Skagablaðið


Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 10
m Skagablaðið Veðurfarið og færðin tekur sínn toll: Ekið á mann, tvær bíl veltur og 6 árekstrar Ekið var á gangandi vegfar- anda á móts við Samvinnubank- ann upp úr hádegi á mánudag. Meiðsli hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Slysið var þannig að, að mað- urinn var að ganga yfir Kirkju- brautina yfir að Samvinnubank- anum. Vildi þá svo óheppilega til að lítil fólksbifreið ók á hann. Snjór var og nokkur hálka á mánudag en bifreiðin var á mjög lítilli ferð. Við höggið kastaðist maðurinn í götuna og var óttast að meiðsli hann kynnu að vera alvarleg. Vegfarandinn reyndist hafa hruflast og marist og kvartaði undan eymslum í fæti en er hafa sloppið vel miðað við aðstæður. Þó nokkuð var um árekstra í síðustu viku og bókaði lögregla sex hjá sér. Þá eru ótalin óhöpp sem urðu utan bæjarmarkanna en tvær bílveltur urðu á laugar- dag. Önnur inn við Botnsá en hin á Akrafjallsvegi, skammt frá Grundartanga. Um 600 þús. í snjómokstur Fannfergið að undanförnu hér á Akranesi, sem er með allra snjóléttustu stöðuni þessa lands skv. upplýsingum Veðurstofu íslands, er fleirum dýrt en óheppnum ökumönnum. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum hefur um 600 þúsundum króna verið veitt til snjómoksturs og ruðnings það sem af er árinu. Hætt er við að sú upphæð eigi enn eftir að hækka. Áætlun Tæknideildar Akraneskaupstaðar Nýtt tónlistarskólahús myndi kosta 27 millj. Kostnaður við smíði 430 fer- metra tónlistarskóla nemur rúm- lega 27 milljónum króna. Þetta kemur fram í áætlun Tækni- deildar Akraneskaupstaðar, sem gerð var fyrir stuttu. forvígismönnum Tónlistarskól- ans sl. haust kom fram, að fram- kvæmdir við nýbyggingu væru háðar því að koma mætti núver- andi húsnæði skólans við Skóla- braut og Kirkjubraut í verð. Fastlega má reikna með að sú afstaða móti einnig hug bæjaryf- irvalda þótt valinn verði sá kostur að breyta Kirkjubraut 8, þ.e. að selja þurfi hæðina við Kirkjubrautina. Magnús Kristjánsson var kjör- inn formaður Félags eldri borg- ara á Akranesi, sem stofnað var á mjög fjölmennum fundi í Hótel Akranes sl. sunnudag. Hundruð eldri borgara troðfylltu sal hússins. Aðrir í stjórn hins nýja félags eru Auður Sæmundsdóttir, Unur Jónsdóttir, Hreggviður Karl Elíasson og Hermann Guð- mundsson. Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu stjórnar verður í kvöld og skiptir hún þá með sér verkum. Eins og kom fram í frétt Skagablaðsins í síðustu viku er meginmarkið þessa nýja félags að gæta hagsmuna og réttinda eldri borgara en bæjarbúar, sem orðnir eru 60 ára og eldri eru um 800 talsins eða hátt í þriðjungur kjósenda. í tilefni stofnunar hins nýja félags færði bæjarstjórn því fag- urlega unninn fundahamar, sem afhentur var við það tilefni. Eins og sjá má afstóru myndinni hér að ofan til hœgri var þétt set- inn bekurinn í Hótel Akraness sl. sunnudag. Litla innfellda myndin er af fundahamrinum sem bæjar- stjórn gaf hinu nýja félagi. Alltað 2501 af olíu stol- ið í einu Brögð eru að því að hrá- olíu hafi verið stolið af vöru- bifreiðum hér í bæ og allt upp í 250 lítrum í einu. Lög- regla rannsakar nú málið. Þá var rafgeymi stolið úr bifreið við Skagabraut aðfaranótt þriðjudags. Þjófn- aðurinn upplýstist jafnskjótt og dagur rann og reyndist sá seki góðkunningi lögreglunn- ar. Félag ekki borgara á Akranesi stofnað: Margmenniá stofnfundinum Vitað er að forráðamenn skól- ans og velunnarar hans eru mun spenntari fyrir því að fá nýbygg- ingu undir starfsemina en sá kostur er einnig til athugunar, að breyta húsinu að Kirkjubraut 8, þar sem skólinn er nú með hluta starfseminnar, þannig að það henti undir alla starfsemi hans. Sem kunnugt er hefur lögreglan aðsetur á neðstu hæð hússins. Tæknideild lagði einnig fram áætlun um kostnað við breyt- ingar á Kirkjubraut 8 og viðbygg- ingu ofan á bílskúrinn, sem lög- reglan hefur nú til umráða. Sú könnun leiðir til niðurstöðu upp á 17,7 milljónir króna. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvor kosturinn verður ofan á en á fundi sem bæjarstjórnarmenn sátu með Tónlistarskólinn er með aðsetur á efstu hœð þessa húss. Ekki er þó öll starfsemin þar, hlutin hennar er að Kirkjubraut 8. Viðgerðir á Iðnskóla og Bjamalaug: Sjö milljónir þarf til endurbótanna Samkvæmt áætlun Tæknideildar Akraneskaupstaðar kostar á sjöundu milljón króna að inna af hendi nauðsynlegustu endur- bætur á gamla iðnskólahúsinu og Bjarnalaug. í áætlun tæknideildar, sem lögð var fyrir bæjarráð þann 12. janúar sl., segir að gera þurfi ráð fyrir rúmlega 3,5 milljónum króna til viðgerða á Bjarnalaug og tæplega 2,8 milijónum til iðn- skólans. Ákveðið hefur verið að gera við Iðnskólann á þessu ári en Bjarnalaug þarf enn að bíða.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.