Skagablaðið


Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 4
4 27. mars1995 Lesendur skrifa Skagablaðið Umhverfismál ■ forsenda fyrir lífi þínu Manneskjan er órjúfanlegur hluti af náttúrunni. Um aldir hafa menn þó afneitað þeirri staðreynd, en reynt að upphefja sjálfan sig á kostnað jarðar, reynt að sigrast á náttúr- unni og undirokað hana. Menn trúa á þá blekkingu að hægt sé að ráða yfir náttúrunni og stjórna henni. Þeir horfa á land og Ioft mengast, t'uglasöng hljóðna og umhverfi eyðileggj- ast og neita að sjá þetta sem fyrirboða eigin háska. Framtíð okkar veltur á því hvernig við umgöngumst nátt- úruna, hvernig við nýtum gögn hennar og gæði og hvort við berum gæfu til að bæta úr þeim spjöllum sem við höfum valdið henni. Umhverfisvernd Umhverfisvernd er að ganga um náttúruna með virðingu og nærgætni, að nýta auðlindir hennar með fyrirhyggju og skynsemi til þess að afkomend- ur okkar fái notið sömu náttúru- gæða og núlifandi kynslóð. Brýnast er að auka umhverfis- vitund okkar vegna þess að þekking og skilningur á náttúr- unni er í raun og veru það eina sem getur komið í veg fyrir að maðurinn þurrausi auðlindir jarðar og eyðileggi það um- hverfi sem hann lifir í. Umhverfisrannsóknir og um- hverfisfræðsla, sem beinist að því að auka skilning og um leið virðingu fyrir náttúrunni og áhuga á verndun hennar, er enn lítið hérlendis. Slfk fræðsla er þó ekki aðeins lífsnauðsynleg vegna hefðbundinnar nýtingar til lands og sjávar, heldur er hún líka til þess fallin að auka ánægju fólks og bæta umgengni þess. Við hér á Vesturlandi þurfum vissulega að huga að þessum málum eins og annarsstaðar á landinu. Við verðum að athuga öll frárennslismál og sorpeyð- ingu, svo og að ávallt sé lagt mat á áhrif aðgerða á umhverf- Guðrún Agnes Einarsdóttir skrifar ið áður en í þær er ráðist. Um- hverfisspjöll, mengun, stríðs- átök og ójöfnuður ógna öllu lífi á jörðinni. Snúum við blaðinu Kvennalistinn vill snúa við blaðinu og stefna á sjálfbært þjóðfélag þar sem þegnarnir virða móður jörð og rétt kom- andi kynslóða til lífs og vel- farnaðar. Rétt eins og bændur þessa lands hafa um aldir unnið stöðugt að því að rækta og við- halda því lífi og þeim gæðum sem jörðin gefur af sér. Kvennalistinn á Vesturlandi leggur m.a. áherslu á að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við ákvarðanir, skipulag, hvers- konar framkvæmdir og rekstur. Ennfremur leggur Kvennalist- inn áherslu á aukna fræðslu í umhverfismálum. Kvennalistinn á Vesturlandi stefnir að því að Vesturland taki forystu um stefnumótun í um- hverfismálum og verði öðrum kjördæmum til fyrirmyndar á því sviði. Það er löngu kominn tími til að við tökum af festu á þessum málum, ætlum við að lifa í sátt og samlyndi við móð- urjörð. Guðrún er hjúkrunar- frœðingur og býr í Búðardal. Kennarastarfið ■ göfugt starf Um það leyti sem jarð- skjálftar skóku Japan með skelfilegum afleiðingum, fóru kennarar (öreigamir) í verkfall og gáfu skít í alla skynsemi og stöðugleika að sjálfsögðu. Sama föstudag kvöddu starfs- menn Haraldar Böðvarssonar hf. gömlu flæðilínuna í frysti- húsinu og upp rann nýr tími tækni og bjartsýni um að auka vinnsluvirði bolfisksins í enn margbrotnari umbúðir, öskjur og poka, í því skyni að auka gæði, vöruþróun og markaðs- starf. Og um það leyti sem Ei- ríkur Jónsson foringi kennara flaug á Sagaklass til Danmerkur á vit kollega sinna í auraleit þá komu nýju flæðilínurnar frá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. gljáandi fínar, ásamt tölvubúnaði og niðurskurðarvél frá Marel hf. Og má segja það með sanni að HB hf. er í dag tæknivæddasta fiskvinnslufyrir- tæki í heimi. Eftir þrotlausa vinnu fagmanna af öllum teg- undum iðnaðar. Og á meðan á þessu þrælaríi gekk þá bauð forsætisráðherra Íleiðara síðasta Skagablaðs er lýsingarorðið göfugt notað um kennarastarfið. Ekki veit ég hvort það starf er göfugra en gerist og gengur með störf al- mennt. Sjálf myndi ég nota önnur orð til að lýsa þessu ævi- starfi mínu, orð eins og t.d. krefjandi, fjölbreytt, erfitt, spennandi og oft og tíðum skemmtilegt. Davíð Oddsson kennurum 740 milljónir til að liðka fyrir samn- ingum en kennarar fussuðu við, sem var þeirra von og vísa, sögðust tala í milljörðum á sama tíma og aðrir töluðu í milljónum. A meðan á þessu þvargi stóð, og börn og ung- lingar nöguðu á sér neglumar, fannst loðnan, frysting og bræðslan hófst með miklum lát- um. Það birti yfir skólalausum unglingum víða um land og þeir hömuðust ásamt fisk- vinnslufólki við að bjarga verð- mætum hafsins, landi og þjóð til heilla. Um það leyti sem kennarar góluðu fyrir forsætisráðherra Davíð Oddsson og aðra fulltrúa Norðurlandaráðs, þá hófst vinna á nýju línunum og verka- fólk samþykkti kaupsamning- ana, 2.700 krónur á mánuði, 21,34 krónur á tímann. Og mætti til sanns vegar færa að kennarar mættu vera nokkuð stoltir af því að vera í hópi þessa láglaunafólks og deila með þeim kjörum, sem eru mun verri en þeirra. Eða hver hefur Ingunn Anna Jónasdóttir skrifar Við sem sinnum þessu göf- uga starfi erum nú í löglegu verkfalli. Verkfalli sem við vor- um neydd til að fara í. Það fer enginn ótilneyddur í verkfall. Áður voru kennarar búnir að reyna allt hvað þeir gátu til að ná samningum við ríkið. Höfðu ÓlafurTr. Elíasson skrifar séð félagsmálapakka kennara í heild sinni? Ólíkt hafast menn- irnir að. Barátta verkafólks við óðaverðbólgu og allskonar áþján hefur verið harðari en tár- um tekur og er brýnt að halda stöðugleika, þótt hann sé þyrnir í augum sumra kennara. Og það gleður auðvitað alla fslendinga að við erum farin að borga nið- ur erlendar skuldir þó hægt fari. reynt að ná fram leiðréttingu á kjörum sínum svo þau stæðust samanburð við kjör sambæri- legra stétta sem vinna hjá rík- inu. Mjög sanngjörn krafa sem auðvelt er að skilja. Ég tek af fullum krafti þátt í baráttu kennara fyrir sanngjöm- um kjörum. Þetta geri ég ekki bara sem kennari heldur líka sem foreldri og formaður skóla- nefndar grunnskólanna á Akra- nesi. Ég veit nefnilega að skól- inn hefur misst og mun missa, ef kjör kennara verða ekki leið- rétt, marga góða kennara sem hafa ekki efni á að sinna því starfi, sem þeir menntuðu sig til. Og ég veit lfka að allt tal um betri skóla verður orðin tóm ef ekki fást til starfa góðir kennar- ar. í leiðara blaðsins eru kennar- ar sakaðir um að láta ekki hags- muni almennings ráða gerðum sínum. Kennarar eru í harðri kjarabaráttu. Baráttu sem á eftir að leiða af sér betri skóla. Eru góðir skólar ekki hagsmunir al- mennings? Jú, hagsmunir al- mennings og kennara fara hér saman. Það er alveg rétt sem fram kom í nefndum leiðara að „mál er að linni“. Stjórnvöld verða að semja við kennara strax svo eðlilegt skólastarf geti hafist á ný. Ég hlakka til að hitta nemendur mína aftur og er sannfærð um að ég er ekki að- eins að berjast fyrir betri kjör- um fyrir mig og starfsfélaga mína heldur líka fyrir betri skóla fyrir þau. Ingunn er kennari í verkfalli ogformaður skólanefndar grunnskólanna Bíóin í bccnum Stjömulisti Ólafs H. Torfasonar kvikmyndagagnrýnanda: Drama ★★★★ • Skuggalendur. Háskólabíó. ★★★ Himneskar verur. Regnboginn. ★★★ A köldum klaka. Stjömubíó. ★★★ Forrest Gump. Háskólabíó. ★★★ Gettu betur. Bíóhöllin. ★★ Vindar fortíðar. Stjörnubíó. ★★ Enginn er fullkominn. Háskólabíó. ★★ Nell. Háskólabíó. Spennumyndir ★ ★★ Táldreginn. Saga-bíó. ★ ★★ Inn um ógnardyr. Laugarásbíó. ★ ★★ Reyfari. Regnboginn. ★ ★★ Leon. Sambíóin. ★ ★ Afltjúpun. Sambíóin. ★ ★ Tímalögga. Laugarásbíó. ★ ★ Banvœnn fallhraði. Bíóhöllin. ★ ★ Mary Shelleys Frank- enstein. Stjömubíó. ★ ★ Litbrigði nœturinnar. Regnboginn. ★ ★ Stökksvæðið. Háskólabíó. ★ ★ Uns sekt er sönnuð. Háskólabíó. ★ Riddari kölska. Laugarásbíó. Gamanmyndir ★ ★★ Matur, drykkur. maður, kona. Stjörnubíó. ★ ★ Pabbi óskast. Sambíóin. ★ Vasapeningar. Laugarásbíó. ★ I beinni. Regnboginn. Fjölskyldumyndir ★★★ Konungur Ijónanna. Sambíóin. ★ Sagan endalausa. Sambíóin. ★★ Vindar fortíðar Fjölskyldusaga föður og þriggja sona í Montana á fyrri hluta aldarinnar. Ástríður og hetju- lund. sprúttsala og fyrri heims- styrjöld, anarkismi og smá indíánaspeki í vandaðri en klossaðri útfærslu. ★★★ Himneskar verur Tvær samheldnar unglings- stúlkur á Nýja-Sjálandi 1953 semja ævintýrabókmenntir en drepa móður annarrar þegar á að stugga þeim sundur. Vel und- irbyggð lýsing á orsök og af- leiðingu. Silfurljónið í Feneyj- um. Oskarstilnefnd fyrir hand- rit. ★★ Stökksvœðið Bandaríska lögreglan fæst við fíkniefnabófa og tölvuþrjót sem brúka fallhlífar. Æsileg og fögur fallhlífastökkatriði. Snipes er hlægilegur en sagan er þunn. ★★★ Táldreginn Harðsnúið og heillandi kvenskass sest að í smábæ í New-York fylki með illan feng. Konan vefur mönnum um fing- ur sér og notar þá sem þarfa- naut. Svört mynd þar sem stfl- færslan tekst vel. Álldjörf.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.