Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 16.01.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 16. janúar 1995 7 Vinsazlustu myndböndin Vinsældalisti vikunnar hjá Myndbandaleigunni As: 1. Ace Ventura 2. Fjögur brúðkaup og... 3. Cool Runnings 4. Naked Gun 33 og 1/3 5. Listi Schindlers. 6. The Paper 7. My Father the Flero 8. Death Train 9. Serial Mom 10. Fleart and Souls Tónlist fyriralla: Gangur lífsins cfQKomuíheiminn 6. janúar, drengur, 4.260 g, 55 sm. Foreldrar: Asthildur Björns- dóttir og Bjarni Kristmundsson, Giljalandi, Dalasýslu. 8.janúar, stúlka, 3.880 g, 54 sm. Foreldrar: Agústa Friðriks- dóttir og Flrafn Elvar Elíasson, Vesturgötu 50. 12. janúar, stúlka, 2.905 g, 48 sm. Foreldrar: Margrét Osk Víf- ilsdóttir og Magnús Björnsson, Jaðarsbraut 29. 12.janúar, stúlka, 3.480 g, 50 sm. Móðir: Gyða Gunnarsdóttir, Víkurtúni 11, Hólmavík. iMSkírö María Rós, fædd 23. nóvember, skírð 26. desember. Foreldrar: Björn Guðmundsson og Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, Jörundar- holti 152. Patrekur Sveinn, fæddur 23. desember, skírður 28. desember. Foreldrar: Þorkell Pétursson og Brynhildur Barkar Barkardóttir, Sandabraut 6. Valdís Marselía, fædd 14. des- ember, skírð 29. desember. For- eldrar: Þórður Guðjónsson og Anna Lilja Valsdóttir, Bochum, Þýskalandi. Þorri, fæddur 18. nóvember, skírður 30. desember. Foreldrar: Guðni Hannesson og Lilja Lín- dal Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 20. Daníela Hadda, fædd 4. janúar, skírð 8. janúar. Foreldrar: Haf- steinn Hrafn Daníelsson og Guðný Helgadóttir, Skaaabraut 35. Rut, fædd 8. janúar, skírð 11. janúar. Foreldrar: Hrafn Elvar Elíasson og Agústa Hjördís Friðriksdóttir, Vesturgötu 59. t Jarðsungin 12.janúar, Sigurður Kristinn Amason, Dvalarheimilinu Höfða. F. 24. september 1926, d. 8. janúar 1995. 12. janúar, Rósa og Emilía Olöf Hafsteinsdætur, Jörundarholti 46. F. og d. 7. janúar. 13. janúar, Þórarinn Ólafsson kennari, Háholti 3. F. 23. maí 1912, d. 8. janúar 1995. Bifreið: Nissan Sunny árgerð 1987. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Ég býst alveg við því. Hvalfjörðurinn er leiðinlegasta leið sem ég keyri. Áttu reiðhjól? Já og kannski nota ég það meira hér á Akranesi en ég hef gert. Starf og laun: Stöðvarstjóri Pósts og síma. Launin eru ágæt. Helsti kostur: Ég er Þingeyingur. Matur og drykkur í uppáhaldi: Lambaket og fiskur. Ég drekk oft vatn en annars það sem tilheyrir hverju sinni. Uppáhaldstónlist: Ég er alæta á tónlist, þó síst þungarokk. Uppáhaldsblað: Morgunblaðið. Uppáhaldsíþróttamaður: Ég fylgist nú ekki mikið með íþróttum en ég er alltaf mjög stolt af Sigga Sveins og hinum handboltastrákunum. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ég hef það fyrir mig. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Besti útvarps-Zsjónvarpsmaður: Þetta er allt saman ágætis fólk. Leikari í uppáhaldi: Helgi Skúlason er frábær leikari. Hvaða bók ertu að lesa? Sóknarlýsingar í Þingeyjarsýslu. Það er mjög áhugaverð og skemmtileg lesning. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Ég man nú eiginlega aldrei hvað þær heita þessar myndir en þetta var ágæt mynd. Síðast þegar ég fór í bíó sá ég The Firm og hún var fín. Hvað gerðirðu ísumarfríinu? Ég fór til Þýskalands og dvaldi þar í sumarhúsi í viku. Hvað meturðu mest ífari annarra? Ég Sigrún og Anna leika vil að fólk sé heiðarlegt. Hvað angrar þig mest ífari annarra? Ekkert sérstakt. Ég nenni ekki að láta hlutina angra mig. Hvað veitir þér besta afslöppun? Að fara í slökunarnudd og ljós. Ég geri þetta þó ekki nógu oft. Flokkarðu sorp? Gosdrykkja- og öl- umbúðir og rafhlöður fara ekki með öðru rusli. Stundarðu líkamsrœkt? Nei. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Það kemur fyrir. Ég hef verið að læra söng og hef afskaplega gaman af að fara á tónleika. Hvernig leggst árið 1995 íþig? Það leggst vel í mig. Ég byrjaði árið á þvf að taka við spennandi starfi og ætla að reyna að standa mig í því. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistar- skólans næst komandi fimmtu- dag kl. 20.30. Á tónleikunum munu þær leika létt klassísk lög og fleira. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við verkefn- ið Tónlist fyrir alla og eru öll- um opnir. í dag og á morgun verða þær Sigrún og Anna Guðný í skól- um bæjarins að kynna hljóðfæri sín og munu leika fyrir alla skólanemendur í bænum. Arið 1995 leggst vel { nýja stöðv- arstjórann, Margréti Haraldar- dóttur. Skagamenn fjölmenntu á veglega þrettándabrennu sem haldin varfyrir rúmri viku í ágœtu veðri. Auk almennra bœjarbúa var þar að sjálfsögðu aðfinna verur sem sjaldnast láta sjá sig í mannheimum; álfa, jólasveina og fleiri góða gesti. Ljósmynd: Guðni Hannesson. é döfinni 16. - 22. janúar Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- snillingur. Mánudagur 16.01. Alþýðuflokkurinn heldur bæj- armálafund í Röst kl. 20.30. Bæjarmálaráð Alþýðubanda- lagsins kemur saman í Rein kl. 20.30. Rætt verður um fjár- hagsáætlun. Þriðjudagur 17.01. Þjóðvaki heldur opinn kynning- arfund fyrir Vesturland í Hótel Borgarnesi kl. 21.00. Taflfélag Akraness: Hraðskák í Grundaskóla kl. 20.00. Miðvikudagur 18.01. Framsóknarflokkurinn heldur opinn stjórnmálafund í Barbró kl. 20.30. Kynningarfundur vegna fyrir- hugaðs námskeiðs í bridds í fjölbrautaskólanum kl. 21.00. Fimmtudagur 19.01. Félagsvist í Stúkuhúsinu kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 400. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: ÍA-ÍBK í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 20.00. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Sunnudagur22.01. Fjölskylduguðsþiónusta í kirkj- unnikl. 14.00. Margrét Haraldardóttir tók við stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma á Akranesi um áramótin og er í brennidepli hjá okkur í þessari viku. Hún fæddist á Húsavík 15. ágúst 1958. Maður hennar er Jósef Rúnar Sigtryggsson bifvélavirki. í brennidepli

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.