Febrúar 1989. MINNISBLAÐ HÚSBYGGJANDANS Seljendur SOLUYFIRLIT Áður en heimilt er að bjóða eign til sölu, verður að útbúa söluyfirlit yfir hana. í þeim tilgangi þarf eftirtalin skjöl. VEÐBÓKARVOTTORÐ Þau fást hjá bæjarfógetaembættinu, ef eignin er á Akranesi,en annars á skrifstofu viðkomandi bæjarfógeta— eða sýslumannsembættis. Opn- unartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 16.00. Á veðbókarvottorði sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni. GREIÐSLUR Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa. FASTEIGNAMAT Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteigna- mat ríkisins sendir öllum fasteignaeigendum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skatt- framtals. Upplýsingar um fasteignamat eigna á Akranesi eru veittar á Tæknideild Akranesbæjar, sími 11211. Fasteignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík, sími 84211. FASTEIGNAGJÖLD Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagningu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjalda. BRUNABÓTAMATSVOTTORÐ Á Akranesi fást vottorðin hjá Brunabótafélagi Islands, skrifstofunni á Skólabraut. í Reykjavík hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, Skúlatúni 2, II. hæð, en annars staðar á skriftofu þess trygging- arfélags sem annast brunatryggingar í viðkom- andi sveitarfélagi. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu brunatryggingar. HÚSSJÓÐUR Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yfir- standandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fasteignasala í þessu skyni. AFSAL Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað er hægt að fá Ijósrit af því hjá viðkomandi fógetaembætti. Afsalið er nauðsynlegt, því það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni. KAUPSAMNINGUR Ef lagt er fram Ijósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram Ijósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim tilvikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst. EIGNASKIPTASAMNINGUR Eignaskiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað. UMBOÐ Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðsmaður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar. YFIRLÝSINGAR Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s.s. forkaups- réttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o.fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá viðkomandi fógeta- embætti. TEIKNINGAR Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eign- inni. Hér er um að ræða svokallaðar byggingar- nefndarteikningar. Vanti þær má fá Ijósrit af þeim hjá Tæknideild Akranesbæjar. FASTEIGNASALAR í mörgum tilvikum mun fasteignasalinn geta veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala, sem að framan greinir. Fyrir þá þjónustu þarf þá að greiða samkvæmt Viðmiðunargjaldskrá Félags fast- eignasala auk beins útlagðs kostnaðar fasteigna- salans við útvegun skjalanna. Kaupendur ÞINGLÝSING Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá viðkomandi fógetaembætti. Það er mikil- vægt öryggisatriði. GREIÐSLUR Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur. LÁNAYFIRTAKA Tilkynna ber lánveitendum um yfirtöku lána. Ef Byggingarsjóðslán er yfirtekið, skal greiða fyrstu afborgun hjá Veðdeild Landsbanka islands, Laugavegi 77, Reykjavík og tilkynna skuldara- skipti um leið. LÁNTÖKUR Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskil- inna gagna s.s. veðbókarvottorðs, brunabóta- mats og veðleyfa. AFSAL Tilkynning um eigendaskipti frá Fasteignamati ríkisins verður að fylgja afsali, sem fer í þinglýs- ingu. Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undir- rituð samkvæmt umboði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsamvinnufélög, þarf áritun byggingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess. SAMÞYKKI MAKA Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni. GALLAR Ef leyndir gallar á eigninni koma í Ijós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyrirgert hugsan- legum bótarétti sakir tómlætis. Gjaldtaka ÞINGLÝSING Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú kr. 280,- STIMPILGJALD Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýsing- ar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af afsalinu. Stimpilgjald kaup- samnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ.e. kr. 4.000 — af hverri milljón. SKULDABREF Stimpilgjald skuldabréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildarupphæð) bréfanna eða kr. 1.500.— af hverjum 100.000.— Kaupandi greiðir þinglýs- ingar— og stimilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum. STIMPILSEKTIR Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%. Lántakendur NÝBYGGING Hámarkslán Byggingarsjóðs ríkisins vegna nýrra íbúða nema nú, okt.— des., um kr. 3.343.000.— fyrir fyrstu íbúð en kr. 2.340.000.— fyrir seinni íbúð. Skilyrði er að umsækjandi hafi verið virkur félagi í lífeyrissjóði í a.m.k. 20 af síð- ustu 24 mánuðum og að hlutaðeigandi lífeyris- sjóðir hafi keypt skuldabréf af Byggingarsjóði ríkisins fyrir a.m.k. 55% af ráðstöfunarfé sínu til að fullt lán fáist. Þremur mánuðum fyrir lánveit- ingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir — Samþykki byggingarnefndar. — Fokheldisvottorð byggingarfulltrúa. Aðeins þarf að skila einu vottorði fyrir húsið eða stiga- ganginn. — Kaupsamningur. — Brunabótamat eða smíðatrygging, ef húsið er í smíðum. ELDRA HÚSNÆÐI Lán til kaupa á notaðri íbúð nemur nú kr. 2.340.000.—, ef um er að ræða fyrstu íbúð en kr. 1.638.000 — fyrir seinni íbúð. Umsækjandi þarf að uppfylla sömu skilyrði varðandi lánshæfni og gilda um nýbyggingarlán, sem rakin eru hér á undan. Þremur mánuðum fyrir lánveitingu þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir Kaupsamningur vegna íbúðarinnar. Samþykki byggingarnefndar, ef um kjallara eða ris er að ræða, þ.e. samþykktar teikningar. Brunabótamat. LÁNSKJÖR Lánstími húsnæðislána er 40 ár og ársvextir eru 3,5%. Gjalddagar eru 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert. Lán eru afborgun- arlaus fyrstu tvö árin og greiðast þá einungis vextir og verðbætur á þau. ÖNNUR LÁN Húsnæðisstofnun veitir einnig ýmis sérlán, svo sem lán til byggingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða. Lán til meiriháttar endurnýjunar og endurbóta eða viðbyggingar við eldra íbúðarhús- næði, svo og lán til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði. Innan Húsnæðisstofnunar er einnig Byggingarsjóður verkamanna, sem veitir lán til eignaríbúða í verkamannabústöðum, lán til leigu- íbúða sveitarfélaga, stofnana á vegum ríkisins og félagasamtaka. Margir lífeyrissjóðir veita einnig lán til félaga sinna vegna húsnæðiskaupa, svo að rétt er fyrir hvern og einn að kanna rétt sinn þar. Húsbyggjendur LÓÐAUMSÓKN Eftir birtingu auglýsingar um ný byggingar- svæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir, sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryfirvöldum í viðkom- andi bæjar— eða sveitarfélögum — á Akranesi á Tæknideild bæjarins, Kirkjubraut 28. Skilmálar eru þar afhentir fyrir viðkomandi byggingarsvæði. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkomandi skrif- stofu. í stöku tilfelli þarf í umsókn, að fylgja tillaga að húsi en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á umsóknareyðublöðum. LÓÐAÚTHLUTUN Þeir sem fá úthlutað lóð fá um það skriflega til- kynningu og þar er þeim gefinn kostur á að stað- festa úthlutunina með greiðslu stofngjalds innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir endanlegra gjalda o.fl. liggi endanlegar bygging- arnefndarteikningar fyrir. Skilyrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaúthlutunar fá lóðahafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tví- riti svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til byggingarnefndar, aukfrek- ari gagna ef því er að skipta. GJÖLD Gatnagerðargjöld eru mismunandi eftir bæjar— og sveitarfélögum. Til viðmiðunar má þó nefna, að á Akranesi eru gatnagerðargjöld A fyrir 500 rúmmetra einbýlishús nú kr. 262.870,- og önnur byggingar— og heimæðargjöld kr. 79.750,-. Sömu gjöld fyrir 450 metra raðhús eru eru A-gjöld kr. 88.717,— og önnur gjöld kr. 77.630,- Inn í þessi gjöld vantar gatnagerðargjald B sem er innheimt þegar lokið er varanlegri gatnagerð við umrædda götu. Eru þau u.þ.b. hálft A-gatnag- erðargjaldið. FRAMKVÆMDIR Áður en unnt er að hefjast handa við fram- kvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. í því felst bygg- ingarleyfi og til að fá það þurfa byggingarnefndar- teikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eftirstöðvar gatnagerðargjalds og önnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um ábyrgð meistara, sem gefið er út þegar bygging- arleyfi er fengið. Fylla þarf út umsókn um vinnuheimtaugarleyfi til rafmagnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggj- anda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu. Þá þarf úttektir á ýmsum stigum framkvæmda og sjá meistarar um að fá byggingarfulltrúa til að framkvæma þær. FOKHELT Fokheldisvottorð, skilmálavottorð og lóða- samningur eru mikilvæg plögg fyrir húsbyggjend- ur og t.a.m. er fyrsta útborgun húsnæðislána bundin því að fokheldisvottorð liggi fyrir. Bygging- arfulltrúar gefa út fokheldisvottorð og skilmála- vottorð og til að þau fáist þarf hús að vera fokhelt, lóðarúttekt að hafa farið fram og öll gjöld, sem þá eru gjaldfallin, að hafa verið greidd. Skrifstofur bæjar— og sveitarfélaga (á Akranesi bæjarskrif- stofa, Kirkjubraut 28) gera lóðarsamning við lóð- arleigjanda. Þegar lóðarsamningi hefur verið þinglýst getur lóðarhafi veðsett mannvirki á lóð- inni. Unnið og staðfært á Tæknideild Akranesbæjar með hliðsjón af „minnisblaði“ sem bírtist í Morg- unblaðinu þann 6. nóvember 1988. ■Kippið út úr blaðinu og geymið-

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.