Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 7
Skaoablaðið Fullt nafn? valdsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 22. nóvember 1970 á Akranesi. Starf? Er um það bil að hefja stærðfræðinám við Há- skóla íslands. Hvað líkar þér best í eigin fari? Minn helsti kostur er hversu hógvær og lítillátur ég er, en því miður er þetta oft hvimleiður galli þannig að ég er svona smám saman að reyna að venja mig af því. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Verða eldri og stærri. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Haldið ykkur fast . . . stærðfræði. Ertu mikið fyrir blóm? Nei, nema kannski helst að gefa þau. Hver er uppáhaldslitur þinn? Svartur. Ferðu oft með Akraborg- inni? Já. Áttu eða notarðu tölvu? Ég get ekki neitað því að hafa snert svoleiðis gripi. Hefur þú farið hringveg- inn? Já, reyndar. Ferðu oft í gönguferðir? Nei, allt of sjaldan. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Neibb. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Kínverskur matur og flatbökur. Ferðu oft í bíó? Það er allur gangur á því. Stundar þú stangveiðar? Neibb. Áttu einhver gæludýr? Neibb. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Nei því miður allt of lítið. Hveiju myndir þú breyta hér á Akranesi ef þú gætir? Hugsuarhætti fólks, hann ein- kennist því miður of mikið af metnaðarleysi og minnimátt- arkennd og beini ég þeim orð um sérstaklega til nemenda í Fjölbrautaskólanum, þið eruð ekkert síðri nemendur en í öðrum framhaldsskólum og hana nú!!! Draumabfllinn? Svört Volga. Ertu mikið fyrir tónlist — hvemig? Mjög mikið, ætli ég hlusti ekki mest á sígilda tónlist. Hvað hræðistu mest? Að verða sköllóttur. AAARG!!! Sækirðu tónleika Já, ég geri töluvert af því. Notarðu bflbelti og Ijós þeg- ar þú ekur? Jamm. Fylgist þú með störfum bæjar- stjómar? Neibb. Umferðargetraun skóiabama fyrir jóUn: Þau fengu verðlaun Eins og venjulega undanfarin ár fóru lögreglumenn á stjá á Að- fangadag og dreifðu verðlaunum til þeirra barna sem voru svo heppin að fá verðlaun í umferð- argetraun Umferðarráðs og lög- reglunnar fyrir jólin. Að vanda voru dregin út nöfn eins drengs og einnar stúlku í hverjum ár- gangi að 13 ára aldri í grunn- skólunum tveimur. Akranesbær, Sjóvá/AImennar og VÍS og lög- reglan gáfu verðlaunin. Nöfn barnanna voru að vanda dregin út á skrifstofu bæjar- fógetaembættisins af Jóni Vil- berg Guðjónssyni, fulltrúa. Nöfnin fara hér á eftir, fyrst nöfn barna í Brekkubæjarskóla: 6 ára: Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Dalbraut 19, Ólafur Nils Sigurðsson, Laugarbraut 16. 7 ára: Guðrún Birna Kristófersdóttir, Vesturgötu 139, Bjarki Óskarsson, Vesturgötu 17. 8 ára: Guðný Pétursdóttir, Skagabraut 10, Björn Torfi Axelsson, Vesturgötu 73. 9 ára: Ólöf V. Guðnadóttir, Vall- holti 13, Lindberg Már Scott, Garða- braut 43. 10 ára: Anna Soffía Hákon- ardóttir, Vesturgötu 77, Daníel Sig- urðsson, Skólabraut 33. 11 ára: Ásdís H. Guðfinnsdóttir, Garðabraut 4, Jón Eric Halliwell, Vesturgötu 145. 12 ára: Þórhildur Halldórsdóttir, Móum, Innri - Akraneshreppi, Guðni K. Einarsson, Skagabraut 11. Þessi börn úr Grundaskóla fengu einnig viðurkenningar: 6 ára: Vigdís Elfa Jónsdóttir, Víð- igrund 22, Sigvaldi Egill Lárusson, Víðigrund 17. 7 ára: María Björg- vinsdóttir, Presthúsabraut 31, Öttar Örn Vilhjálmsson, Lerkigrund 6. 8 ára: Heiðrún Sif Garðarsdóttir, Eini- grund 23, Stefán Orri Ólafsson, Reynigrund 37. 9 ára: Særún Sig- valdadóttir, Grenigrund 5, Ársæll Þór Jóhannsson, Jörundarholti 186. 10 ára: Kristrún Matthíasdóttir, Höfða- braut 5, Ólafur Ingi Guðmundsson, Jörundarholti 120.11 ára: Alma Auð- unsdóttir, Skarðsbraut 5, Sindri Birg- isson, Lerkigrund 2. 12 ára: Erna Hafnes Magnúsdóttir, Reynigrund 41, Davíð Halldór Lúðvíksson, Reynigrund 8. Þá fengu eftirtaldir heimilismenn að Sambýlinu við Vesturgötu viður- kenningu: Guðrún Ósk Ragnarsdótt- ir, Sigurður Smári Kristinsson, Pétur Þór Egilsson, Kristmundur Valgarðs- son, Jón Agnarsson og Elsa Erlends- dóttir. „Vér mótmælum alfii' Bæjarstjórn Akraness ítrekaöi á fundi sínum á þriðjudag í fyrri viku afstöðu sína til fyrirhugaðs nefskatts ríkisstjórnarinnar á öll sveitarfélög í landinu. í bókun, sem Skagablaðinu hefur borist, segir m.a. að skatturinn sé brot á samkomulagi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Orðrétt er bókunin þannig: Bæjarstjórn Akraness vísar til fyrri samþykkta um fyrir- hugaðan ríkisskatt á sveitarfélög, dags. 12/12 og 19/12 1991, og fundar með þingmönnum Vest- urlands, dags. 18/12 1991. Bæjarstjórn ítrekar mótmæli sín og hvetur þingmenn Vestur- lands til þess að gera sér skýra grein fyrir afleiðingum þessarar álagningar á fjárhag sveitarfé- laga. Rökin eru þau sömu sem fyrr: 1) Skatturinn er brot á sam- komulagi um verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga. 2) í yfirstandandi þrengingum er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Vesturlandi í engu betri en ríkis- sjóðs.“ Einbýlishús tilsölu! Mjög gott 150 fermetra einbýlishús á 2. hæðum, á góðum 5tað í miðbænum. Hýtt rafmagn, nýirgluggar. Bein sala eða skipti á 3ja — 4ra herbergja íbúð í blokk, eða 5§rhæð. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni eða síma 13306 Fasteignaeigendurá Akranesi takið eftir! Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 1992 er nú lokið. Gjalddagar fasteignagjalda 1992 eru 7 og eru þeir sömu og áður, það er 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí. Dráttarvextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga. Sérstök athygli er vakin á því að veittur er 5% stað- greiðsluafsláttur séu fasteignagjöldin greidd að fullu fyr- ir 15. febrúar næstkomandi. Einnig er lokið fyrirfram álagningu aðstöðugjalda fyrir árið 1992 og er fyrsti gjalddagi þeirra þann 1. febrúar næstkom- andi. Álagningarseðlar hafa verið póstlagðir og munu berast gjaldendum á næstu dögum. Frekari upplýsingar um álagningu þessara gjalda veitir starfsfólk innheimtunnar. Með bestu kveðju, Innheimtustjóri. ★ Pawtaiiir í sínia 11903. Eirkjnbrant 2,2. hæð ÞAKKARAVARP Innilegar þakkir til ættingja minna og sam- starfsmanna fyrir gjafir og hlýjar kveöjur á 70 ára afmæli mínu þann 23. desember síðastliðinn. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár, með kærri þökk fyrir liðin ár. EINAR ÁRNASON, HÁHOLTI 9. Hjartans þakkir fyrir samúð- arkveðjur, blóm og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu ÓLAFAR JÓNU JÓNSDÓTTUR, VALLARBRAUT 1, AKRANESI Sérstakar þakkir til starfsfólks E—deildar Sjúkrahúss Akra- ness. Friðgerður E. Bjarnadóttir Erla Guðmundsdóttir Gísli S. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA - Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti -t-Kr Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 J Tryggvi Bjarnason, hdl. 1 Símar 12770 og 12990 Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi. Bílaleiga - bílaverkstæði Allar almennar viðgerðir. Réttingar og sprautun. mmh ‘Visa\ — | tUOOCAOO BRAUTIN HF. Dalbraut 16 B 12157 TRÉSMÍÐI hef opnað trésmíðaverkstæði að Kalmansvöllum 4. Öll almenn smíðavinna. Tilboð eða tímavinna. Trésm. Hjörleifs Jónssonar Sími 12277 — Heimasími 12299 VÉLAVINNA jfdmfj^i Leigjum út flestar gerðir vinnu- SKTIFl AN" v^a- Önnumst jarðvegsskipti ,'U| L/U ogútvegummöl sandog mold. Fljót og örugg þjónusta. Jaðarsbakkalaug Jaðarsbakkalaug er opin alla virka daga frá kl. 7 til 21, laugar- og sunnudaga frá kl. 9 til 16. MÁIOTIíG Getum bætt ftð okkur verkcfnum í alhliða málningar- vinnu. HRAUNUM - SANDSPÖRSLUM - MÁLUM. Tilboð eða tímavinna. UITBRIGÐI SF. 'Jaöarsbraut 5 S 1S328 & 985-39119

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.