Skagablaðið


Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 3
Skagablaðið Hver eru baráttumálin? Alþingiskosningar eru á næsta leiti. Kosning fulltrúa á þjóðþing ís- lendinga næstu fjögur árin. Nú þessar síðustu vikur eru frambjóðend- ur önnum kafnir við að minna á sig. Þjóðfélaginu er fátt hollara en opinská umræða um málefni líðandi stundar. Oft hef ég hugsað um það kannski lögð á að gera andstæð- þegar birtar eru niðurstöður ingum sínum upp skoðanir, skoðanakannana hve undarlega stundum með slagorðum sem eru stórt hlutfall kjósenda tekur ekki löngu hæruskotin og hafa ekkert afstöðu. Eins sem kennari þegar hver árgangurinn á fætur öðrum náigast kosningaaldurinn, nær honum og virðist samt ekki vak- inn til vitundar um neina ábyrgð í samfélaginu. Þegar minnst er á stjórnmál og stjórnmálastefnur setur fólk á öllum aldri upp svip eins og nú eigi að fara að tala um nautaat eða þá að efna til einhvers óróa. Hver kannast ekki við þessa setningu: „Æ, ekki fara að tala um pólitík núna.“ En er þetta í rauninni skrýtin afstaða? Hvað eftir annað tjá stjórn- málamenn sig í ræðu og riti án þess svo sem að segja neitt ákveðið um stefnu sína og bar- áttumál. Aðaláherslan er gildi annað en höfða til tilfinn- ingasemi og hugsanadoða. Mætti á stundum halda að menn forð- uðust að ræða sín baráttumál. Er ekki kominn tími til að efla virð- ingu fólks fyrir stjórnmálum? Lítil þjóð þarf á því að halda að allir hennar þegnar hafa and- vara á sér. Við þurfum að hugsa hvernig við ætlum að halda þessu athvarfi okkar, íslenska þjóðfé- laginu, gangandi. Ætlum við að halda byggð í landinu? Ætlum við að jafna lífskjörin? Og hvernig? Um þetta þarf að ræða. Sagt er að gott pólitískt upp- eldi sé einn af hornsteinum þjóð- félagsins. Að verða pólitískt full- orðinn er þá sennilega að geta rætt um öll þessi erfiðu mál af 17.00, skiptist í þrennt, þ.e. starfsemi og skipurit ÍSÍ, starf- semi íþróttafélaga og fundar- störf. íþróttabandalagið greiðir allan kostnað af námskeiðinu og hvet- ur þá sem vilja taka þátt í því til þess að tilkynna þátttöku sína til Ingu Harðardóttur í síma 12190 fyrir föstudaginn 12. apríl. (Fréttatilkynning) Námskeið fyrir stjómendur innan íþróttahreyfingarinnar íþróttabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, íþrótta- bandalag Akraness og Iþrótta- samband íslands gangast á laug- ardaginn, 13. aprfl, fyrir eins dags námskeiði ætlað stjórnend- um, verðandi stjórnendum og öllum þeim aðilum, sem vilja kynna sér skipulag og starfsemi íþróttahreyfíngarinnar. Námskeiðið sem stendur frá kl. 10.00 - 13.00 og 14.00 - Athugasemd Að gefnu tilefni og til að forð- ast einhvern misskilning þá vill undirrituð koma á framfæri leið- réttingu á fréttatilkynningu um dagvistarkönnun. Ætlunin er að hringja til for- eldra barna á aldrinum 0 - 9 ára og er stærð úrtaksins 155 börn. Á aldrinum 0-9 ára eru 777 börn og mun því verða hringt til ca. 20% foreldra/forráða- manna vegna dagvistarkönnu- narinnar. Sólreig Revnisdóttir, félagsmálafulltrúi. yfirvegun og hreinskilni. Fram- bjóðendur og aðrir stjórnmála- menn bera mikla ábyrgð á þessu uppeldi. I þessu sambandi langar mig að víkja nokkrum orðum að tveimur greinum í síðasta Skaga- blaði. Önnur er eftir Guðjón Guðmundsson, þar sem hann er að fjalla um byggðamál og vitnar mikið í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins. En hver eru óska- og baráttumál Guðjóns sjálfs fyrir Akranes og Vestur- land? „Byggð með byggð.“ Ég er engu nær! Hin greinin er eftir Gísla Ein- arsson. Hún ber yfirskriftina „Harkan vex.“ Hann lýkur grein- inni á orðunum „Það skiptir máli hver stjórnar." Um það geta í sjálfu sér allir verið sammála. En nú er ég búin að lesa greinina þrisvar og hef enn ekki fundið neitt afdráttarlaust um stefnu flokksins sem Gísli er talsmaður fyrir. Kannski hefur hann annars staðar gert rækilegrar grein fyrir henni. Og af því hann gerir atvinnu- mál sérstaklega að umtalsefni hefði einmitt verið upplýsandi að fá fram skoðun hans á inngöngu íslands í Evrópubandalagið og hugsanleg áhrif þess á atvinnulíf Akraness, sem byggir afkomu sína að mestu leyti á sjávarút- vegi. Gísli er ánægður með þró- un atvinnumála hér, án nokkurra frekari skýringa. Ég hefði viljað heyra um hvernig hann vill stöðva fólksflóttann frá Akra- nesi. Síðasta ár var hann helm- ingi meiri en meðaltal áranna 1986 - 1990. „Á gleðistundu á ekki að gefa loforð," segir Gísli. En er ekki nauðsynlegt að segja satt og rétt frá? Kjósendur eiga rétt á að talað sé við þá eins og vitibornar verur og að frambjóðendur hætti að fela sig á bak við slagorð sem geta hljómað vel en enginn veit hvernig verða útfærð í reynd. Kosningar eru alvörumál. Qetum bætt vid okkur verkefnum MúrverK, flísalagnir, vélslíping gólfa, sandspörslun. Erum einnig með hina geysivinsælu 5T0 klæðningu. Föst tilboð eða tímavinna. Birgir Engilbertsson Múrarameistari — sími 12163 Aðalfundur Aðalfundur Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni verður haldinn í Hótel Akraness laugardaginn 13. aprílkl. 15.00. llAíí^fíILÍ: 1. Skýrsla stjómar og reikningar. 2. Kosning trúnaðarmanna. 3. Önnur mál Skcmmtidagskrá að loknum fimdi. Mætið vel! STgÖRXIX _________________________3 ii:r.ml\gak SKETTI fiFIM&K Fermingarskeyti er verðugur rammi um vin- arkveðju. Móttaka heillaóska verður sem hér segir: • Laugardaga íyrir fermingar kl. 14.00 - 18.00, eingöngu í félagsheimilinu Garða- braut 1, sími 12430. • Fermingardagana kl. 10.00 -18.00, bæði í félagsheimilinu og í bílum; 1. Bíll við Stillholt á homi Heiðarbrautar. 2. Bíll við Skólabraut 2. 3. Bíll við Garðagrund. KFIM & Mí Garðabraut 1 — Shtti 12430 Hesthús til sölu Til sölu er 8 bása hesthús að Æðarodda 34. Nánari upplýsingar í síma 95-11137. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa ÓLAFS FRÍMANNS SIGURÐSSONAR VESTURGÖTU 45 AKRANESI Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða aðhlynningu og umönnun. Ólína Á. Þórðardóttir Sigurður Ólafsson Margrét Ármannsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Baldur Ólafsson Þórður Helgi Ólafsson Sonja Hansen Ásmundur Ólafsson Jónina Ingólfsdóttir Gunnar Ólafsson Ragnheiður Jónasdóttir Ólafur Grétar Ólafsson Dóra Guðmundsdóttir barnabörn og langafabörn Akraneskirkja Laugardagur 13. apríl. Kirkjuskólinn og sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Börnin skrá sig í fyrirhugaða vorferð. Sunnudagur 14. apríl. Fermingarguðsþjónustur kl. 11.00 og kl. 14.00. Mánudagur 15. apríl. Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra kl. 19.30. Fimmtudagur 17. apríl. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.