Skagablaðið


Skagablaðið - 17.08.1989, Síða 1

Skagablaðið - 17.08.1989, Síða 1
29. TBL. 6. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 VERÐ KR. 120,- Besta gengi Bramí 15-16 ár Brann, lið þeirra bræðra Ólafs og Teits Þórðarsona í norsku 1. deildinni, á nú betra gengi að fagna en um 15 - 16 ára skeið. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Molde, sem er í 4. sæti. Brann vann Vaalerengen um helgina, 2 : 0, og er eftir sigurinn með 23 stig, eins og Oslóarliðið en með lakara markahlutfall. Lilleström er langefst með 35 stig, þá kemur Rosenborg með 30, Tromsö 27 og Molde 24. Óli, sem hefur skorað 3 mörk í 12 af 13 leikjum Brann í sumar, og félagar mæta Sogndal um næstu helgi og sigur þar gæti fært liðinu 4. sætið. Ólafur Þórðarson. Hætt er við að káluppskera flestra unglinganna í skólagörðunum verði lítil í haust eftir að sauðfé komst í garðana fyrir stuttu. Þegar að var komið var nánast allt kálmeti horfið, aðeins kartöflu- grösin stóðu eftir. Þetta er annað árið í röð sem búfénaður slepp- ur inn í garðana og veldur tjóni. Tjónið verður þó sennilega fremur tilfinningalegs eðlis frekar en um stórfellt fjárhagstjón sé að ræða. Og það að sauðfé sé í görðunum er ekki ný- lunda. Rolluskjátur voru gómaðar fyrr í sumar er þær voru að gæða sér á grænmetinu. Fé hefur einnig sést inni í skógrækt þar sem það hefur miskunnarlaust ráðist að nýgræðingi, sem vinna hefur verið lögð í að planta. Skólagarðarnir heyra undir íþrótta- og æskulýðsnefnd. Skagablaðið sneri sér til Elíss Þórs Sigurðssonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, og spurði hann hvernig slíkt mætti gerast annað árið í röð. Elís sagði þessa uppákomu vera afleitt mál. Búið hefði verið að gera við girðingarnar í Ijósi fyrri heimsókna en allt hefði komið fyrir ekki. Hann sagði, að ekki tjóaði að sýta tjónið úr þessu. Þetta væri búið og gert en næsta ár yrðu skólagarðarnir fluttir og „skotheldar“ girðingar settar upp umhverfis. Fanta/Skagamótið í knattspymu 6. flokks hefst á Akranesi á morgun: Þátttakendur aldrei fleiri Fyrstu keppendurnir á Fanta/Skagamótinu, sem reyndar befur heitið Hi-C/Skagamótið síðustu þrjú árin, komu hingað til Akraness síðdegis í dag. Voru þar á ferð Eyjaliðin Þór og Týr. Þau eru tvö af 13 aðkomuliðum, sem taka þátt í þessu mikla móti, sem aldrei hefur verið fjölmennara en nú. Keppendur verða um 300 talsins. Keppni hefst strax í fyrramálið stóra mót sér foreldrafélag 6. flokks í samvinnu við stjórn Knattspyrnufélags ÍA um mat og gistingu fyrir alla keppendur. Maturinn er eldaður af foreldr- unum og í fyrsta sinn er boðið upp á morgunverð, auk hádegis- og kvöldverðar. Gist er í Grundaskóla. og heita má að leikið verði sleitulaust allt fram á miðjan sunnudag, jafnt innanhúss sem utan. Auk þess að leika fótbolta verður slegið upp kvöldvöku og grillveislu eins og tíðkast hefur á undanförnum mótum. Auk þess að skipuleggja þetta Að sögn Smára Guðjónssonar, sem hefur unnið að skipulagn- ingu mótsins með stjórn foreldra félags 6. flokks, hafa um 10 manns verið í stöðugri vinnu síð- asta mánuðinn við undirbúning. Sagðist hann eiga von á að sjálfa mótsdagana myndi þessi tala þrefaldast. „Það er frábært að vinna að samkomu sem þessari með jafn áhugasömu fólki og stjórn for- eldrafélagsins," sagði Smári. „Allir eru tilbúnir til þess að leggja mikið af mörkum og mót- tökur allra þeirra sem við leitum til með hjálp eða stuðning hafa verið stórkostlegar. Það er eins og allir vilji leggjast á eitt um að gera þetta mót sem allra best úr garði.“ Auk keppendanna 300, sem hingað koma, er gert ráð fyrir um 100 fararstjórum og þjálfur- um auk allra þeirra foreldra, sem búist er við að leggi leið sína til Akraness sjálfa mótsdagana. Teikningjn fráVTsanv þykktídag? Bæjarráö átti á fundi sínuni í morgun að taka afstööu til þeirra tveggja teikninga að nýjum leik- skóla við Lerkigrund. Um er að ræða teikningar frá VT-teikni- stofunni hf. og systrunum Albínu og Guðfinnu Thordarson. Nefnd, sem skipuð var til að leggja mat á þær sjö teikningar sem bárust í leikskólann, mælti með að byggt yrði eftir teikningu systranna en lagði að auki fyrir bæjarráð í síðustu viku teikningu VT. Bæjarráð tók enga afstöðu til teikninganna sl. fimmtudag. Samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins mundi kostnaður við byggingu leikskólans nema 32 milljónum króna samkvæmt teikningum VT-teiknistofunnar hf. en 37 milljónum samkvæmt teikningum Albínu og Guðfinnu. Heimildir blaðsins herma einnig, að óformlegar viðræður hafi átt sér stað á milli fulltrúa frá Akranesbæ og VT-Teiknistof- unnar og að líkur séu á að teikn- ing hennar verði valin. Enginnsam- dráttur hjá Trico í ár -sjábls.4 Bikamrslit mfl. kvenna á sunnudag -sjábls.8

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.