Skagablaðið


Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 8
Samvinnuferðir • Landsýn ^ 1 33 86 Skagablaðið 12. TBL. • 12. ARG. • 27. MARS 1995 Haraldur L. Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þ&E hf.: Byggt á röngum forsendum Þegar uppgjör á fjárhagslegri stöðu Skipasmíðastöðvarinnar Þ&E hf. lá fyrir í lok ársins 1992 varð Ijóst að þær forsendur sem gengið var út frá 1991 um áframhaldandi rekstur fyrir- tækisins voru í veigamiklum atriðum rangar. Þetta kemur fram í stefnu Har- aldar L. Haraldssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Þ&E hf., á hendur Sigtryggi Braga- syni, Gísla Gíslasyni og Akra- neskaupstað. Eins og kom fram í Skagablaðinu fyrir viku gerir Haraldur kröfu um greiðslu launa í sex mánuði eftir að fyrir- Fermingar: Fyrstu börnin fermast á sunnudaginn Fyrstu fermingar ársins verða í Akraneskirkju næst komandi sunnudag og staðfesta þá 32 börn skírn sína. Alls fermast um 80 börn á Akranesi að þessu sinni og er það með allra fæsta móti, að sögn séra Björns Jóns- sonar. Síðan verður fermt á pálmasunnudag og á annan í páskum. Atvinnulífið: Kaupstaður- inn kaupir hlutafé Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn að festa kaup á hlutafé í tveimur fyrirtækjum; í Skelfangi hf. og í hlutafé- lagi vegna kaupa Gunnars Leifs Stefánssonar á nýjum báti. Um er að ræða 400 þúsund krónur í hvoru fé- Íaginu um sig. Bæjarráð hafði áður sam- þykkt að leggja fram allt að 1,5 milljónir króna vegna bátakaupa Gunnars Leifs en upphæðin var lækkuð eftir að atvinnumálanefnd hafði lagst gegn erindinu. tækið varð gjaldþrota síðast lið- ið sumar. Sigtryggur var stjórn- arformaður fyrirtækisins en Gísli Gíslason bæjarstjóri átti sæti í stjórn. I stefnunni rekur Haraldur að- komu sína að fyrirtækinu árið 1991. Þar segir að í viðræðum hans við forsvarsmenn fyrirtæk- isins um málefni þess hafi kom- ið fram að fjárhagsleg endur- skipulagning helði farið fram hjá fyrirtækinu. I stefnunni seg- ir síðan: „I tengslum við hana hafði fulltrúum hinna ýmsu lánastofn- ana sem mestra hagsmuna áttu að gæta verið kynnt gögn um Tilgangur okkar er að varð- veita gömul skip og þá helst á floti og markmiðið er að þessi skip geti staðið undir rekstrar- kostnaði, segir Rúdolf B. Jós- efsson trésmiður hjá Trésmiðj- unni Kili hf. við Skagabiaðið. Trésmiðjan Kjölur hf. er aðili að félaginu Skipaminjar hf. sem hefur það að markmiði að mynda samstöðu meðal einstak- linga, fyrirtækja og félagasam- taka um að forða frá glötun sem fjölbreyttustu úrvali báta og skipa úr skipastóli landsmanna. Fyrsta verkefni félagsins ætti að rekstrarforsendur fyrirtækisins og þær metið þau svo að fyrir hendi væru forsendur fyrir áframhaldandi starfsemi hjá fyr- irtækinu. Mat stefnandi aðstæð- ur út frá þessu þannig að koma mætti fyrirtækinu út úr þeim ógöngum sem það hafði verið í og ná tökum á rekstrinum, þótt það kynni að taka einhvern tíma.“ í upphafi starfsferils síns hjá fyrirtækinu óskaði Haraldur eft- ir úttekt löggilts endurskoðanda á bókhaldi félagsins. Eftir fyrstu athugun sína á bókhaldinu tjáði endurskoðandinn Haraldi hins vegar að „ástand þess væri slfkt snerta streng í hjörtum all margra Akurnesinga því það vinnur nú að því að endur- byggja Höfrung AK 91, feng- sælt vertíöarskip sem var lengst af í eigu HB & Co. hf. Höfrungur var úreltur fyrir um 10 árum og komst þá í eigu Guðmundar J. Guðmundssonar, skipstjóra frá Garðabæ. Hann hefur síðan staðið í stappi við yfirvöld um að fá að skrá skipið sem skemmtiskip, en tilgangur- inn með úreldingunni var sá að senda skipið úr landi en eyði- leggja það að öðrum kosti. Guð- mundur er stærsti hluthafinn í að mjög mikla vinnu mundi þurfa til að hægt væri að fram- kvæma raunhæft uppgjör á fyr- irtækinu. Þegar svo uppgjör árs- ins 1991 loks lá fyrir í nóvem- ber 1992 varð ljóst að þær for- sendur sem gengið hafði verið út frá 1991 um áframhaldandi rekstur fyrirtækisins voru í veigamiklum atriðum rangar". Haraldur segir eigendum og kröfuhöfum hafa verið ljóst á þessum tíma að fyrirtækið hafi í reynd verið gjaldþrota en því var engu að síður „haldið gang- andi vegna hagsmuna bæjarfé- lagsins“, eins og segir í stefnu Haraldar. Skipaminjum hf. en auk hans eiga Trésmiðjan Kjölur hf„ ein- staklingar í Reykjavík og Gunn- laugur Haraldsson safnvörður aðild að félaginu. Rúdolf segist gera ráð fyrir að breytingarnar á Höfrungi verði talsvert kostnað- arsamar. Magnús Magnússon á Sönd- um teiknaði skipið á 6. áratugn- um og Skipasmíðastöð Þ&E hf. byggði það fyrir HB & Co. árið 1956. Ráðgert er að endurnýja dekk skipsins og stýrishús og innrétta lestina svo hún geti nýst fyrir skemmtiferðir og sem fræðsluaðstaða. Höfnin: Haraldurmeð rúm 100 tonn Haraldur Böðvarsson AK10 kom með 103 tonn að landi í síðustu viku og var aflinn að langmestu leyti karfi. Þá var nær 2.600 tonnum af loðnu landað í Akraneshöfn dagana 16.-22. mars, sam- kvæmt upplýsingum hafn- arvogarinnar. Bátarnir Mundi og Salla voru á handfærum á tímabil- inu og fengu samtals 541 kíló. Sex bátar reru með línu og fengu rúmlega 12 tonn, að mestu steinbít. Enginn þeirra náði að róa oftar en einu sinni og fékk Bresi mest, rúmlega þrjú tonn. Enok og Keilir voru á netum og höfðu samtals 680 kíló upp úr krafsinu. Loðnuskipin Björg Jóns- dóttir, Grindvíkingur, Súlan og Víkingur lönduðu sam- tals 2.590 tonnum af loðnu. Víkingur kom með nær full- fermi eða 1.208 tonn. Skagamarkaður: Steinbítur allsráðandi Langmestur hluti þess afla sem boðinn var upp á Skagamarkaði hf. dagana 17.-23. mars var steinbítur og megnið af honum var selt til útlanda á vegum markaðarins fyrir 65,24 krónur að meðaltali á kílóið. Aðeins 39 krónur fengust hins vegar fyrir steinbít sem seldur var til innlendra aðila á markaðnum. Alls voru seld rúmlega 39 tonn á markaðnum á tímabil- inu og var heildarverð aflans ríflega 2,7 milljónir króna. Meðalverð fyrir þorsk var 94,70 krónur á kíló og með- alverð fyrir kílóið af ýsu var 107,37 krónur. Innbrot: Skemmdir unn- ar í fjárhúsum Lögreglu var tilkynnt um innbrot í fjárhús utan við bæinn fyrir helgina og voru talsverðar skemmdir unnar. Meðal annars var kítti klínt í ull fjárins. Málið var í rann- sókn þegar síöast fréttist. Margir Skagamenn muna Höfrung AK 91 semfengsœlt veiðiskip en það hefur ekki verið notað í tíu ár. A minni myndinni vinnur Guðmundur Magnússon að endurbótum á dekki skipsins. Skipaminjar hf. vilja varðveita gömul skip: Höfrungur í endurnýjun

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.