Fréttablaðið - 03.07.2019, Side 6

Fréttablaðið - 03.07.2019, Side 6
✿ Tveir valkostir Sundabrautar að mati starfshóps JARÐGÖNG LÁGBRÚ SUNDAHÖFN GUFUNES LAUGARNES HOLTAGARÐAR SAMGÖNGUR Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, hefur kynnt drög að laga- setningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Drög að frumvarpi voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær sem gerir ráð fyrir heimild til að bjóða tilteknar fram- kvæmdir út sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Miðað er við að lögin taki til brúar yfir Ölfusá, brúar yfir Hornafjarðarfljót, Axarveg, tvö- földun Hvalfjarðarganga og Sunda- brautar. Miðað er við að umrædd verkefni yrðu meðal annars fjármögnuð með gjaldtöku en þó um takmarkaðan tíma. Að þeim tíma liðnum félli gjald- taka niður. Samkvæmt frumvarps- drögunum mun ábyrgð einkaaðila ná til fjármögnunar verkefnisins, í heild eða að hluta, framkvæmdar- innar sjálfrar auk reksturs og við- halds samgöngumannvirkjanna. Þá er kveðið á um að í lok samnings- tíma færist eignarhald innviða yfir til ríkisins. Ráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. Kynnir áform um einkaframkvæmdir Ráðherra kynnti einnig í gær skýrslu starfshóps um Sunda- braut. Í niðurstöðum hópsins eru tveir valkostir taldir koma til greina; jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir. – aá Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráð- herra. VÍSINDI Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard- háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjó- semi en hjá þeim sem velja holl- ara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undan- farna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, pró- fessor við matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem not- aðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldr- inum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rann- sóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjó- seminnar.“ Mönnunum var skipt í f jóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokall- aðan smörrebröd-flokk sem borð- aði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsókn- ina sem og greining á ýmsum kyn- hormónum. Vísindamennirnir sáu umtals- verðan mun á hópunum, sérstak- lega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndi- bita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörre- bröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Mikl- ar hjólreiðar, reykingar, streita og f leira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífs- stíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heims- hlutum. Þórhallur telur að matar- æðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveð- ur að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenn- ingar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um horm- ónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor tók þátt í stórri rannsókn á frjósemi danskra hermanna. Niðurstöðurnar voru að óhollt matar æði hefur mjög mikil áhrif á sæðistöluna. Þeir hermenn sem borðuðu mikið af fiski, hvítu kjöti og grænmeti komu best út. Viðfangsefni rannsóknarinnar voru danskir hermenn á aldrinum 18 til 22 ára, á níu ára tímabili. NORDICPHOTOS/AFP Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Þórhallur Ingi Hall- dórsson, prófess- or við Háskóla Íslands K J A R A M Á L Sa mtök íslensk ra sveitar félaga neita því að þeir lægst launuðu séu settir út í kuldann líkt og Starfsgreinasambandið og Efling halda fram. Sveitarfélögin hafa þegar samið við nokkur einstök sambönd og stéttarfélög um að þeirra félags- menn sem starfa hjá sveitarfélög- unum fái greiddar 105.000 kr. þann 1. ágúst næstkomandi. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir ólíðandi sé að þær þús- undir félagsmanna SGS og Eflingar fái ekki greiðsluna. Muni þetta herða baráttuviljann í haust. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands sveitarfélaga, segir stéttarfélögin bera ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fái ekki slíka greiðslu. „Það voru þeir sem vísuðu viðræðunum til Ríkissátta- semjara, þetta er ekki í okkar hönd- um lengur,“ segir Inga Rún. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður haldinn í lok ágúst. – ab Baráttuviljinn nú harðari Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR RAUFARHÖFN „Ég harma það að þessum ágæta starfsmanni hafi orðið fótaskortur á tungunni. Við munum fara yfir það betur hvern- ig á að svara íbúum, en þetta eru þó mistök sem allir geta gert og ég veit að hann sér mjög eftir því hvernig hann svaraði þessu,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings vegna ummæla framkvæmda- og þjónustufulltrúa sveitarfélagsins sem féllu í Frétta- blaðinu á mánudag. Í fréttinni vaf  fjallað um  upp- þornandi tjarnir á Raufarhöfn og gerði starfsmaðurinn lítið úr áhyggjum íbúa á Raufarhöfn af málinu. Ummælin hafa vakið reiði meðal bæjarbúa sem í Facebook-hópi íbúa hafa sagt ummælin vera hrokafull, kaldhæðin og lítillækkandi. Um ástand tjarnanna segir Krist- ján engan hafa séð uppþornun þeirra fyrir. „Það mun enginn líða að það verði einhverjar varanlegar afleið- ingar fyrir þessar tjarnir. Verkefnið var jákvætt þegar farið var af stað með það og lengi hafði verið beðið eftir því, enda verkefni sem á bara að hafa jákvæð áhrif á bæinn,“ segir Kristján. Gunnar Hrafn hefur beðist afsök- unar á ummælum sínum á Face- book-síðu sveitarstjórnarinnar. – pk Sveitarstjóri segir starfsmanni hafa orðið fótaskortur á tungunni Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 A -6 2 6 C 2 3 5 A -6 1 3 0 2 3 5 A -5 F F 4 2 3 5 A -5 E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.