Skagablaðið


Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 7
Skagablaðið Bróðir Darwins tekur sér stutt hlé frá œfingu. Frá vinstri: Orri Harðarson, gítarleikari, Logi Guðmundsson, trymbill, Karl Lilliendahl, bassa- pokkari, og Anna Halldórsdóttir, söngkona. Sígurvegaramir í hæfiteikakeppni Fjölbrautaskóians teknir tali: Afsannar Bróðir Darwins þfóunaikeraiinguna alveg? Fyrir réttum þremur mánuðum bar sveitin Bróðir Darwins, sem reyndar hét þá Medúsa Rescribo, sigur úr býtum í hæfileikakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands hér á Akranesi. Keppni þessi hefur oft verið meira grín en alvara en að þessu sinni var því öfugt farið. Margar sveitanna voru fambærilegar og Medúsa Rescribo þeirra frambærilegust að mati áhorfenda. Skagablaðið ræddi stuttlega við þessa ungu sveit í vikunni, þ.e. alla nema söngkonuna, Önnu Halldórsdóttur. Það gerir líka ekkert, blaðið spjallaði við hana í haust sem skiptinema nýkominn frá Ítalíu! Hinir í sveitinni eru þeir Karl Lillien- dahl, Logi Guðmundsson og Orri Harðarson. Orri talar mest og því var ekki nema von að hann yrði fyrir svörum er sveitin var að því spurð hvers kyns tón- list hún léki. „Ætli það verði ekki að flokk- ast undir poppað rokk, allt of poppað að mínu mati, köllum það nýrokk." Síðar fylgdi að þeir Orri og Logi hefðu lengstum séð um lagasmíðarnar en Karl væri nú sem óðast að blanda sér í málið enda búinn að læra fimmta hljóminn á bassann. Anna sér alfarið um textana, sem eru „um allt og ekki neitt,“ svo vitnað sé í orð háksins Orra. Þeir Orri og Logi hafa báðir komið við sögu í bílskúrssveitum bæjarins. Hin tvö hafa minna látið á sér kræla á þeim vett- vangi. Orri var í Óþekktum and- litum og Tregablandinni lífsgleði en Logi á að baki setu í Black Soldiers From Hell, sem síðar fékk nafnið Deja Vu, og svo Þema. Að undanförnu hefur hann svo lamið húðir hjá þunga- rokkssveitinni Battery í forföll- um. Eftir sigurinn í hæfileika- keppninni hafa Darwin og bróðir hans aðeins komið tvisvar fram opinberlega. Fyrst á útgáfutón- leikum Síðan skein sól í Tungl- inu og síðan á Hótel íslandi er þar fóru fram tónleikar á vegum Útrásar, útvarpsstöðvar mennta- skóianna. Síðan þá hefur lítið verið um að vera og eiginlegar æfingar legið niðri sl. mánuð, m.a. vegna fjarveru Loga. Ailt stendurþetta þó til bóta. Að vonum langar meðlimi Bróður Darwins til þess að eiga eitthvað eftir sig á plötu en það eru enn sem komið er aðeins draumar. Þeir Logi og Orri geta a.m.k. huggað sig við að eiga myndbönd með sjálfum Unglingaflokkur Skagamattna í kðrfuknallleik: Hver stórskellurinn hefur rekið annan Unglingaflokkur Skaga- manna, sem svo miklar vonir voru bundnar við, hefur ein- hvern veginn ekki náð að spjara sig í vetur. Flokkurinn hefur leikipð þrjá leiki að undanförnu og tapað öllum illa. Sýnu versti skellurinn var gegn Val, 49 : 100! Þar skoraði Elvar Þórólfsson 18 stig, Elías Ólafsson 10, Kristján Ölafsson 8 og Jóhannes Helgason 7. Aðrir minna. Kristjan skoraði svo 28 stig gegn Haukum í bikarnum en allt kom fyrir ekki, Hafnfirð- ingarnir unnu, 112 : 81. Elvar skorðai 25 stig og Jón Þ. Þórð- arson 18. Haukarnir unnu Skagamenn svo aftur í íslandsmótinu iitlu síðar, 78 : 41. Elvar skoraði mest, 11 stig, Jón Þór 10 og þeir Bogi Pétursson og Elías 6 hvor. 7 A AKRANESI Ogn- valdurinn (Hero and the Terror) Danny hélt að hann hefði sigr- ast á sinni verstu martröð og nú er ekki víst að hann fái annað tækifæri. Þessi magnaða spennumynd er nýjasta og besta mynd kappans Chuck Norris og hún heldur þér á stól- bríkinni frá upphafi til enda. Sýnd kl. 21 í kvöld og annað kvöld, föstudag. Jólasaga (Scroogeð) Leikarinn Bill Murray kemur skemmtilega á óvart í jólamynd- inni frá Háskólabíói. „Það er sérstakur galdur Bill Murrays að geta gert þessa persónu bráðskemmtilega og maður getur ekki annað en dáðst að honum og hrifist með. Það verður ekki af henni skafið að Jólasaga er ekta jólamynd. “ Al., Mbl. Sýnd kl. 21 á sunnudag, mánudag og þriðjudag. BÍÓHÖLLIN - bíó með fólki

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.