Skagablaðið


Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 5
4 Er Akranes ferðamannabær? Ef ekki, á bærinn möguleika á að verða ferða- mannabær? Og þá hvernig? Þessar spurningar og fleiri í sama dúr hafa klingt í eyrum þeirra sem unnið hafa að ferðamálum hér á Akranesi undanfarin ár. Svörin liggja kannski ekki á lausu en vart leikur vafi á að Akranes hefur hægt og bítandi verið að komast inn á ferða- mannakortið og þá ekki síst sem heppi- legur staður fyrir fundi og ráðstefnur. En betur má ef duga skal. Með tilkomu vegtengingar yfir Hval- fjörð styttist vegalengdin frá Akranesi til höfuðborgarsvæðisins um tugi kíló- metra. Þá verður ekki meira mál að skreppa á Skagann en austur í Hvera- gerði eða á Þingvöll, sem vafalítið er enn vinsælasti sunnudagsrúntur reyk- vískra fjölskyldna. Fram til þessa hafa Skagamenn verið dálítið tvístígandi í afstöðu sinni til ferðamála. Ekki hefur farið leynt að ráðamenn bæjarins vilja fá hingað fleiri ferðamenn en skýra stefnumótun hefur að mestu leyti vantað. Akranesbær réð í haust, fyrstur kaup- staða á íslandi, til sín ferðamálafulltrúa í hálft starf. Hann hefur unnið ötullega að markaðssetningu bæjarins og svo virðist sem árangur af starfi hans sé smám saman að koma í Ijós. Mikilvægt er að nú takist að treysta Akranes í sessi í hugum ferðamanna. Horfa þarf til lengri tíma. Ljóst má vera að lengri tíma en eitt ár þarf til þess að hægt sé að dæma með einhverri vissu um hvernig til hefur tekist. Eðlilegt væri að framlengja ráðningarsamning til a.m.k. tveggja ára í haust. Fátt fer eins illa með jafn seinlega og viðkvæma uppbyggingu, sem ferðaþjónusta vissu- lega er, og ör mannaskipti. Það tekur nefnilega langan tíma að skapa sér nafn innan ferðaþjónustunnar. Það er bjargföst skoðun undirritaðs að vel megi gera Akranes að aðlaðandi bæ fyrir ferðamenn. Hér höfum við fyrsta flokks þjónustu á mörgum sviðum. Það er helst að hér vanti eitt- hvert sérstakt aðdráttarafl, sem gerir það að verkum að fólk kemur hingað fyrir forvitni sakir. Byggðasafnið er út af fyrir sig stórmerkileg stofnun en fleira þarf til. Hvernig væri að Skagamenn tækju sig til og kæmu upp samblandi af sjávarút- vegs- og fiskasafni hér? Það fyrrnefnda er ekki til í landinu. Hér er löng hefð fyrir útgerð og margskonar minjar til þar að lútandi. Vestmannaeyjar státa af eina fiskasafni landsins. Þangað er hins veg- ar bæði lengra og torsóttara en til Akra- ness. Safn af þessu tagi myndi ekki að- eins festa Akranes í sessi sem útvegs- bær í fremstu röð heldur einnig draga að ferðamenn í þúsundatali. Heimsókn í fiskasafn yrði aukinheldur vinsæl dags- ferð hjá skólum á öllu Suður- og Vestur- landi yfir vetrartímann. Er ekki vert að skoða þennan kost? Sigurður Sverrisson Skaqablaðið Skaaablaðið Ekki voru krásirnar lakari á þessu borði. Stærsti hluti bekkjarins er við borðið. Börnin fluttu m.a. Ijóð og leikrit. Maraþonfótbolti Fjórði flokkur karla spilar maraþonfótbolta í íþróttahúsinu við Vesturgötu helgina 25. — 26. maí. Flautað verður til leiks kl. 10.00 á laugardag. Komið og sjáið knattspyrnumenn framtíðarinnar. Stjórn foreldrafélags 4. flohks Osvikin sjávar- útvegsstemning í Grundaskóla Sjávarréttahlaðborðið hjá þessum bekk var einstaklega glæsilegt. fimmtudag þegar nemendur tveggja þriðju bekkja buðu for- eldrum sínum og fleirum til glæsilegrar sjávarréttaveislu. IVlikið fjölmenni þekktist boðið og ríkti þarna ósvikin stemning. Krakkarnir buðu upp á ýmiskon- ar skemmtiatriði, m.a. söng, Ijóðalestur, leikrit og fleira og síðan voru sungin sjómannalög af miklum krafti. Skólinn var fagurlega skreytt- ur í tilefni dagsins. Allar skreytingar voru tengdar sjávar- útvegi og augljóst var á öllu að börnin höfðu lagt líf og sál í vinnu sína. Sjávarréttaveislan var loka- hnykkurinn á þemavinnu, sem krakkarnir höfðu verið að fást við síðustu vikurnar. Þau heim- sóttu m.a. Haförninn og frædd- ust um starfsemina þar auk þess sem þau fóru í fiskbúðina og könnuðu hvað þar væri að fá. Öll unnu þau skemmtilegrar vinnubækur og ýmiskonar fönd- ur í tengslum við þemað sjávar- útvegur. Eru margar vinnubók- anna hreinustu listaverk. Fleira gerðu þau skemmtilegt, m.a. alls kyns lita fiska úr tómum plast- flöskum undan gosdrykkjum. Þar naut sköpunargleðin sín ekki síður en á öðrum sviðum. Skagablaðið leit inn í Grunda- skóla á fimmtudaginn og smellti þá af nokkrum myndum. Þótt myndirnar segi e.t.v. meira en mörg orð, nú sem endranær, er víst að miklu fleira gat þar að líta en sjá má af myndunum. Það ríkti sannkölluð sjávarút- vegsstemning í Grundaskóla sl. Sóknarpresturinn stóðst ekki hið glæsilega hlaðborð sem boðið var upp á. Látið í ykkur heyra! 5TMINM ER 11402 Meytendafélag Akraness Tækjalci^an er opiri manudaga til fösfudaga frá kl. 8 — 12 og 13 - 16. Verntlaður vumustaður Dalbraut 10 — Sími 12994 PÍPIJUGMR .IÓV H.IAK.M I.ÍSI ASIIV Pípulagningaincistarí 81293f) & 985 - 31844 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla aihliða málningarvinnu. Mold — Túnþökur — Möl — Sandur Önnumst einnig almenna véiavinnu. GERUM VERÐTILBOÐ NEISTI HF. Símar 12131, 12985, 985-24719 Qleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 Mozart-tónleikar Kirkju kórsins á mánudaginn Á þessu ári er þess minnst að 200 ár eru liðin frá því Wolfgang Amadeus Mozart lést en hann kvaddi þennan heim þann 5. des- ember 1791 í Vínarborg, aðeins 35 ára gamall. Kirkjukór Akraness heldur upp á þessa minningu sem aðrir og helgar Mozart að mestu vortónleika sína sem verða næst- komandi mánudag, 27. maí, í Vinaminni og hefjast kl. 20.30. Þar flytur kórinn eitt af æskuverkum hans, þ.e. Missa Brevis (stutta messu) í G - dúr Kv. 49 fyrir fjóra einsöngvara, kór og hljómsveit. Verkið samdi Mozart árið 1768, aðeins tólf ára, og var það frumflutt sama ár. Á þessum tíma var það ófrá- víkjanleg hefð að kórfélagar syngju einsöngshlutverkin í kirkjutónlist. Hér verða í ein- söngshlutverkum þau Jensína Waage, sópran, Helga M. Aðal- steinsdóttir, mezzosópran, Step- hen Daniel, baritón og Sigurður Pétur Bragason, baritón. Þá verður einnig flutt mótettan Tantum Ergo Sacramentum, Kv. 142, fyrir sópran, kór og hljóm- sveit, samin árið 1772. Einsöng í því verki syngur Dröfn Gunnars- dóttir. Einnig verður flutt mót- ettan Ave Verum Corpus, Kv. 618, fyrir kór og hljómsveit. Hún var samin 17. júní 1791 og er tal- in ein af gullperlum tónbók- menntanna. Síðasta verkið eftir Mozart verður mótettan Laudate Dom- inum fyrir sópran, kór og hljóm- sveit. Þessi mótetta er úr hátíðar- aftansöng, Vesperae Solennes De Confessore, Kv. 339, sem Mozart samdi árið 1780. Textinn í verkinu er Davíðssálmur 117. Einsöngvari með kórnum í þessu verki er Guðrún Ellertsdóttir, sem einnig syngur sópranhlut- verkið í síðasta verki tónleik- anna, Missa Brevis í B - dúr eftir Joseph Haydn fyrir sópran, kór og hljómsveit, sem hann samdi árið 1778. Þeir Haydn og Mozart tengd- ust órjúfanlegum vináttuböndum og var Haydn mikil fyrirmynd Mozarts alla tíð og einlægur tals- maður hans. Hann var kletturinn sem ekkert braut á í lífi Mozarts eins og reyndar hjá fleirum enda var hann kallaður „Papa" Haydn. Undirleikari Kirkjukórs Akra- ness hefur í vetur verið Timothy Knappett og leikur hann á org- elpositív á þessum tónleikum. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Vera Steinsen og Helga Óskarsdóttir, sem leika á fiðlu, Jakob Hall- grímsson, sem leikur á víólu, Oliver Kentish, sellóleikari og Leifur Benediktsson, kontra- bassaleikari. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Sextándi maí var vinsæll dagur á fæðingardeild Sjúkrahúss Akraness því eigi færri en þrjú börn komu í heiminn þann ágæta dag. 16. maí: stúlka, 3570 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Bryndís Bragadóttir og Carsten Kristinsson, Hjarðarholti 10, Akranesi. 16. maí: stúlka, 2880 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Astrid Gundersen og Kristján Þórðarson, Ölkeldu, Staðarsveit. 16. maí: drengur, 4420 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Eydís Rut Gunnarsdóttir og Hörður Þ. Benónýsson, Dverga- bakka 24, Reykjavík. 21. maí: stúlka, 3310 g að þyngd og 49 sm á lengd. Foreldrar: Margrét Arnfinnsdóttir og Már Vilbergsson, Skarðsbraut 13, Akranesi. SkipaskagiílA Stjórn íþróttabandalags Akraness samþykkti ein- róma á fundi sínum fyrir stuttu beiðni Ungmennafé- lagsins Skipaskaga um inn- göngu í bandalagið. Ársþing IA þarf síðan að staðfesta ákvörðun stjórnarinnar áður en Skipaskagi telst fullgildur aðili. Akraneskirkja Sunnudagur 26. maí Messa kl. 14.00. Fimmtíu ára fermingarbörn taka þátt í messunni. Frú Sveinbjörg Arnmundsdóttir flytur ávarp. Organisti Jón Þ. Björnsson. Fimmtudagur 31. maí Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. SÓKNARPRESTUR Bæjarbúar — Plöntusala Hin árlega plöntusala hefst á torginu á morgun, föstudaginn 24. maí. Selt verður á morgun og laugardag, 25. maí, frá kl. 10.00 — 18.00. JÓN SVERRISSON Unglingamót ÍA og ESSO í Jaðarsbakkalaug 25. og 26. maí (Jnglingamót ÍA og E550 fer fram í Jaðarsbakkalaug dagana 25. og 26. maí næst- komandi (um helgina). Mótið hefst kl. 9 árdegis báða dagana og úrslit verða kl. 16.00. V/ið hvetjum bæjarbúa til þess að mæta og fylgjast með 560 ungmennum í keppni! KAFFIVEITINGAR — ENGINN AÐGANGSEYRIR! SUNDFÉLAG AKRANESS 5 SÍM111100 (SÍMSVARI) W I L L I A M jp EJJ-l B l 'TTV --------7TT _ -THE— —------- EXGSBIST Særinga- maðurinn (Exorcist III) Þetta er sannkallaður „tryllir", aðeins fyrir þá sem eru með taug- arnar í lagi. Frábærtframhald af fyrri myndum um særingamanninn óhugnanlega. Aðalhlutverk George C. Scott. Sýndkl. 21 íkvöld, fimmtudag, og annað kvöld. Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskugi hennar Þér er ráðlagt að borða ekki áður en þú sérð hana þessa. Sennilega hefur þú heldur enga matarlyst fyrst eftir að hafa séð hana. Grimmt, djarft, erótískt listaverk. Sýnd kl. 23.15 á fösludag og sunnudag. Havana Mynd um fjárhættuspilara sem treystir engum, konu, sem fórnaði öllu og ástríðu sem leiddi þau sam- an í hættulegustu borg heims. Aðal- hlutverk Robert Redford og Lena Olin. Sýnd kl. 21 á sunnudag og mánudag.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.