Skagablaðið


Skagablaðið - 17.08.1989, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 17.08.1989, Blaðsíða 10
Hma KIRKJUBRAUT 4-6 BAN hættir á Skólabraut Einhver allra rótgrónasta verslun bæjarins, Bókaversl- unin Andrés Níelsson, lokar verslun sinni að Skólabraut 2 fyrir fullt og allt á morgun, föstudag, eftir 52 ára feril þar. Lokun verslunarinnar er liður í hagræðingu í rekstri fyrirtækisins. Verið er að vinna að stækkun verslunar BAN að Kirkjubraut 54 og lýkur henni fljótlega. Að henni lokinni verður öll starfsemin að Kirkjubraut 54. Þ&Efékk vænanbila Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að taka tilboði Þorgeirs & Ellerts í raflagnir í Nesjavallavirkjun. Tilboð Þ & E var rúmlega 1,6 milj. kr. lægra en næst- lægsta tilboð, sem stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur mælti með. Borgarráð ákvað hins veg- ar að halda sig við þá stefnu að taka lægsta boði enda mælti ekkert gegn því. Fjórar lóðir verðlaunaðar Fegrunarnefnd Akranes- kaupstaðar hefur ákveðið að veita fjórum lóðum á Akra- nesi viðurkenningu fyrir snyrtilegt útlit. Um er að ræða tvær Ióðir í einkaeigu og tvær lóðir fyrir- tækja. Önnur einkalóðin er að Brekkubraut 22, eign Karls Arnar Karlssonar og Guð- rúnar Garðarsdóttur, og hin er að Furugrund 5, eign Páls Engilbcrtssonar og Þóru Ing- ólfsdóttur. Fyrirtækjalóðirnar eru hjá HB & Co og Olís-nesti við Esjubraut. Skagablaðið Akranes em aftariega á meriimi í dagvistannálum: Astandið engu beba nú en fyrir rétlu ári Ástand í dagvistarmálum er enn ákaflega slæmt hér á Akranesi. Biðlistar eru mjög langir bæði í leikskóla- og dagheimilispláss. Heita má að ástandið sé með öllu óbreytt frá því Skagablaðið kannaði þessi mál fyrir réttu ári. Leikskólaplássin eru nú 155, en dagheimilisplássin 44. Lokið er við að fylla í þau pláss er losnuðu í sumar og að sögn Sólveigar Reynis- dóttur, félagsmálastjóra, komust inn þau börn er skráð voru á biðlista til áramóta 1987-88. Margir bíða því í ofvæni eftir nýrri dagvistarstofnun sem nú er í undirbúningi. Enn er óákveðið hvernig skiptingin verður þar á milli leikskóla- og dagheimilis- plássa. Miðað við núverandi að- stæður og þarfir samkvæmt bið- listum verða þar leikskólapláss fyrir 80 börn í tveimur deildum og ein dagheimilisdeild með 17 plássum, að sögn Sólveigar. Undirbúningur þessa nýja hei- milis er enn á frumstigi og því óvíst hvenær það verður komið í gagnið. Börn sem orðin eru 3-4 ára er þau flytjast til bæjarins eiga sér litla sem enga von um að komast inn á leikskóla eða dagheimili áður en skólaganga hefst. Slíkt ástand laðar barnafólk ekki til bæjarins. Gæsluvöllur er hér aðeins op- inn eftir hádegi frá lokum maí til septemberloka. Rekstrarfé hefur ekki fengist til að hafa hann op- inn lengur. Hætt var að hafa gæsluvöll opinn fyrir hádegi fyrir þremur árum vegna lítillar að- sóknar. Skagablaðið kannaði ástandið í dagvistarmálum í nokkrum bæjarfélögum og fór Akranes mjög halloka í þeim samanburði. I Vestmannaeyjum, þar sem íbúar eru þó heldur færri en á Skaganum, eru leikskólaplássin 180 og dagheimilisplássin 55. Börn komast þar tveggja ára inn á leikskóla fyrir hádegi og eldri börn er flytjast í bæinn komast nánast strax inn á leikskóla. Gæsluvöllur er þar opinn allt árið og bæði fyrir og eftir hádegi frá apríl til október. Á Selfossi, þar sem íbúar eru um 1800 færri en hér, eru mun styttri biðlistar, börn komast þriggja ára inn á leikskóla og gæsluvöllur er þar opinn allt árið. Pessi börn eru svo heppin að vera á leikskóla. Margir jafnaldrar þeirra eiga hins vegar enga von um pláss. Bíladella Hvítanesættarinnar lætur ekki að sér hæða: Þríggja ára gutti í árekstri! Óhætt er að segja að snemma beygist krókurinn hjá Hvítanes- ættinni þcgar bifreiðar eru ann- ars vegar. Þriggja ára sonur Ólafs Þórðarsonar, Valgeir, sannaði það rækilega fyrir stuttu er hann ók bíl föður síns á hús- vegginn heima hjá fjölskyldunni í Bergen. Að sögn Ólafs varð Valgeir fyrri til er fjölskyldan var á leið út í bílinn og náði að starta hon- um og aka beint á vegg áður en foreldrarnir náðu til hans. Litli guttinn fékk nokkurt högg er hann skall á stýri bif- reiðarinnar en slapp betur en á horfðist. Bíllinn slapp hins vegar ekki óskaddaður frá þessu ævin- týri. Viðgerð á honum kostar 120 - 130 þúsund krónur. Ungir ökumenn eru ekki ný- lunda hjá Hvítanesættinni. Sam- kvæmt heimildum Skagablaðsins náði Ólafur því að keyra á í fyrsta sinn á öðru aldursári. Sat þá undir sýri á hnjám föður síns og reif í stýrið er síst skyldi. Af- leiðinginn varð vægur árekstur. Atvinnulaus* ir sjómenn Tala atvinnulausra Akur- nesinga var um síðustu mán- aðamót 126. Af þessum 126 voru 24 sjómenn. Aðeins 3 sjómenn voru skráðir atvinnulausir í júní. Nærri lætur að tæp 5% at- vinnubærra Akurnesinga séu án vinnu um þessar mundir. íngibjörg í heiðurssæti Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar, verður heiðursgestur á úrslitaleikn- um í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, sem fram fer hér á Akranesi kl. 16 á sunnudag. Nánar er fjallað um leikinn á bls. 8 en þar mætast lið Skagastúlkna, sem eru í sín- um sjötta úrslitaleik á sl. 7 árum, og Þórs frá Akureyri. Nýrradarog nýjar tölvur Lögreglan, sem lengstum hefur verið í miklu búnaðar- svelti, hefur fengið „réttu græjurnar" síðustu dagana. Fyrst er til að telja nýjan fastan radar í annan lögreglu bílinn og síðan tvær Macin- tosh-tölvur til skýrslugerðar og bókana. Til þessa hefur allt slíkt verið unnið á ritvél- ar. Böminíunv férðarskóla Fimm og sex ára börn bæjarins, sem munu vera um 180 talsins, fara í árlegan um- ferðarskóla á vegum Um- ferðarráðs og lögreglunnar á mánudag og þriðjudag. Geysigóð þátttaka hefur verið í skólanum hér á Akra- nesi undanfarin ár og er von- ast til að svo verði einnig áfram. Forráðamenn barna eru velkomnir með þeim.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.