Skagablaðið


Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 27. mars1995 7 6 döfinni Mánudagur 27.03. Aðalfundur Skotfélags Akra- ness haldinn í Barbró kl. 20.00. Alþýðuflokkurinn heldur bæj- armálafund í Röst kl. 20.30. Bæjarmálaráð Alþýðubanda- lagsins fundar í Rein kl. 20.30. Þriðjudagur 28.03. Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 20.30. Ein- leikari Jónas Ingimundarson. Miðvikudagur 29.03. Kvásarvalsinn sýndur í Rein kl. 20.30. Miðapantanir í síma 11630 kl. 18.00-20.30 sýning- ardaga. Aðalfundur Sveinafélags málm- iðnaðarmanna á Akranesi hald- inn að Kirkjubraut 40 kl. 20.00. Nemendur tónlistarskóla á Vesturlandi halda tónleika í sal Tónlistarskólans kl. 14.00. Anton Bjarnason íþróttakennari heldur fyrirlestur um hreyfi- þroska barna á sal Brekkubæj- arskóla kl. 20.00. Föstudagur 31.03. Kvásarvalsinn sýndur í Rein kl. 20.30. Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar frumsýnir leikritið Með hjartað í buxunum í Heiðar- skóla. Laugardagur 01.04. Háskólakórinn heldur tónleika í Akraneskirkju kl. 15.00. Að- gangur ókeypis. Bamastarf í kirkjunni kl. 11.00 og í Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 02.04. Fermingarguðsþjónustur kl. 11.00 og 14.00 í Akraneskirkju. Mánudagur 03.04. Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra kl. 19.30. Vinsælustu myndböndin 1. True Lies 2. Wolf 3. Blank Cheque 4. WyattEarp 5. City Slickers 2 6. Lightning Jake 7. Beverly Hills Cop 3 J I 1 I I I I I 1 I S i I i I Sjöfn Har í hópi gesta við opiiun sýningarinnar í Kirkjuhvoli á laugardaginn. I I I I I I I i I I 1 J I I I I i I J I sýnir í Kirkjuhvoli Sjöfn Har Sjöfn Har listmálari opnaði sýningu í listasetrinu Kirkjuhvoli á laugardaginn og er þar um að ræða hluta af sýn- ingu Sjafnar í London í nóvem- ber undir yfirskriftinni Look North. A sýningu Sjafnar eru nýjar olíumyndir og myndir sem unn- ar voru á handgerðan pappír með bleki. Sýningin í Kirkju- hvoli stendur til 9. apríl. Sjöfn Haraldsdóttir fæddist í Stykkishólmi árið 1953. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1969- 1973 og aftur 1979-1980, og við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1977-1978 og 1980-1984. Sýningin Look North er sjötta einkasýning Sjafnar. Auk þess hefur hún tekið þátt í sam- sýningum og unnið stórar vegg- myndir í Danmörku og á Is- landi og unnið í mósaík, leir, steypu og gler. Hún hefur einnig stundað kennslu í báðum löndunum. Sýningin í Kirkjuhvoli er opin virka dagakl. 16.00-18.00 og 15.00-18.00 um helgar. Sinfóníuhljómsveitin með tónleika Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í íþróttahús- inu við Vesturgötu á morgun og hefjast þeir kl. 20.00. Tónleik- arnir eru liður í verkefninu „Tónlist fyrir alla“ sem staðið hefur undanfarna vetur. Petri Sakari stjórnar sveitinni á tónleikunum annað kvöld en hann var áður aðalstjórnandi hennar. Einleikari og kynnir verður Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni eru verk eftir Benjamin Britten, Franz List, Antonin Dvorák og Bédrich Smetana. Tónleikarnir annað kvöld eru þeir síðustu á þessu starfsári verkefnisins „Tónlist fyrir alla“. Öllum skólanemendum er heimill ókeypis aðgangur en nemendum yngstu bekkja grunnskólans verður þó aðeins leyfður aðgangur í fylgd með fullorðnum og aðgangseyrir fyrir þá er 1.000 krónur. Gangur lífsins cfQKomuíheiminn 11. mars. stúlka, 3.615 g, 50 sm. Foreldrar: Guðrún E. Gunnarsdóttir og Magnús H. Magnússon, Höfðabraut 4. 13. mars, stúlka, 3.808 g, 50,5 sm. Foreldrar: Halldóra Halla Jónsdóttir og Sigurbaldur Krist- insson, Furugrund 10. 15. mars, stúlka, 4.425 g, 56 sm. Foreldrar: Sigríður Margrét Hlöðversdóttir og Stefán R. Sigurbjörnsson, Hellulandi, Bakkafirði. 16. mars, drengur, 3.965 g, 53 sm. Foreldrar: Soysuda Soodchit og Bóas Eiríksson, Grandavegi 9, Reykjavík. 16. mars, drengur, 4.150 g, 51 sm. Foreldrar: Margrét Skúla- dóttir og Páll A. Svansson, Hrafnaklettum 4, Borgarnesi. 18. mars, drengur, 3.140 g, 52 sm. Foreldrar: Ása Hólmars- dóttir og Sigurður Sigurjóns- son, Búðardal, Dalasýslu. 19. mars, stúlka, 4.130 g, 53 sm. Foreldrar: Hugrún Olga Guðjónsdóttir og Haraldur Helgason, Einigrund 8. 21. mars, drengur, 3.630 g, 50 sm. Foreldrar: Harpa Kristjáns- dóttir, Bjarkargrund 44, og Jón Logason, Furugrund 24, Kópa- vogi. 22. mars, stúlka, 4.075 g, 53 sm. Foreldrar: Margrét Eygló Karlsdóttir og Karl Ómar Karlsson, Eskifirði. Skíró Daníel, fæddur 2. nóvember 1981, skírður 11. mars 1995. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Barbró Elísabet Glad, Laug- arbraut 12. Sara, fædd 12. september 1984, skírð 11. mars 1995. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Barbró Elísabet Glad. Jón Rúnar, fæddur 27. apríl 1981, skírður 11. mars 1995. Foreldrar: Pétur Jónsson og Arndís Magnúsdóttir, Skaga- braut 10. Kristrún, fædd 19. mars 1995, skírð 23. mars. Foreldrar: Har- aldur Helgason og Hugrún Olga Guðjónsdóttir, Einigrund 8. Stefán Daði Hafliðason er í brennidepli hjá okkur þessa vikuna. Hann fæddist í Reykjavík 28. júní 1964 en hefur búið á Akranesi undanfarin fimm ár. Hann er einhleypur og barnlaus. Bifreið: Ford Bronco árgerð 1985. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Alveg hiklaust. Áttu reiðhjól? Nei og hef ekki átt það lengi en ég hjólaði þegar ég var í námi í Noregi. Starfog laun: Ég er sjóntækjafræðing- ur og eigandi Sjónglersins. Ég er sáttur við launin. Helsti kostur: Ég er ekki rétti maður- inn til að dæma um það. Matur og drykkur í uppáhaldi: Ég er mikill sælkeri og hef dálæti á appel- sínuönd. Mér finnst best að drekka gott rauðvín. Uppáhaldstónlist: Það fer dálítið eftir því í hvernig skapi ég ér, stundum klassík og stundum dægurtónlist. Ég er heldur í rólegri kantinum í tónlist. Hvað gerirðu ífrístundum þínum? Ég sit í stjórn fagfélagsins og það fer mik- ill tími í það. Annars les ég mikið. Uppáhaldsíþróttamaður: Ég fylgist lítið með íþróttum. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson forsætisráðherra. Eftirlœtissjónvarpsefni: Fréttir og góð- ar bíómyndir. Leikari í uppáhaldi: Sigurður Sigur- jónsson. Hvaða bók ertu að lesa? Ég hef yfir- leitt margar í takinu í einu. Ég hef meðal annars verið að lesa bókina hans Ómars Ragnarssonar sem kom út fyrir jólin. Annars les ég spennubækur og ævisögur. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Beverly Hills Cop 3. Mér fannst hún í þynnri kantinum. Ertu farinn að skipuleggja sumarfríið? í brennidepli Reyndar, ég fer í vinnu- og skemmti- ferð til Ítalíu. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika. Tekst þér að ná endum saman í heimil- isbókhaldinu? Það gengur ágætlega. Hvað líkar þér best við Akranes? Mannlífið, staðsetningin og veðurfarið. Hvað veitir þér besta afslöppun ? Góð bók og góð plata á fóninum. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Atvinnumálin eru númer eitt. Svo þarf að endurskoða umhverfi miðbæjarins, fjölga bílastæðum og setja einstefnu á Kirkjubraut og Skóla- braut. Flokkarðu sorp? Nei. Stundarðu líkamsrœkt? Voðalega lítið. En ég æfði svig hér áður fyrr. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Ég hef ekkert gert það að undanförnu. Stefán segist slappa best af með góða bók og góða plötu á fóninum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.