Skagablaðið


Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 5
Skagablaðið Leiklist 27. mars 1995 5 Útsmogin gamalmenni og bráðfyndnar blekkingar Skagaleikflokkurinn: Kvásar- vaisinn eftir Jónas Árna- son. Frumsýning í Rein 24. mars 1995. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Aðstoðarleikstjórar: Jóna Sigurðardóttir, Sólveig Ás- geirsdóttir. Lýsing: Hlynur Eggertsson. Förðun: Dröfn Einarsdóttir, Rósa Pétursdóttir. Leikmynd: Félagar í Skaga- leikflokknum. Leikendur: Auður Sigurðar- dóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Jónas Árnason, Þórdís Ingibjartsdóttir, Svanborg Bergmannsdóttir, Stein- grímur Guðjónsson. Útvarpsraddir: Hákon Leifs- son, Leifur Þórarinsson. I úttekt á vegum Bandalags ís- lenskra leikfélaga fyrir nokkrum árum kom fram að Jónas Arnason var ástsælasta leikskáldið hjá áhugaleikfélög- um þjóðarinnar. Hann hefur samið sjö leikrit og þar að auki sex í samvinnu við aðra. Öll eru þau blöndur af gamni og alvöru og oft lögð mest áhersla á að skerpa myndir af sérstæðum persónuleikum með aðstoð tón- listar. Nýtt verk Jónasar sætir alltaf tíðindum og Kvásarvalsinn bregst ekki væntingum áhorf- enda, hann er einfaldur að bygg- ingu, auðskilinn, spaugilegur og með söng. Verkið er því dæmi- gert Jónasar-leikrit, en um leið með alvarlegri undirtónum og boðskap heldur en flest eða öll hinna. Við kynnumst fáum per- sónum á jaðri skopstælinga. Eins og í góðum gamanleikjum veit áhorfandinn meira en þær og getur því hlegið að misskiln- ingi og brellum. Kvásarvalsinn snýst um hlut- skipti aldraðra í þjóðfélagi framtíðarinnar, sem stefnir í að verða æ skipulagðara og harð- ara. En verkið snertir líka spurn- ingar um trú og trúleysi, blekk- ingu og raunveruleika, samband og sambandsleysi. Grundvallarspurningar Þótt grínið sé hér í fyrirrúmi er það athyglisvert að Jónas Arna- son hreyfir í Kvásarvalsinum að ég held fyrstur íslenskra höf- unda á ákveðinn máta við því umræðuefni sem mörgum hefur þótt einna brýnast í siðferðilegri umræðu síðustu missera um heilbrigðis- og umönnunarmál. Hérlendis hafa deilur þó yfirleitt snúist um tæknilegt skipulag og heildarkostnað heilbrigðiskerf- isins, en minna farið fyrir grundvallarspurningum. Jónasi er hins vegar hugleiknari breyt- ingin á samskiptum lækna og vistmanna/sjúklinga úr persónu- legu trúnaðartrausts-sambandi yfir í ópersónulegt vantrausts- samband. Aður fyrr var læknir- inn „þjónn" sjúklinganna, þeir treystu honum sem næstum al- vitrum vini eða kraftaverka- manni. Nú eru sjúklingarnir í aukn- um mæli tortryggnir viðskipta- menn. Læknarnir þurfa oftar að taka afstöðu gegn hagsmunum sumra sjúklinga eða vistmanna. úrskurða þá of gamla fyrir viss- ar aðgerðir osfrv. Og marga grunar að hjá sumum sérfræð- ingunum séu þeir stundum fyrst og fremst „efni“ í rannsóknir, eins og í Kvásarvalsinum, þar sem 10-12 yfirmenn ætla að nota niðurstöður tilrauna sinna á þeim í doktorsritgerðir. Leikararnir Kvásarvalsinn gerist á dvalar- heimili fyrir aldraða í náinni framtíð. Mikil ásókn er eftir plássum og lífið úti í þjóðfélag- inu svo óviðfelldið að „útsmog- in og óprúttin gamalmenni“ gera sér upp andlega kölkun til að dæmast visthæf. Aðalvið- fangsefni þeirra verður svo að dylja heilbrigði sitt fyrir starfs- mönnum með leikrænum til- burðum. Aðalpersónurnar eru þrjár, ólíkindatólið hjartahlýja Arnór Teitsson (Jónas Arnason) sem er hagvanur á hælinu, ríka ekkj- an frá Akureyri Ólína Olga Ped- ersen (Auður Sigurðardóttir) og fátæka ekkjan Freydís Salómonsdóttir (Guðbjörg Árnadóttir). Þær vilja báðar vistast þarna, en rás viðburð- anna tekur óvænta stefnu. Varla er rétt að ljóstra of miklu upp um atburði, en Arnór reynist ekki allur þar sem hann er séður. Hann er í aðra röndina tragísk persóna, syrgir látna eiginkonu, hljóðfæri hans er þögult og hann trúir ekki á málstað sem hann hefur þjónað alla starfsæv- ina. En boðorð hans eru gleðin og bjartsýnin. Ekki fer á milli niála að Kvásarvalsinn er að verulegum hluta byggður á lífs- reynslu höfundarins, sem alltaf hefur lofsungið fjörið, jafnt í heimi barna og aldraðra. Mest er borið í hlutverk Arn- órs. Jónas er sviðsvanur og hef- ur örugg tök á svipbrigðum, tali Ólafur H. Törfason og látæði persónunnar, beitir óspart ýktum en samt yfirveg- uðum leikstíl. Auður fer rnjög skemmtilega með hlutverk Olínu, pelsklædd, hæfilega tildursleg og glettin í senn. Smávægilegar svipbrigða- breytingar hennar eru sérlega vandaðar. Guðbjörg er líka sannfærandi sem breddan Freydís. Þessar leikkonur hafa rétta hrynjandi í máli sínu, hæfilegar viðdvalir og réttan raddblæ. Ungu sjúkraliðana Höllu og Báru leika Þórdís Ingibjartsdótt- ir og Svanborg Bergmannsdótt- ir, skemmtilega eins og hvítt og svart: Sú dökkhærða og kankvísa er með á nótunum og aðstoðar gamlingjana en sú ljós- hærða er kerfiskonan, svalari í fasi. Þórdís og Svanborg eru röskar og sannfærandi á sviðinu og hafa sannfærandi útgeislun, en eins og títt er um unga leik- ara þá er framsögnin ögn þulu- kennd og mættu þær fjölga blæ- brigðum, því skýrleikann og reisnina hafa þær í ríkum mæli. Öll veröldin er leiksvið Kvásarvalsinn er í tveimur þátt- um og gerist sá fyrri á eins kon- ar setustofu en hinn á visther- bergi rúmri viku síðar. Allt er þarna staðlað og útlit vistarver- anna því nánast eins. Heimilis- menn eru í svipaðri aðstöðu og fangar í öryggisgæsludeildum, undir eftirliti gegnum falin hljóðnema- og myndavélakerfi, vegna vísindalegrar rannsóknar yfirmanna á. „Þróun andlegrar kölkunar á Islandi'1. Arnór og félagar hafa hins vegar séð við njósnunum með viðvörunar- kerfum og þegar sérstök hættu- merki heyrast skipta alheibrigð- ir vistmenn yfir í veikindahlut- verkin. Jónas hefur raunar alltaf haf yndi af því að nota hrekkjalóma og blekkinga- meistara í verk sín. „Öll veröldin er leiksvið og allir menn og konur aðeins leik- endur“ ritaði Shakespeare. Og dvalarheimilið í Kvásarvalsin- um er svona leiksviðs-heimur. Þar er í gangi „leikrit í leikrit- inu“, persónurnar annað veifið að blekkja og stunda eigin leik- listarrýni innbyrðis. Helstu byggingarheildir verksins eru í fyrsta lagi hin sjálfvalda innilokun, í öðru lagi togstreita vistmanna og yfir- manna og í þriðja lagi leikritið í leikritinu. Konurnar tvær skipta meira að segja um hlutverk. Þemu verksins eru ekki lítil: Umræða um kjör aldraðra og spurningin um tilvist Guðs. Þetta kann að hljóma sem upp- Jónasi Amasyni hefur enn einu sinni tekist að ná „hjarta venju- legsfólks “ og sanna að „eng- inn geti skapað lifandi bók- menntir án náins kunningsskap- ar við lífið, “ segir Ólafur H. Torfason. skrift að þunglamalegu „vanda- málaverki“, en list Jónasar er einmitt fólgin í því að búa efn- inu laufléttan búning og halda athygli áhorfandans. Styrkur Kvásarvalsins felst í vel skrif- uðum og skemmtilegum sam- tölum. Hrífur áhorfendur með Fræg er sagan af breska leik- skáldinu Arnold Wesker þegar það var viðstatt æfingu á einu leikrita sinna og eitthvað að grípa fram í með síðbúnum at- hugasemdum og tillögum. Þá kallaði leikstjórinn John Dexter út í salinn: „Þegiðu Arnold eða ég leikstýri leikritinu eins og þú skrifaðir það!“ Inga Bjarnason skilar góðu Ieikstjórnarverkefni, en hefði kannski ekki átt að leikstýra Kvásarvalsinum ná- kvæmlega eins og hann er skrif- aður. Talsverður skriður er á fyrri hluta verksins en síðan kemur full mikil lognmolla um mið- bikið, meðan Arnór er að rekja speki sína fyrir Ólínu. Á köflum „gerist“ ekkert, heldur er mokað í áhorfendur upplýsingum um líf persónanna. Brennivínið og sumir klósettbrandararnir mættu fjúka, en í ljósi þess að eitt helsta vandamál aldraðra er sagt losun úrgangsefna er það kannski við hæfi, þótt þarna sé fullyrt að „mestallt fjas gamal- menna út af erfiðum hægðum stafi af misskilningi." Betur hefði mátt skýrast hvemig og hvers vegna Árnór fær „köst“. Nokkur skil eru í verkinu, t.d. þegar Arnór fær fyrsta „kastið“, en þar er farið of hratt yfir sögu og orkar tvímælis að láta hann snúa baki í áhorfendur. Eitt af spennuefnum leikritsins er hvort eiginkonan látna færir honurn tákn um að líf sé eftir líkamsdauðann. Lokaatriðið þegar á þetta reynir gerist of hratt. En þegar upp er staðið er sterkur heildarblær á verkinu og það hrífur áhorfendur svikalaust með. Umgerð verksins og lýsing gætu vart verið einfaldari en duga mjög vel. Leikrýmið er þröngt og hentar verkinu, litir næstum aðeins hvítur og grænn. Utlit leikaranna, förðun, hár- greiðsla og klæðnaður voru óaðfinnanlegir þættir. Jónasi Árnasyni hefur enn einu sinni tekist, svo vitnað sé í grein hans „Hugleiðingar út af hausnum sem fór til tunglsins" (Sprengjan og pyngjan 1962, 83) að ná „hjarta venjulegs fólks“ og sanna að „enginn geti skapað lifandi bókmenntir án náins kunningsskapar við líf- ið...“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.