Skagablaðið


Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 23.05.1991, Blaðsíða 10
Nýkjömu Skagaþingmennímir þrir ætla allir að búa ábam á Akranesi og ferðast daglega á milli: Vilja gott samband við kjósendur Kjöri á þing fylgja alla jafna miklar breytingar hjá viðkomandi og oftar en ekki verða landsbyggðarþingmenn að flytja til höfuðborgar- innar eða þá að velja þann kost að halda tvö heimili. Skagaþing- mennirnir þrír eru hins vegar ekki á þeim buxunum. Þeir ætla allir að búa áfram á Skaganum og ferðast daglega á milli til starfa sinna á Al- þingi. Skagablaðið ræddi stuttlega við þau Guðjón Guðmundsson, Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóhann Ársælsson og innti þau eftir þvi hvernig þingmennskan legðist í þau. Það er ætlun mín að fara hér á milli Akraness og Reykja- víkur á þingfundi. Það sem vó þyngst hjá mér í þeirri ákvarð- anatöku er að ég vil halda tengsl- unum við bæinn og mína kjós- endur í kjördæminu. Ég óttast að með því að flytja til Reykjavíkur gætu þessi tengsl orðið minni," sagði Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þinghaldið er fjóra til fimm daga í viku og tel ég að öllu óbreyttu eigi að vera hægt að fara hér á milli til þeirra starfa. En það er að sjálfsögðu engin reynsla komin á það hvort þetta er hægt eða ekki en það verður bara að koma í ljós. Ég mun hafa afdrep í Reykjavík ef ég tefst þar vegna þing- eða nefndarstarfa." „Ég var strax ákveðin í því að ferðast á milli Akraness og Reykjavíkur til þess að sinna þingstörfunum og annað kom ekki til greina af minni hálfu," sagði Ingibjörg Pálmadóttir, þingmaður Framsóknarflokks- ins. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu Risahal Góður afli togara þykir ekki orðið tíðindum sæta en það er ekki algengt að togarar fái 45 tonn fiskjar í einu hali. Strák- arnir á Haraldi Böðvarssyni fengu þó eitt slíkt risahal í túr fyrir skömmu, þar sem þeir voru að veiðum rétt utan við „Hólfið" á Breiðafirði. Páll Guðmundsson, háseti og ljósmyndari, smellti þessari mynd af karfaþvögunni, þar sem verið var að draga pokann um borð. að sækja þingstörfin héðan frá Akranesi. Við Skagamenn höf- um svo góðar samgöngur við höfuðborgina, þar sem fjórar ferðir eru á dag á milli með Akr- aborginni, og sá tími sem fer í þessar ferðir er mjög hentugur til vinnu. Ég hef óspart notað mér það." Ingibjörg hefur skrifstofuað- stöðu fyrir störf sín á Alþingi í Þórshamri. Hún sagðist telja, að samstarf þingmannanna úr Vest- urlandskjördæmi yrði örugglega gott og væru þeir nú þegar farnir að leggja grunninn að samvinnu. Guðjón Guðmundsson. Ingibjörg sagði, að það tæki að sjálfsögðu sinn tíma að læra hin- ar ýmsu hefðir sem tíðkuðust á Alþingi og kynnast nýju fólki, rétt eins og hjá hverjum þeim sem hefur störf á nýjum vinnu- stað. „Það er hugmyndin hjá mér að eiga heima hér á Akranesi áfram og fara á milli Akraness og Reykjavíkur til þingstarfa, en ég mun þó hafa afdrep í Reykjavík ef ég þarf að sinna málum þar eins og t.d. nefndarstörfum," sagði Jóhann Ársælsson, þing- maður Alþýðubandalagsins. Ingibjörg Pálmadóttir. „Þingfundir eru alla daga nema á föstudögum en þá er sá dagur oft notaður til nefnda- starfa. Þá eru þingflokksfundir haldnir mjög oft hjá okkur, jafn- vel á hverjum degi ef með þarf." Jóhann hefur það fram yfir Skagaþingmennina Ingibjörgu og Guðjón að hann hefur áður setið á þingi. Var þar haustið 1984, þá í einn mánuð í forföll- um Skúla Alexanderssonar. Jó- hann hefur til afnota fyrrum skrifstofu Skúla að Vonarstræti 12 til sinna starfa. Jóhann Ársœlsson. 'íHs' - . “"Sf—-s ? m 1v"" 1« 1 i is w Gijótlistaverit Vinnu við grjótgarðinn utan á aðalhafnar- garðinum lauk fyrir skömmu. Það var verktakafyrirtækið Suðurverk sem annaðist mannvirkjagerðina og ber öllum saman um að einstaklega vel hafi verið að verkinu staðið. Þykir niðurröðun grjótsins vera slík að stappi nærri list. Skagablaðið smellti þessum mynd- um rétt um það leyti er vinnu við grjótgarðinn lauk. Á stóru myndinni má vel sjá hvernig til hefur tekist við garðinn en á litlu myndinni eru starfsmenn Suðurverks.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.